flugfréttir

Tvær þotur til Akureyrar eftir að flugvél sat föst á braut í Keflavík

- Sjúkraþota rann út í kant eftir lendingu og hindraði komuflug frá Ameríku

28. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

TF-FIP („Snæfell“) og TF-iSX („Þingvellir“) á flugvellinum á Akureyri í morgun

Viðbúnaðarástand skapaðist snemma í morgun á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraþota af gerðinni British Aerospace BAe 125-800, sem var að koma frá Írland, festist á flugbraut eftir að hafa runnið út í kant er hún var að yfirgefa brautina eftir lendingu.

Flugvélin var hindrun á brautinni á sama tíma og nokkrar farþegaþotur frá Icelandair voru að koma inn til lendingar eftir næturflug frá Bandaríkjunum og var ákveðið að beina þeim til Akureyrar þar sem flugvél var föst á brautinni.

Vélarnar sem voru að koma frá Bandaríkjunum voru að koma frá Seattle, Newark og Washington og fóru þær í biðflug í nokkrar mínútur en Newark-vélin hélt fyrst af stað til Akureyrar um 10 mínútum eftir að hún hafði hætt við lendingu í aðflugi að braut 01.

Flugstjóri flugvélarinnar sem var að koma frá Seattle tilkynnti flugumferðarstjórum að hann taldi ekki ráðlagt að halda til Akureyrar vegna eldsneytisstöðu vélarinnar en þá hafði vélin frá Washington einnig haldið í átt til Akureyrar á eftir Newark-vélinni á meðan Seattle-vélin hafði verið í biðflugi í um 14 mínútur.

TF-FIP og TF-ISX á leið til Akureyrar á Flightradar24.com

Seattle-vélin lenti svo kl. 6:28 á braut 01 en þá var flugvélin enn föst á brautinni en samkvæmt upplýsingum var hin flugbrautin, 10/28, ekki í notkun vegna ísingar.

Á þeim tíma sem vélarnar voru að koma inn til lendingar frá Bandaríkjunum var norðanátt á Keflavíkurflugvelli og vindur um 9 knútar (350/09KT) og 5 hnútar þegar Seattle-vélin lenti rétt fyrir klukkan 6:30.

Slökkviliðsbílar og sjúkrabílar voru í viðbragðsstöðu á Keflavíkurflugvelli og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að um rautt hættustig hafi verið að ræða þar sem flugvél, full af farþegum, hafi verið að ræða sem er að lenda á braut þar sem önnur flugvél var fyrir.

Vélarnar tvær sem fóru til Akureyrar, TF-ISX („Þingvellir“) og TF-FIP („Snæfell“) voru í tæpar 2 klukkustundir fyrir norðan en TF-ISX, sem kom frá Newark, fór í loftið frá Akureyri kl. 8:25 áleiðis til Keflavíkur eftir 1:41 klukkustunda stopp á Akureyri og 10 mínútum síðar fór TF-FIP í loftið, sem kom frá Washington, eftir 1:58 klukkustunda viðdvöl.

Litla flugvélin sem festist á flugbrautinni í Keflavík hefur verið dregin af vettvangi og er málið komið til rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Ekki kemur fram hverrar tegundar flugvélin var sem rann út af eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli en í tilkynningu segir að um flugvél, sem notuð er til sjúkraflutninga, hafi verið að ræða og voru tveir um borð og sakaði hvorugan.  fréttir af handahófi

Qatar Airways íhugar að kaupa helmingshlut í RwandAir

5. febrúar 2020

|

Qatar Airways stefnir á enn frekari fjárfestingar í flugiðnaðinum með því að kaupa og auka hlut sinn í öðrum flugfélögum.

Samstarf Boeing og Embraer fær grænt ljós frá Brasilíu

28. janúar 2020

|

Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið grænt ljós fyrir miðamiklu samstarfi sem fyrirhugað er milli Boeing og Embraer og eiga þá flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) aðeins eftir að gefa leyfi fyrir samstarfin

Tvö flugfélög aflýsa flugi til Íraks

6. janúar 2020

|

Tvö flugfélög, Gulf Air og Royal Jordanian Airlines, hafa fellt niður allt áætlunarflug til Íraks í kjölfar ástandsins í landinu í kjölfar árásar bandaríska hersins á bílalest í Baghdad þar sem einn

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00