flugfréttir

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

- Flugmennirnir leyfðu stúlkunni að prófa að stýra 44 sæta Antonov An-24

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Skjáskot af myndbandinu sem var sett á Youtube um helgina

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Myndband á Youtube, sem fór í dreifingu sl. laugardag, sýnir hvar ung kona á þrítugsaldri situr í sæti aðstoðarflugmannsins en flugmennirnir hleyptu henni inn í stjórnklefa á Antonov An-24 flugvél, sem tekur hátt í 50 farþega, hjá rússneska flugfélaginu IrAero, og leyfðu henni að stýra vélinni í smástund.

Stúlkan setti myndir af sér á Instagram eftir flugið þar
sem hún skrifaði „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt“

Nokkrar ábendingar um atvikið var komið á framfæri og þar á meðal til rússnesku fréttastöðvarinnar rkt.ru sem fjallaði fyrst um málið.

Í frétt The Siberian Times kemur fram að heyra má annan flugmanninn leiðbeina henni á meðan vélin var í farflugshæð frá borginni Yakutsk til Batagai í Síberíu.

Talsmaður IrAero segist efast um að myndbandið hafi nokkuð með starfsemi flugfélagsins að gera en atvikið á að hafa átt sér stað þann 31. ágúst sl.

Stúlkan á myndbandinu hafði einnig látið taka nokkrar myndir af sér stýra vélinni, sem hún setti á Instagram-reikning sinn en myndunum hefur verið eytt í dag. Myndbandið er hinsvegar enn á Netinu og hefur rússnesk sjónvarpsstöð heimildir fyrir því að stúlkan sé unnusta aðstoðarflugmannsins.

IrAero er rússneskt flugfélag sem var stofnað árið 1999 og flýgur félagið bæði farþegaflug og fraktflug í innanlandsflugi auk til áfangastaða í Kína, Azerbaijan, Kazakhstan, Mongólíu og víðar.

Félagið hefur 31 flugvél í flotanum af gerðinni Antonov An-24, An-26, Boeing 777-200ER, Bombardier CRJ200 auk Sukhoi Superjet SSJ100 þotna.

Myndband:  fréttir af handahófi

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

2. desember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

26. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00