flugfréttir
Endurbóka alla farþega sem vilja ekki fljúga með 737 MAX
- „Vitum að ekki allir farþegar eiga eftir að „hoppa“ strax um borð í vélarnar“

Oscar Munoz, framkvæmdarstjóri United Airlines
United Airlines hefur ákveðið að bjóða öllum þeim farþegum, sem telja að þeim eigi eftir að líða óþæginlega að fljúga með Boeing 737 MAX þegar hún fer aftur í notkun, að verða bókaðir með annarri flugvélategund í staðinn þeim að kostnaðarlausu.
„Við munum láta það verða mjög sýnilegt gagnvart farþegum svo þeir sjái hvor að flugið
þeirra verði farið með Boeing 737 MAX“, segir Oscar Munoz, framkvæmdarstjóri United Airlines.
„Ef þeir verða ekki ánægðir með það þá ætlum við að bjóðast til þess að bóka þá með annarri tegund og það jafnvel ef þeir taka þá ákvörðun við brottfararhliðið“, segir Munoz sem tekur
fram að flugfélagið er ekki að gera ráð fyrir því að allir farþegar eigi eftir að „hoppa“ um borð
í vélarnar strax.
Mun taka einhvern tíma fyrir vélarnar að vinna sér inn traust meðal farþega
„Ef af einhverjum farþegar gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að fara um borð í Boeing 737
MAX fyrr en þeir eru að ganga um borð þá munu þeir geta látið bóka sig með annarri vél
án endurgjalds ef þeir finna fyrir óþægilegri tilfinningu að fljúga með þeim“.
Munoz segir að það muni eflaust taka einhvern tíma fyrir vélarnar að sanna sig gagnvart
farþegum og þar af leiðandi ætlar félagið ekki að neyða neinn til þess að fara um borð í þær.
United Airlines var komið með fjórtán Boeing 737 MAX þotur þegar vélarnar voru kyrrsettar
í mars í vor og afhendingaráætlun gerði ráð fyrir að félagið ætti að vera komið með 30 þotur
fyrir lok þessa árs.


29. nóvember 2019
|
Flugmálayfirvöld í Hong Kong íhuga nú að svipta flugfélaginu Hong Kong Airlines flugrekstarleyfinu eftir að félagið tilkynnti að það muni seinka launagreiðslum til starfsmanna vegna slæmrar afkomu s

14. október 2019
|
Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

12. nóvember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.