flugfréttir

Tvær þotur til Akureyrar eftir að flugvél sat föst á braut í Keflavík

- Sjúkraþota rann út í kant eftir lendingu og hindraði komuflug frá Ameríku

28. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

TF-FIP („Snæfell“) og TF-iSX („Þingvellir“) á flugvellinum á Akureyri í morgun

Viðbúnaðarástand skapaðist snemma í morgun á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraþota af gerðinni British Aerospace BAe 125-800, sem var að koma frá Írland, festist á flugbraut eftir að hafa runnið út í kant er hún var að yfirgefa brautina eftir lendingu.

Flugvélin var hindrun á brautinni á sama tíma og nokkrar farþegaþotur frá Icelandair voru að koma inn til lendingar eftir næturflug frá Bandaríkjunum og var ákveðið að beina þeim til Akureyrar þar sem flugvél var föst á brautinni.

Vélarnar sem voru að koma frá Bandaríkjunum voru að koma frá Seattle, Newark og Washington og fóru þær í biðflug í nokkrar mínútur en Newark-vélin hélt fyrst af stað til Akureyrar um 10 mínútum eftir að hún hafði hætt við lendingu í aðflugi að braut 01.

Flugstjóri flugvélarinnar sem var að koma frá Seattle tilkynnti flugumferðarstjórum að hann taldi ekki ráðlagt að halda til Akureyrar vegna eldsneytisstöðu vélarinnar en þá hafði vélin frá Washington einnig haldið í átt til Akureyrar á eftir Newark-vélinni á meðan Seattle-vélin hafði verið í biðflugi í um 14 mínútur.

TF-FIP og TF-ISX á leið til Akureyrar á Flightradar24.com

Seattle-vélin lenti svo kl. 6:28 á braut 01 en þá var flugvélin enn föst á brautinni en samkvæmt upplýsingum var hin flugbrautin, 10/28, ekki í notkun vegna ísingar.

Á þeim tíma sem vélarnar voru að koma inn til lendingar frá Bandaríkjunum var norðanátt á Keflavíkurflugvelli og vindur um 9 knútar (350/09KT) og 5 hnútar þegar Seattle-vélin lenti rétt fyrir klukkan 6:30.

Slökkviliðsbílar og sjúkrabílar voru í viðbragðsstöðu á Keflavíkurflugvelli og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að um rautt hættustig hafi verið að ræða þar sem flugvél, full af farþegum, hafi verið að ræða sem er að lenda á braut þar sem önnur flugvél var fyrir.

Vélarnar tvær sem fóru til Akureyrar, TF-ISX („Þingvellir“) og TF-FIP („Snæfell“) voru í tæpar 2 klukkustundir fyrir norðan en TF-ISX, sem kom frá Newark, fór í loftið frá Akureyri kl. 8:25 áleiðis til Keflavíkur eftir 1:41 klukkustunda stopp á Akureyri og 10 mínútum síðar fór TF-FIP í loftið, sem kom frá Washington, eftir 1:58 klukkustunda viðdvöl.

Litla flugvélin sem festist á flugbrautinni í Keflavík hefur verið dregin af vettvangi og er málið komið til rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Ekki kemur fram hverrar tegundar flugvélin var sem rann út af eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli en í tilkynningu segir að um flugvél, sem notuð er til sjúkraflutninga, hafi verið að ræða og voru tveir um borð og sakaði hvorugan.  fréttir af handahófi

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

4. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Lufthansa fellir niður 1.300 flugferðir vegna verkfalls

6. nóvember 2019

|

Lufthansa mun þurfa að fella niður um 1.300 flugferðir á næstu tveimur dögum, á fimmtudag og föstudag, vegna verkfalls meðal flugfreyja og flugþjóna.

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00