flugfréttir

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

- Flugmennirnir leyfðu stúlkunni að prófa að stýra 44 sæta Antonov An-24

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Skjáskot af myndbandinu sem var sett á Youtube um helgina

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Myndband á Youtube, sem fór í dreifingu sl. laugardag, sýnir hvar ung kona á þrítugsaldri situr í sæti aðstoðarflugmannsins en flugmennirnir hleyptu henni inn í stjórnklefa á Antonov An-24 flugvél, sem tekur hátt í 50 farþega, hjá rússneska flugfélaginu IrAero, og leyfðu henni að stýra vélinni í smástund.

Stúlkan setti myndir af sér á Instagram eftir flugið þar
sem hún skrifaði „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt“

Nokkrar ábendingar um atvikið var komið á framfæri og þar á meðal til rússnesku fréttastöðvarinnar rkt.ru sem fjallaði fyrst um málið.

Í frétt The Siberian Times kemur fram að heyra má annan flugmanninn leiðbeina henni á meðan vélin var í farflugshæð frá borginni Yakutsk til Batagai í Síberíu.

Talsmaður IrAero segist efast um að myndbandið hafi nokkuð með starfsemi flugfélagsins að gera en atvikið á að hafa átt sér stað þann 31. ágúst sl.

Stúlkan á myndbandinu hafði einnig látið taka nokkrar myndir af sér stýra vélinni, sem hún setti á Instagram-reikning sinn en myndunum hefur verið eytt í dag. Myndbandið er hinsvegar enn á Netinu og hefur rússnesk sjónvarpsstöð heimildir fyrir því að stúlkan sé unnusta aðstoðarflugmannsins.

IrAero er rússneskt flugfélag sem var stofnað árið 1999 og flýgur félagið bæði farþegaflug og fraktflug í innanlandsflugi auk til áfangastaða í Kína, Azerbaijan, Kazakhstan, Mongólíu og víðar.

Félagið hefur 31 flugvél í flotanum af gerðinni Antonov An-24, An-26, Boeing 777-200ER, Bombardier CRJ200 auk Sukhoi Superjet SSJ100 þotna.

Myndband:  fréttir af handahófi

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

4. nóvember 2019

|

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Stærsta slökkviliðsflugvél heims berst við eldana í Amazon

27. ágúst 2019

|

Stærsta slökkviliðsflugvél heims, Global SuperTanker, berst nú við skógareldana sem geisa í Amazon-frumskóginum en þotan er Boeing 747 júmbó-þota sem var breytt í sérstaka flugvél til að sinna slökk

  Nýjustu flugfréttirnar

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Flugfélag sektað um 8 milljónir fyrir að spila tónlist um borð

11. nóvember 2019

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air þarf að greiða 8.7 milljónir króna í sekt fyrir að hafa spilað tónlist um borð í farþegarýminu fyrir farþega fyrir brottför og eftir lendingu.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00