flugfréttir

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

- Sögu Mooney Aircraft má rekja aftur til ársins 1929

13. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:45

Verksmiðjur Mooney Aircraft í Kerrville í Bandaríkjunum

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Þetta kemur fram í fjölmiðlinum Kerrville Daily Times en Mooney hafði flugvélaverksmiðjur í bænum Kerrville í Texas. Fram kemur að sé hringt í aðalsíma fyrirtækisins kemur strax talhólf sem segir að í augnablikinu hafi öllu starfsfólki verið sagt upp og þar af leiðandi sé enginn til þess að svara í síma.

Eigandi verksmiðjanna, kínverska fyrirtækið Soaring American Corporation, segir að lokun verksmiðjanna sé tímabundin en talsmaður fyrirtækisins segir að 229 starfsmönnum hafi verið sagt upp og séu aðeins 90 eftir.

Flaggskip Mooney, 2019 árgerð af Acclaim Ultra flugvélinni

Þótt að útlitið sé ekki gott þá segir talsmaður fyrirtækisins að starfsemin muni hefjast að nýju þegar markaður eins hreyfils flugvéla tekur við sér að nýju. Vefurinn Wikipedia tilgreinir að dagar Mooney séu taldir og segir að framleiðslan hafi hætt þann 12. nóvember 2019.

Seldu aðeins tvær nýjar vélar á fyrri árshelmingi 2019

Mjög dræm sala hefur verið á nýjum Mooney-flugvélum en á fyrri árshelmingi 2019 seldi fyrirtækið aðeins tvær flugvélar, báðar af gerðinni Mooney M20 (Acclaim Ultra) sem er ein hraðfleygasta einshreyfils einkaflugvél heims sem kemur með bulluhreyfli en fyrirrennari hennar, Mooney M20, sló hraðamet er hún náði 237 hnúta hraða (true airspeed) í 25.000 feta hæð árið 2007.

Frá verksmiðjusalnum hjá Mooney Aircraft í Kerrville í Texas

Til samanburðar þá seldi flugvélaframleiðandinn Cirrus alls 203 flugvélar á fyrri helmingi þessa árs en þess má geta að Mooney seldi 14 flugvélar árið 2018.

Mooney M20 hefur selst í yfir 11.000 eintökum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mooney segir upp öllu starfsfólki en það gerðist einnig árið 2017 en þá hafði framleiðandinn ekki selt neina einustu flugvél í fimm ár á undan því en nýir eigendur, Soaring America Aircraft, tóku við rekstrinum fyrir tveimur árum síðan.

Mooney-flugvélar eiga þrjú heimsmet í flugsögunni

Sögu Mooney Aircraft má rekja heil 90 ár aftur í tímann en fyrirtækið var stofnað af bræðrunum Albert og Arthur Mooney árið 1929.

Móttaka gesta sem komu til að skoða verksmiðjurnar í Kerrville

Mooney hefur verið stórt merki í einkafluginu í Bandaríkjunum sl. áratugi og hafa Mooney-flugvélar verið á lista yfir bestu flugvélakaup fyrir einkaflugmenn með öðrum vélum frá framleiðendum á borð við Cessna, Piper, Beechcraft og Cirrus.

Mooney-flugvélarnar hafa slegið að minnsta kosti þrjú heimsmet í flugsögunni en Mooney framleiddi fyrstu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli sem kom með þrýstingsjöfnuðu rými sem var M22 Mustang vélin, hraðfleygustu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli en Mooney Acclaim Type S, flaggskip framleiðandans, sló það hraðamet árið 2009.

Nýjar Mooney-flugvélar í samsetningarsalnum

Þá sló Mooney M20K hraðamet er ein slík vél flaug frá Washington til San Francisco á aðeins 8 klukkustundum árið 1980 en engin einshreyfils flugvél hafði flogið eins fljótt yfir Bandaríkin á þeim tíma og hefur það met ekki enn verið slegið í sambærilegum flokki flugvéla.

Mooney-flugvélarnar hafa haldið útliti sínu að mestu frá árinu 1947 frá því Mooney Mite M-18 kom á markaðinn og einkennast vélarnar af framhallandi stéli. Vinsælasta Mooney-flugvélin, sem framleidd var í flestum eintökum, var Mooney M20 sem kom á markað árið 1955 en yfir 11.000 eintök voru smíðuð af þeirri vél.  fréttir af handahófi

Fyrsti almenni félagsfundur Flughermafélagsins um helgina

23. október 2019

|

Fyrsti formlegi félagsfundur Flughermafélags Íslands fer fram næstkomandi laugardag en félagið var stofnað þann 29. júní í sumar.

Nýtt íslenskt flugfélag heitir Play

5. nóvember 2019

|

Forsvarsmenn nýs íslensks flugfélags kynntu rétt fyrir hádegi í dag fyrirhugaða starfsemi á félaginu sem hefur fengið nafnið „Play“ og er um að ræða nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag.

„Alþjóðleg samstaða lykillinn að endurkomu Boeing 737 MAX“

11. desember 2019

|

Níu mánuðir verða bráðum liðnir frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar í mars á þessu ári en enn er ekki komin nein dagsetning varðandi hvenær þær geta farið að fljúga aftur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri