flugfréttir

IndiGo sagt vera að undirbúa pöntun í 300 þotur frá Airbus

- Pöntun sem væri metin á yfir 4 þúsund milljarða króna samkvæmt listaverði

29. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:12

Airbus A320 þotur IndiGo Airlines

Indverska flugfélagið IndiGo er sagt vera að undirbúa risapöntun í 300 farþegaþotur úr A320neo fjölskyldunni frá Airbus.

Slík pöntun væri metin á að minnsta kosti 33 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 4.126 milljörðum króna en sérfræðingar í flugiðnaðinum telja að félagið gæti fengið allt að helmingsafslátt af listaverðinu.

Aðilar, sem eru kunnugir málinu, segja að IndiGo sé að leggja lokahönd á pöntunina sem á að samanstanda meðal annars af nýju Airbus A321XLR þotunni sem á að koma á markaðinn árið 2023 en hún verður langdrægasta þota heims í flokki flugvéla sem koma með einum gangi.

Hvorki forsvarsmenn IndiGo né talsmaður Airbus hafa viljað tjá sig um fyrirhugaða pöntun en hlutabréf í Airbus hækkuðu um 1.4% eftir að Reuters fréttastofan greindi frá fyrirhugaðri pöntun.

IndiGo er stærsta flugfélag Indlands er kemur að farþegafjölda og flugflota en félagið hefur 247 flugvélar í flota sínum í dag og á nú þegar von á 372 flugvélum til viðbótar á næstu árum.

Ef af þessari pöntun verður gæti verið um stærstu flugvélapöntun að ræða í sögunni þar sem allar flugvélarnar fara í flota hjá einu flugfélagi en fyrir tveimur árum síðan lagði bandaríska fyrirtækið Indigo Partners inn pöntun til Airbus í 430 þotur en sú pöntun var ætluð fjórum mismunandi flugfélögum.  fréttir af handahófi

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Boeing 737-200 þota brann til kaldra kola í Pakistan

28. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-200 brann til kaldra kola á flugvellinum í borginni Karachi í Pakistan sl. sunnudagskvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00