flugfréttir
Upplýsingafulltrúi yfir farþegaþotudeild Boeing rekinn

Linda Mills starfaði aðeins í 21 mánuð sem upplýsingafulltrúi yfir farþegaþotudeild Boeing
Boeing hefur rekið úr starfi yfirmann samskipta yfir farþegaþotudeild Boeing en Linda Mills hafði gengt því starfi frá því í febrúar árið 2018 er hún var gerð að upplýsingafulltrúa yfir farþegaþotudeildinni.
Tilkynnt var um þetta er Stan Deal, nýr yfirmaður yfir farþegaþotudeildinni heimsótti verksmiðjur
Boeing í Renton á dögunum en hann tók við forstjórastólnum af Kevin McAllister sem einnig
var rekinn frá Boeing þann 23. október sl.
Við starfi Mills tekur Conrad Chun sem gengdi áður starfi upplýsingafulltrúa hjá fyrirtækinu Boeing
Global Services en hann gekk til liðs við Boeing árið 2010 og starfaði hann einnig í herdeildinni, Boeing
Military Aircraft.
Mills hefur síðastliðna mánuði verið í eldlínunni á mjög erfiðum tímum hjá Boeing en Mills starfaði áður sem upplýsingafulltrúi hjá kaffirisanum Starbucks.


8. nóvember 2019
|
Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

6. desember 2019
|
Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

27. nóvember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent tilkynningu til Boeing þar sem stofnunin lætur flugvélaframleiðandann vita að héðan í frá mun FAA sjá alfarrið um allar vottanir sem gefnar verða út fyrir n

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.