flugfréttir
KLM stefnir á að hætta með Airbus A330 á næstu árum

Airbus A330 breiðþota KLM Royal Dutch Airlines
KLM Royal Dutch Airlines mun hætta með Airbus A330 breiðþoturnar á næstu árum en ástæðan er sögð þar sem móðurfélagið, Air France-KLM, stefnir á að einfalda flugflota félaganna.
Einfaldari flotastefna gerir ráð fyrir að KLM noti eingöngu Boeing 777 og Dreamliner-þotur
í langflugi og á sama tíma gæti farið svo að Air France hætti með Airbus A350 og risaþotuna
A380 einnig á næstu árum.
KLM hefur áður greint frá því að félagið íhugi að hætta með Airbus A330 en núna hefur félagið
staðfest að svo verði en félagið hefur notað A330 í áætlunarflugi til áfangastaða í Afríku, Miðausturlöndum, til Norður-Ameríku og einnig til Karíbahafsins.
Ben Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, segist vona að með þessu verði hægt að
hagræða rekstrinum er kemur að þjálfun flugmanna á mismunandi tegundir af flugvélum.
Ekki kemur fram hvenær stefnt er að því að Airbus A330 fari úr leiðarkerfi KLM en Pieter Elbers,
framkvæmdarstjóri KLM, segist gera ráð fyrir því að það verði allavega fyrir árið 2025.
KLM hefur þrettán Airbus A330 breiðþotur en átta af þeim eru af gerðinni A330-200 og
fimm af gerðinni A330-300.


3. október 2019
|
Saksóknarar í Rússlandi hafa gefið út kæru á hendur flugstjóra hjá Aeroflot í kjölfar flugslyss en hann flaug Sukhoi Superjet 100 þotu félagsins sem varð alelda eftir harkalega lendingu í Moskvu í ma

24. október 2019
|
Norwegian hefur gert samning við kínverska bankann China Construction Bank Leasing um samstarf vegna fjármögnunar á 27 Airbus A320neo þotum sem félagið á að fá afhentar frá og með næsta ári.

7. nóvember 2019
|
Flugakademía Keilis mun laugardaginn 16. nóvember næstkomandi halda kynningarfund um flugnám við skólann en kynningin fer fram við aðalbyggingu Keilis í Ásbrú í Reykjanesbæ og þá fer annar kynningar

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.