flugfréttir

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

- Xtra Aviation varð Lion Air út um áfallshornsskynjara sem reyndist gallaður

11. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Höfuðstöðvar Xtra Aviation í Miramar í Flórída

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indónesíska flugfélagsins Lion Air en 737 MAX þotan sem fórst í október í fyrra hafði skynjara frá því fyrirtæki.

FAA gaf út fyrirmæli þann 25. október sl. að starfsemi Xtra Aviation yrði stöðvuð en fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Miramar í Flórída og sá fyrirtækið meðal annars um viðgerðir og vottun á notuðum áfallshornsskynjurum.

Skynjararnir eru staðsettir á hliðinni á nefi á farþegaflugvélum og nema þeir hallann á horni sem nefnist áfallshorn („angle of attack“ á ensku) sem segir til um hversu mikið horn er á milli stefnu á loftflæði frá vindinum miðað við vænglínu en þeim mun stærra sem hornið er, þeim mun meira nálgast flugvél þann stað þar sem hún gæti lent í að ofrísa.

Skýringarteikning sem sýnir skynjarann á Boeing 737 MAX

Samkvæmt lokaskýrslu frá indónesískum flugmálayfirvöldum varðandi flugslysið hjá Lion Air, sem var fyrra flugslysið með Boeing 737 MAX, kemur fram að áfallshornsskynjarinn sem Xtra Aviation lét Lion Air fá var ekki rétt stilltur og skeikaði skekkjan um heilar 21 gráðu sem gerði flugvélina óstöðuga.

Þar af leiðandi brást Xtra Aviation skyldum sínum og uppfyllti ekki kröfur flugmálayfirvalda varðandi viðgerð og sölu á íhluti sem spilar stórt hlutverk í flugöryggi en starfsemi félagsins var fljótt komin undir smásjá eftir að rannsókn á slysinu hófst í nóvember árið 2018.

Við rannsókn kom í ljós að fyrirtækið hafði frá nóvember árið 2009 til maí 2019 ekki haldið nægilega góðar skýrslur varðandi starfsemina samkvæmt reglum sem viðgerðar- og dreifingaraðili á varahlutum þarf að uppfylla og þá hafði fyrirtækið ekki nægilega góða aðstöðu til þess að prófa íhluti og þjálfun starfsfólksins var ábótvant.  fréttir af handahófi

Fyrrum yfirmaður Airbus skorar á Boeing að hanna nýja þotu

13. febrúar 2020

|

Boeing þarf að blása nýju lífi í sína hlið á samkeppninni í flugvélaframleiðslunni og spila fram nýju spili á borð við nýja farþegaþotu. Þetta segir Barry Eccleston, fyrrum forstjóri Airbus í Ameríku

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00