flugfréttir

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

- Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum geta sótt um Class 1 á næstunni

1. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Brátt munu flugmenn í Bandaríkjunum með sykursýki geta sótt um heilbrigðisvottorð fyrir atvinnuflug samkvæmt nýjum reglugerðum sem FAA munu kynna á næstunni

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Sykursýki auk litblindu og annarra sjúkdóma hefur verið eitt af því sem hefur látið flugmenn missa heilbrigðisvottorð sitt skilyrðislaust í flestum löndum en flugmálayfirvöld í Bretlandi breyttu reglugerð er kemur að sykursýki varðandi einkaflugmenn árið 2012.

Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum hafa frá árinu 1996 getað sótt um heilbrigðisvottorð til þess að fljúga en aðeins í einkaflugi en þeir hafa ekki getað fengið heilbrigðisvottorð nr. 1 sem krafist er fyrir atvinnuflug og fyrir farþegaflug.

FAA hefur hingað til viðhaldið því þrátt fyrir að nokkur önnur lönd hafa leyft sykursjúkum flugmönnum að fljúga atvinnuflug með því skilyrði að annar flugmaður sé í stjórnklefanum líkt og hægt er í Bretlandi og í Kanada.

Félag flugvélaeiganda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) fagna niðurstöðinni og segja að margir flugmenn hafa flogið einkaflug í Bandaríkjunum frá árinu 1996 með öruggum hætti og með nýjustu tækni hafa þeir geta fylgst mjög vel með blóðsykrinum.

Mikið þróun hefur orðið í tækni til að fylgjast með blóðsykursfalli á sl. árum

„Þetta mun gera það að verkum að margir góðir og hæfir flugmenn geta þá flogið að nýju“, segir Jim Coon hjá AOPA, en mesta áhyggjuefnið hingað til hjá flugmálayfirvöldum hafa verið ef upp koma aðstæður ef blóðsykursmagnið hækkar eða lækkar hjá flugmanni sem er að fljúga með þeim afleiðingum að hann missir meðvitund er hann er við stjórnvölin.

Blóðsykursfall hjá fólki með sykursýki veldur fyrst einkennum sem fljótlega verður til þess að það missir meðvitund en með nýjum tækjum, sem dæla sjálf insulíni inn í blóðrásina, hefur náðst það mikill árangur í að fyrirbyggja slíkt fall á blóðsykri að það hefur sýnt fram á að hættan sé tiltölulega lítil þar sem flugmenn geta með öryggum hætti fylgst með stöðunni á blóðsykrinum á hverri stundu.

Þeir flugmenn, sem stefna á að sækja að nýju um heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs vestanhafs, þurfa að skila inn gögnum með ítarlegum upplýsingum um árangur þeirra sl. ár varðandi hvernig þeir hafa náð að fylgjast með blóðsykrinum hjá sér og ef það uppfyllir skilyrði munu þeir fá heilbrigðisvottorð nr. 1 („Class 1 medical“) afhent með sérstökum takmörkunum.

„Blátt bann við sykursýki eitt og sér er ekki viðeigandi og ekki einu sinni í starfi þar sem öryggið er mikilvægt. Það eru ekki allir sem geta flogið með sína sykursýki en auðvitað eru margir sem geta það og það á að meta aðstæður hjá hverjum og einum“, segir formaður Sykursýkissamtaka Bandaríkjanna.

Í dag eru 8 lönd sem leyfa einkaflugmönnum með sykursýki að fljúga en þau eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía, Írland, Austurríki, Ísrael og Filippseyjar.  fréttir af handahófi

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

19. desember 2019

|

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Air France staðfestir pöntun í 60 Airbus A220 þotur

18. desember 2019

|

Air France-KLM hefur staðfest pöntun í sextíu farþegaþotur af gerðinni Airbus A220 sem áður voru framleiddar undir nafninu CSeries hjá Bombardier.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00