flugfréttir

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

- Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum geta sótt um Class 1 á næstunni

1. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Brátt munu flugmenn í Bandaríkjunum með sykursýki geta sótt um heilbrigðisvottorð fyrir atvinnuflug samkvæmt nýjum reglugerðum sem FAA munu kynna á næstunni

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Sykursýki auk litblindu og annarra sjúkdóma hefur verið eitt af því sem hefur látið flugmenn missa heilbrigðisvottorð sitt skilyrðislaust í flestum löndum en flugmálayfirvöld í Bretlandi breyttu reglugerð er kemur að sykursýki varðandi einkaflugmenn árið 2012.

Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum hafa frá árinu 1996 getað sótt um heilbrigðisvottorð til þess að fljúga en aðeins í einkaflugi en þeir hafa ekki getað fengið heilbrigðisvottorð nr. 1 sem krafist er fyrir atvinnuflug og fyrir farþegaflug.

FAA hefur hingað til viðhaldið því þrátt fyrir að nokkur önnur lönd hafa leyft sykursjúkum flugmönnum að fljúga atvinnuflug með því skilyrði að annar flugmaður sé í stjórnklefanum líkt og hægt er í Bretlandi og í Kanada.

Félag flugvélaeiganda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) fagna niðurstöðinni og segja að margir flugmenn hafa flogið einkaflug í Bandaríkjunum frá árinu 1996 með öruggum hætti og með nýjustu tækni hafa þeir geta fylgst mjög vel með blóðsykrinum.

Mikið þróun hefur orðið í tækni til að fylgjast með blóðsykursfalli á sl. árum

„Þetta mun gera það að verkum að margir góðir og hæfir flugmenn geta þá flogið að nýju“, segir Jim Coon hjá AOPA, en mesta áhyggjuefnið hingað til hjá flugmálayfirvöldum hafa verið ef upp koma aðstæður ef blóðsykursmagnið hækkar eða lækkar hjá flugmanni sem er að fljúga með þeim afleiðingum að hann missir meðvitund er hann er við stjórnvölin.

Blóðsykursfall hjá fólki með sykursýki veldur fyrst einkennum sem fljótlega verður til þess að það missir meðvitund en með nýjum tækjum, sem dæla sjálf insulíni inn í blóðrásina, hefur náðst það mikill árangur í að fyrirbyggja slíkt fall á blóðsykri að það hefur sýnt fram á að hættan sé tiltölulega lítil þar sem flugmenn geta með öryggum hætti fylgst með stöðunni á blóðsykrinum á hverri stundu.

Þeir flugmenn, sem stefna á að sækja að nýju um heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs vestanhafs, þurfa að skila inn gögnum með ítarlegum upplýsingum um árangur þeirra sl. ár varðandi hvernig þeir hafa náð að fylgjast með blóðsykrinum hjá sér og ef það uppfyllir skilyrði munu þeir fá heilbrigðisvottorð nr. 1 („Class 1 medical“) afhent með sérstökum takmörkunum.

„Blátt bann við sykursýki eitt og sér er ekki viðeigandi og ekki einu sinni í starfi þar sem öryggið er mikilvægt. Það eru ekki allir sem geta flogið með sína sykursýki en auðvitað eru margir sem geta það og það á að meta aðstæður hjá hverjum og einum“, segir formaður Sykursýkissamtaka Bandaríkjanna.

Í dag eru 8 lönd sem leyfa einkaflugmönnum með sykursýki að fljúga en þau eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía, Írland, Austurríki, Ísrael og Filippseyjar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga