flugfréttir

Móðurfélag British Airways kaupir Air Europa

- Með kaupunum fær IAG aukið aðgengi að markaðnum í Suður-Ameríku

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:10

Búið verður að ganga frá samrunanum á síðari helming ársins 2020

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt spænska flugfélagið Air Europa fyrir einn milljarð evra sem samsvarar 138 milljörðum króna.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, sem er aðalsamkeppnisaðili IAG, segir að hann muni fylgjast með þróun samrunans er kemur að samkeppnismálum í fluginu til Evrópu en segist annars óska IAG velfarnaðar með kaupin.

Með kaupunum mun IAG fá aukið aðgengi að markaðnum í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku en Air Europa flýgur meðal annars langflug til áfangastaða í Paraguay, Brasilíu, Argentínu, Perú, Kólombíu, Uruguay, Panama, Bólivíu auk Kúbu.

IAG ætlar að gera Madríd að öflugri bækistöð félagsins og mun Air Europa verða eitt af dótturfélögum IAG ásamt Vueling og LEVEL en með kaupunum mun markaðshlutdeild IAG í Suður-Ameríku stækka frá 19% upp í 26 prósent.

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, segir að Air Europa verði rekið áfram sem sjálfstætt flugfélag til að byrja með en með tímanum verður það hluti af rekstri Iberia.

Air Europa flýgur til 69 áfangastaða í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku og telur floti félagsins 66 flugvélar en flotinn samanstendur af þotum af gerðinni Airbus A330, Boeing 737-800 auk Dreamliner-véla.

Air Europa var stofnað árið 1986 og er félagið þriðja stærsta flugfélag Spánar á eftir Iberia og Vueling en vinsælustu áfangastaðir félagsins eru Mallorca og Tenerife.  fréttir af handahófi

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Miklar líkur á að KLM velji Boeing 737 MAX

7. nóvember 2019

|

Miklar líkur eru á því að Boeing 737 MAX þoturnar verði fyrir valinu hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines er kemur að endurnýjun á þeim flugflota sem félagið notar í styttri flugleiðu

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

1. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri

  Nýjustu flugfréttirnar

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00