flugfréttir

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

- Fór út af braut eftir lendingu á O´Hare-flugvellinum í Chicago

12. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:22

Flugvélin var að yfirgefa brautina eftir lendingu og halda inn á akbraut þegar hún rann til hliðanna og fór út af

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Hare-flugvellinum í Chicago í gær.

Þotan var nýlent eftir flug frá Greensboro í Norður-Karólínu með 38 farþega og þriggja manna áhöfn um borð en er vélin var að yfirgefa brautina inn á akbraut, rann hún út af brautinni til hliðanna og staðnæmdist með öll hjólin í snjónum.

Flugfélagið tilkynnti að vélin hefði runnið út af vegna ísingar á brautinni en hægra hjól vélarinnar féll saman auk þess sem hægri vængendinn stakst ofan í jörðina.

Farþegar yfirgefa vélina eftir að hún rann út af brautinni eftir lendingu

Fyrstu vísbendingar benda til þess að bremsuskilyrðin hafi verið „miðlungs til slæm“ en önnur flugvél, af gerðinni Bombardier CRJ700, sem kom inn til lendingar á undan vélinni sem fór út af, hafði hætt við lendingu og tilkynntu flugmenn þeirrar vélar að bremsuskilyrðin væru mjög slæm en sú þota lenti á flugvellinum í Green Bay.

Flugvélin, sem fór út af, hafði einnig framkvæmt eitt fráhvarfsflug og hætt við lendingu. Veðurskilyrði, er þotan rann út af, var smávægileg snjókoma með vindstefnu frá 350° og var vindhraði upp á 17 hnúta með 25 hnúta í mestu hviðunum.

Flugumferðarstjórar lokuðu flugbrautinni í kjölfarið

Þotan lenti á braut 10L sem liggur nálægt segulstefnu 100° til aust-suðausturs en þar sem vindstefnan var 350° þýðir að vindurinn kom úr norðnorðvestri og hafði vélin því lent með meiri meðvind heldur en mótvind.

Flugumferðarstjórar létu loka braut 10L í kjölfarið og tilkynntu þeir starfsfólki að flugvél hefði farið út af brautinni auk þess sem þeir létu allar komuvélar vita af því að bremsuskilyrðin væru slæm.

Myndband:  fréttir af handahófi

Tekjumissir flugfélaganna gæti numið 45.000 milljörðum króna

15. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur uppfært afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum og telja samtökin að tapið sem flugfélögin eiga eftir að verða fyrir vegna COVID-19 heimsfaraldursins eigi e

Tæplega 7.000 starfsmönnum verður sagt upp hjá Boeing

27. maí 2020

|

Tæplega 7.000 starfsmönnum hjá Boeing verður sagt upp í fyrsta hluta þeirra uppsagna sem flugvélaframleiðandinn ætlar að grípa til vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á flugi

Flugfélagið NokScoot gjaldþrota

27. júní 2020

|

Tælenska lágfargjaldafélagið NokScoot hefur hætt starfsemi sinni en félagið tilkynnti í gær að farið yrði fram á félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00