flugfréttir

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

- Sérstaklega erfitt að sjá dróna sem er ekki á hreyfingu

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:01

Talið er að í 30 prósent tilvika ná flugmenn að koma auga á dróna í aðflugi að flugbraut

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

Þetta er niðurstaðar nýrrar rannsóknar þar sem mannleg geta nokkurra flugmanna, sem tóku þátt í rannsókninni, til að koma auga á dróna úr stjórnklefanum, var rannsökuð.

Í 28 tilfellum af fjörutíu náðu flugmennirnir ekki að koma auga á dróna sem var vísvitandi flogið nálægt flugvelli í tengslum við rannsóknina sem gerð var í samvinnu við háskólann í Oklakoma-fylki og Embry-Riddle flugskólann.

Þetta þýðir að í tólf skipti komu flugmennirnir auga á drónann sem var notaður en honum var flogið lægst í 213 fetum yfir jörð og allt upp í 2.300 fet á meðan flugmenn flugu flugvél af gerðinni Cessna 172 í átt að flugbraut og var þeim sagt að mögulega gæti verið dróni í aðflugslínunni.

Í nýjasta hefti International Journal of Aviation, Aeronautics, and Aerospace segir að þetta endurspegli þá hættu sem stafar af drónum sem er flogið nálægt flugvöllum. „Hættulega mikil nálægð milli flugvéla og dróna er vaxandi vandamál og fjöldi atvika, þar sem flugmenn tilkynna um dróna, hækkar sífellt milli ára“, segir Dr. Ryan J. Wallace, aðstoðarprófessor við Embry-Riddle.

Ef horft er á myndbandið að neðan má sjá að næstum ómögulegt er að koma auga á drónann

Þá kemur fram að flugmaður sem kemur auga á dróna í 2.300 feta fjarlægð hefur aðeins 20 sekúndur til þess að bregðast við til að forðast árekstur.

„Þetta er enn hættulegra ef dróninn er á ferð og stefnir í átt að flugvélinni en ef hann er kyrr þá eru minni líkur á að flugmaður kemur auga á hann þar sem að hann fellur inn í bakgrunninn og landslagið“.

Jon M. Loffi, prófessor við háskólann í Oklahoma, segir að mikil hætta sé á ferðum ef dróni fer inn í hreyfil á flugvél í þessari hæð þar sem þá er hún að koma inn til lendingar með lítið afl á hreyflunum og tími til að bregðast við er lítill og breytingar á hraða og stefnu getur verið stórhættuleg aðgerð.

Myndband:  fréttir af handahófi

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri