flugfréttir

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

- Fór út af braut eftir lendingu á O´Hare-flugvellinum í Chicago

12. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:22

Flugvélin var að yfirgefa brautina eftir lendingu og halda inn á akbraut þegar hún rann til hliðanna og fór út af

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Hare-flugvellinum í Chicago í gær.

Þotan var nýlent eftir flug frá Greensboro í Norður-Karólínu með 38 farþega og þriggja manna áhöfn um borð en er vélin var að yfirgefa brautina inn á akbraut, rann hún út af brautinni til hliðanna og staðnæmdist með öll hjólin í snjónum.

Flugfélagið tilkynnti að vélin hefði runnið út af vegna ísingar á brautinni en hægra hjól vélarinnar féll saman auk þess sem hægri vængendinn stakst ofan í jörðina.

Farþegar yfirgefa vélina eftir að hún rann út af brautinni eftir lendingu

Fyrstu vísbendingar benda til þess að bremsuskilyrðin hafi verið „miðlungs til slæm“ en önnur flugvél, af gerðinni Bombardier CRJ700, sem kom inn til lendingar á undan vélinni sem fór út af, hafði hætt við lendingu og tilkynntu flugmenn þeirrar vélar að bremsuskilyrðin væru mjög slæm en sú þota lenti á flugvellinum í Green Bay.

Flugvélin, sem fór út af, hafði einnig framkvæmt eitt fráhvarfsflug og hætt við lendingu. Veðurskilyrði, er þotan rann út af, var smávægileg snjókoma með vindstefnu frá 350° og var vindhraði upp á 17 hnúta með 25 hnúta í mestu hviðunum.

Flugumferðarstjórar lokuðu flugbrautinni í kjölfarið

Þotan lenti á braut 10L sem liggur nálægt segulstefnu 100° til aust-suðausturs en þar sem vindstefnan var 350° þýðir að vindurinn kom úr norðnorðvestri og hafði vélin því lent með meiri meðvind heldur en mótvind.

Flugumferðarstjórar létu loka braut 10L í kjölfarið og tilkynntu þeir starfsfólki að flugvél hefði farið út af brautinni auk þess sem þeir létu allar komuvélar vita af því að bremsuskilyrðin væru slæm.

Myndband:  fréttir af handahófi

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

Spirit Airlines pantar 100 þotur

24. október 2019

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi gert samkomulag við Airbus um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur.

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri