flugfréttir

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

- Sögu Mooney Aircraft má rekja aftur til ársins 1929

13. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:45

Verksmiðjur Mooney Aircraft í Kerrville í Bandaríkjunum

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Þetta kemur fram í fjölmiðlinum Kerrville Daily Times en Mooney hafði flugvélaverksmiðjur í bænum Kerrville í Texas. Fram kemur að sé hringt í aðalsíma fyrirtækisins kemur strax talhólf sem segir að í augnablikinu hafi öllu starfsfólki verið sagt upp og þar af leiðandi sé enginn til þess að svara í síma.

Eigandi verksmiðjanna, kínverska fyrirtækið Soaring American Corporation, segir að lokun verksmiðjanna sé tímabundin en talsmaður fyrirtækisins segir að 229 starfsmönnum hafi verið sagt upp og séu aðeins 90 eftir.

Flaggskip Mooney, 2019 árgerð af Acclaim Ultra flugvélinni

Þótt að útlitið sé ekki gott þá segir talsmaður fyrirtækisins að starfsemin muni hefjast að nýju þegar markaður eins hreyfils flugvéla tekur við sér að nýju. Vefurinn Wikipedia tilgreinir að dagar Mooney séu taldir og segir að framleiðslan hafi hætt þann 12. nóvember 2019.

Seldu aðeins tvær nýjar vélar á fyrri árshelmingi 2019

Mjög dræm sala hefur verið á nýjum Mooney-flugvélum en á fyrri árshelmingi 2019 seldi fyrirtækið aðeins tvær flugvélar, báðar af gerðinni Mooney M20 (Acclaim Ultra) sem er ein hraðfleygasta einshreyfils einkaflugvél heims sem kemur með bulluhreyfli en fyrirrennari hennar, Mooney M20, sló hraðamet er hún náði 237 hnúta hraða (true airspeed) í 25.000 feta hæð árið 2007.

Frá verksmiðjusalnum hjá Mooney Aircraft í Kerrville í Texas

Til samanburðar þá seldi flugvélaframleiðandinn Cirrus alls 203 flugvélar á fyrri helmingi þessa árs en þess má geta að Mooney seldi 14 flugvélar árið 2018.

Mooney M20 hefur selst í yfir 11.000 eintökum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mooney segir upp öllu starfsfólki en það gerðist einnig árið 2017 en þá hafði framleiðandinn ekki selt neina einustu flugvél í fimm ár á undan því en nýir eigendur, Soaring America Aircraft, tóku við rekstrinum fyrir tveimur árum síðan.

Mooney-flugvélar eiga þrjú heimsmet í flugsögunni

Sögu Mooney Aircraft má rekja heil 90 ár aftur í tímann en fyrirtækið var stofnað af bræðrunum Albert og Arthur Mooney árið 1929.

Móttaka gesta sem komu til að skoða verksmiðjurnar í Kerrville

Mooney hefur verið stórt merki í einkafluginu í Bandaríkjunum sl. áratugi og hafa Mooney-flugvélar verið á lista yfir bestu flugvélakaup fyrir einkaflugmenn með öðrum vélum frá framleiðendum á borð við Cessna, Piper, Beechcraft og Cirrus.

Mooney-flugvélarnar hafa slegið að minnsta kosti þrjú heimsmet í flugsögunni en Mooney framleiddi fyrstu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli sem kom með þrýstingsjöfnuðu rými sem var M22 Mustang vélin, hraðfleygustu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli en Mooney Acclaim Type S, flaggskip framleiðandans, sló það hraðamet árið 2009.

Nýjar Mooney-flugvélar í samsetningarsalnum

Þá sló Mooney M20K hraðamet er ein slík vél flaug frá Washington til San Francisco á aðeins 8 klukkustundum árið 1980 en engin einshreyfils flugvél hafði flogið eins fljótt yfir Bandaríkin á þeim tíma og hefur það met ekki enn verið slegið í sambærilegum flokki flugvéla.

Mooney-flugvélarnar hafa haldið útliti sínu að mestu frá árinu 1947 frá því Mooney Mite M-18 kom á markaðinn og einkennast vélarnar af framhallandi stéli. Vinsælasta Mooney-flugvélin, sem framleidd var í flestum eintökum, var Mooney M20 sem kom á markað árið 1955 en yfir 11.000 eintök voru smíðuð af þeirri vél.







  fréttir af handahófi

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

3. janúar 2020

|

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins f

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

5. febrúar 2020

|

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugv

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00