flugfréttir

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

- Xtra Aviation varð Lion Air út um áfallshornsskynjara sem reyndist gallaður

11. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Höfuðstöðvar Xtra Aviation í Miramar í Flórída

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indónesíska flugfélagsins Lion Air en 737 MAX þotan sem fórst í október í fyrra hafði skynjara frá því fyrirtæki.

FAA gaf út fyrirmæli þann 25. október sl. að starfsemi Xtra Aviation yrði stöðvuð en fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Miramar í Flórída og sá fyrirtækið meðal annars um viðgerðir og vottun á notuðum áfallshornsskynjurum.

Skynjararnir eru staðsettir á hliðinni á nefi á farþegaflugvélum og nema þeir hallann á horni sem nefnist áfallshorn („angle of attack“ á ensku) sem segir til um hversu mikið horn er á milli stefnu á loftflæði frá vindinum miðað við vænglínu en þeim mun stærra sem hornið er, þeim mun meira nálgast flugvél þann stað þar sem hún gæti lent í að ofrísa.

Skýringarteikning sem sýnir skynjarann á Boeing 737 MAX

Samkvæmt lokaskýrslu frá indónesískum flugmálayfirvöldum varðandi flugslysið hjá Lion Air, sem var fyrra flugslysið með Boeing 737 MAX, kemur fram að áfallshornsskynjarinn sem Xtra Aviation lét Lion Air fá var ekki rétt stilltur og skeikaði skekkjan um heilar 21 gráðu sem gerði flugvélina óstöðuga.

Þar af leiðandi brást Xtra Aviation skyldum sínum og uppfyllti ekki kröfur flugmálayfirvalda varðandi viðgerð og sölu á íhluti sem spilar stórt hlutverk í flugöryggi en starfsemi félagsins var fljótt komin undir smásjá eftir að rannsókn á slysinu hófst í nóvember árið 2018.

Við rannsókn kom í ljós að fyrirtækið hafði frá nóvember árið 2009 til maí 2019 ekki haldið nægilega góðar skýrslur varðandi starfsemina samkvæmt reglum sem viðgerðar- og dreifingaraðili á varahlutum þarf að uppfylla og þá hafði fyrirtækið ekki nægilega góða aðstöðu til þess að prófa íhluti og þjálfun starfsfólksins var ábótvant.  fréttir af handahófi

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

24. október 2019

|

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Mitsubishi Aircraft missir pöntun í 50 SpaceJet-þotur

4. nóvember 2019

|

Mitsubishi Aircraft Corporation hefur misst risapöntun sem bandaríska fyrirtækið Trans States Holding lagði inn árið 2009 í 50 þotur af gerðinni Mitsubishi SpaceJet (áður MRJ).

Afhendingar á Boeing 737 MAX gætu hafist á ný í desember

12. nóvember 2019

|

Boeing tilkynnti í gær að afhendingar á Boeing 737 MAX þotunum gætu hafist að nýju í desember þar sem að framleiðandinn hefur náð þeim áfanga að uppfylla fyrsta skilyrðið af þeim fimm sem bandarísk f

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri