flugfréttir

Sun Class Airlines nýtt nafn á Thomas Cook Scandinavia

- Einn af ríkustu mönnum Noregs kaupir skandinavíska hlutann í Thomas Cook

30. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Airbus A321 þota Thomas Cook Scandinavia á flugvellinum í Osló

Thomas Cook Scandinavia hefur fengið nýja eigendur en norskt hótel og tveir hlutabréfasjóðir hafa keypt skandinavíska hlutann af Thomas Cook og verður nafni félagsins breytt á næstunni.

Nýju eigendurnir eru Petter Stordalen, einn ríkasti maður Noregs, og skandinavíska fyrirtækið Altor Equity Partners, sem hafa hvor um sig keypt 40 prósent í Thomas Cook Scandinavia á móti breska fyrirtækinu TDR Capital sem hefur keypt 20 prósent í félaginu.

Petter Stordalen

Með þessu er búið að tryggja rekstur félagsins og störf hjá um 2.300 manns sem starfa hjá Thomas Cook Scandinavia en tilkynnt var um nýju eigendurnar í morgun í höfuðstöðvum Ving Group, móðurfélags Thomas Cook Scandinavia.

Nýtt nafn félagsins verður Sun Class Airlines og verður merki og litum félagsins breytt á næstunni og vélarnar málaðar í nýjum búning.

Petter Stordalen er norskur kaupsýslumaður sem hefur verið í hóteliðnaðinum í mörg ár en hann á meðal annars hótelkeðjuna Nordic Choice sem rekur yfir 200 hótel og auk þess sem félag hans á nokkrar verslunarmiðstöðvar.

Stordalen sagði á blaðamananfundi í dag í Stokkhólmi að rekstur félagsins mun haldast óbreyttur um sinn og viðskiptavinir geta haldið áfram að bóka flug og sólarlandaferðir hjá félaginu þrátt fyrir eigendaskiptin.

Í höfuðstöðvum Ving Group í morgun þegar tilkynnt var um nýju eigendurnar  fréttir af handahófi

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Mesta tap í sögu Rolls-Royce - Tveimur verksmiðjum lokað

1. september 2020

|

Útlitið hefur aldrei verið eins dökkt hjá hreyflaframleiðandanum Rolls-Royce sem hefur birt uppgjör sitt eftir fyrri helming ársins og er tapreksturinn á því tímabili sá mesti í sögu fyrirtækisins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00