flugfréttir
Tveir kynningarfundir í nóvember um flugnám hjá Keili
- Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í janúar eftir áramót

Um borð í einni af Diamond-kennsluvélum Flugakademíu Keilis
Flugakademía Keilis mun laugardaginn 16. nóvember næstkomandi halda kynningarfund um flugnám við skólann en kynningin fer fram við aðalbyggingu Keilis í Ásbrú í Reykjanesbæ og þá fer annar kynningarfundur fram þriðjudaginn 19. nóvember í húsnæði skólans í Hafnafirði.
Þeir sem hafa hug á að stefna á flugnám, hvort sem er til einkaflugmanns eða atvinnuflugmanns, eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri þar sem allar hliðar námsins verða kynntar.
Á fundinum verður hægt að fá svör við öllu því helsta á borð við hvernig námið fer fram, fyrirkomulag þess og þá verður hægt að hitta kennarna við skólann og koma fram með allar
þær spurningar sem viðkomandi hefur varðandi námið.
Flugnám er bæði krefjandi og skemmtilegt nám sem krefst mikils aga. Annars vegar er hægt að velja áfangaskipt atvinnuflugmanns nám þar sem viðkomandi tekur einkaflugmanninn fyrst áður en hann heldur áfram í atvinnuflugmannsnámið.

Flugnemi í yfirlandsflugi við Gjögur í Strandasýslu
Hinsvegar er um að ræða samtvinnað atvinnuflugmannsnám þar sem nemandi byrjar á einkaflugmannshlutann og fer strax í atvinnuflugmannshlutann í einni lotu ásamt verklega hlutanum
og lýkur náminu með áhafnarsamstarfi og þeim réttindum sem til þarf til þess að sækja um
starf.
Á vefsíðu Flugakademíu Keilis má nálgast allar upplýsingar um kynningarfundina og hvenær þeir hefjast.
Þess má geta að næstu bekkir í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi og áfangaskiptu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Keilis hefjast í janúar 2020.


25. september 2019
|
Skandinavíski hluti Thomas Cook Airlines mun halda áfram starfsemi sinni en allt flug þess félags stöðvaðist í um sólarhring þann 23. september á sama tíma og Thomas Cook Group varð gjaldþrota.

12. nóvember 2019
|
Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

11. október 2019
|
Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.