flugfréttir

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

- Sérstaklega erfitt að sjá dróna sem er ekki á hreyfingu

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:01

Talið er að í 30 prósent tilvika ná flugmenn að koma auga á dróna í aðflugi að flugbraut

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

Þetta er niðurstaðar nýrrar rannsóknar þar sem mannleg geta nokkurra flugmanna, sem tóku þátt í rannsókninni, til að koma auga á dróna úr stjórnklefanum, var rannsökuð.

Í 28 tilfellum af fjörutíu náðu flugmennirnir ekki að koma auga á dróna sem var vísvitandi flogið nálægt flugvelli í tengslum við rannsóknina sem gerð var í samvinnu við háskólann í Oklakoma-fylki og Embry-Riddle flugskólann.

Þetta þýðir að í tólf skipti komu flugmennirnir auga á drónann sem var notaður en honum var flogið lægst í 213 fetum yfir jörð og allt upp í 2.300 fet á meðan flugmenn flugu flugvél af gerðinni Cessna 172 í átt að flugbraut og var þeim sagt að mögulega gæti verið dróni í aðflugslínunni.

Í nýjasta hefti International Journal of Aviation, Aeronautics, and Aerospace segir að þetta endurspegli þá hættu sem stafar af drónum sem er flogið nálægt flugvöllum. „Hættulega mikil nálægð milli flugvéla og dróna er vaxandi vandamál og fjöldi atvika, þar sem flugmenn tilkynna um dróna, hækkar sífellt milli ára“, segir Dr. Ryan J. Wallace, aðstoðarprófessor við Embry-Riddle.

Ef horft er á myndbandið að neðan má sjá að næstum ómögulegt er að koma auga á drónann

Þá kemur fram að flugmaður sem kemur auga á dróna í 2.300 feta fjarlægð hefur aðeins 20 sekúndur til þess að bregðast við til að forðast árekstur.

„Þetta er enn hættulegra ef dróninn er á ferð og stefnir í átt að flugvélinni en ef hann er kyrr þá eru minni líkur á að flugmaður kemur auga á hann þar sem að hann fellur inn í bakgrunninn og landslagið“.

Jon M. Loffi, prófessor við háskólann í Oklahoma, segir að mikil hætta sé á ferðum ef dróni fer inn í hreyfil á flugvél í þessari hæð þar sem þá er hún að koma inn til lendingar með lítið afl á hreyflunum og tími til að bregðast við er lítill og breytingar á hraða og stefnu getur verið stórhættuleg aðgerð.

Myndband:  fréttir af handahófi

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Air France mun hefja flug að nýju til 150 áfangastaða

12. júní 2020

|

Air France hefur gefið út yfirlýsingu varðandi fyrirhugaða flugáætlun fyrir sumarið 2020 og segir flugfélagið franska að byrjað verði að fljúga til 150 áfangastaða eftir nokkra daga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00