flugfréttir

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

- Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum geta sótt um Class 1 á næstunni

1. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Brátt munu flugmenn í Bandaríkjunum með sykursýki geta sótt um heilbrigðisvottorð fyrir atvinnuflug samkvæmt nýjum reglugerðum sem FAA munu kynna á næstunni

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Sykursýki auk litblindu og annarra sjúkdóma hefur verið eitt af því sem hefur látið flugmenn missa heilbrigðisvottorð sitt skilyrðislaust í flestum löndum en flugmálayfirvöld í Bretlandi breyttu reglugerð er kemur að sykursýki varðandi einkaflugmenn árið 2012.

Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum hafa frá árinu 1996 getað sótt um heilbrigðisvottorð til þess að fljúga en aðeins í einkaflugi en þeir hafa ekki getað fengið heilbrigðisvottorð nr. 1 sem krafist er fyrir atvinnuflug og fyrir farþegaflug.

FAA hefur hingað til viðhaldið því þrátt fyrir að nokkur önnur lönd hafa leyft sykursjúkum flugmönnum að fljúga atvinnuflug með því skilyrði að annar flugmaður sé í stjórnklefanum líkt og hægt er í Bretlandi og í Kanada.

Félag flugvélaeiganda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) fagna niðurstöðinni og segja að margir flugmenn hafa flogið einkaflug í Bandaríkjunum frá árinu 1996 með öruggum hætti og með nýjustu tækni hafa þeir geta fylgst mjög vel með blóðsykrinum.

Mikið þróun hefur orðið í tækni til að fylgjast með blóðsykursfalli á sl. árum

„Þetta mun gera það að verkum að margir góðir og hæfir flugmenn geta þá flogið að nýju“, segir Jim Coon hjá AOPA, en mesta áhyggjuefnið hingað til hjá flugmálayfirvöldum hafa verið ef upp koma aðstæður ef blóðsykursmagnið hækkar eða lækkar hjá flugmanni sem er að fljúga með þeim afleiðingum að hann missir meðvitund er hann er við stjórnvölin.

Blóðsykursfall hjá fólki með sykursýki veldur fyrst einkennum sem fljótlega verður til þess að það missir meðvitund en með nýjum tækjum, sem dæla sjálf insulíni inn í blóðrásina, hefur náðst það mikill árangur í að fyrirbyggja slíkt fall á blóðsykri að það hefur sýnt fram á að hættan sé tiltölulega lítil þar sem flugmenn geta með öryggum hætti fylgst með stöðunni á blóðsykrinum á hverri stundu.

Þeir flugmenn, sem stefna á að sækja að nýju um heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs vestanhafs, þurfa að skila inn gögnum með ítarlegum upplýsingum um árangur þeirra sl. ár varðandi hvernig þeir hafa náð að fylgjast með blóðsykrinum hjá sér og ef það uppfyllir skilyrði munu þeir fá heilbrigðisvottorð nr. 1 („Class 1 medical“) afhent með sérstökum takmörkunum.

„Blátt bann við sykursýki eitt og sér er ekki viðeigandi og ekki einu sinni í starfi þar sem öryggið er mikilvægt. Það eru ekki allir sem geta flogið með sína sykursýki en auðvitað eru margir sem geta það og það á að meta aðstæður hjá hverjum og einum“, segir formaður Sykursýkissamtaka Bandaríkjanna.

Í dag eru 8 lönd sem leyfa einkaflugmönnum með sykursýki að fljúga en þau eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía, Írland, Austurríki, Ísrael og Filippseyjar.  fréttir af handahófi

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Flugfélag sektað um 8 milljónir fyrir að spila tónlist um borð

11. nóvember 2019

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00