flugfréttir

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

- Sögu Mooney Aircraft má rekja aftur til ársins 1929

13. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:45

Verksmiðjur Mooney Aircraft í Kerrville í Bandaríkjunum

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Þetta kemur fram í fjölmiðlinum Kerrville Daily Times en Mooney hafði flugvélaverksmiðjur í bænum Kerrville í Texas. Fram kemur að sé hringt í aðalsíma fyrirtækisins kemur strax talhólf sem segir að í augnablikinu hafi öllu starfsfólki verið sagt upp og þar af leiðandi sé enginn til þess að svara í síma.

Eigandi verksmiðjanna, kínverska fyrirtækið Soaring American Corporation, segir að lokun verksmiðjanna sé tímabundin en talsmaður fyrirtækisins segir að 229 starfsmönnum hafi verið sagt upp og séu aðeins 90 eftir.

Flaggskip Mooney, 2019 árgerð af Acclaim Ultra flugvélinni

Þótt að útlitið sé ekki gott þá segir talsmaður fyrirtækisins að starfsemin muni hefjast að nýju þegar markaður eins hreyfils flugvéla tekur við sér að nýju. Vefurinn Wikipedia tilgreinir að dagar Mooney séu taldir og segir að framleiðslan hafi hætt þann 12. nóvember 2019.

Seldu aðeins tvær nýjar vélar á fyrri árshelmingi 2019

Mjög dræm sala hefur verið á nýjum Mooney-flugvélum en á fyrri árshelmingi 2019 seldi fyrirtækið aðeins tvær flugvélar, báðar af gerðinni Mooney M20 (Acclaim Ultra) sem er ein hraðfleygasta einshreyfils einkaflugvél heims sem kemur með bulluhreyfli en fyrirrennari hennar, Mooney M20, sló hraðamet er hún náði 237 hnúta hraða (true airspeed) í 25.000 feta hæð árið 2007.

Frá verksmiðjusalnum hjá Mooney Aircraft í Kerrville í Texas

Til samanburðar þá seldi flugvélaframleiðandinn Cirrus alls 203 flugvélar á fyrri helmingi þessa árs en þess má geta að Mooney seldi 14 flugvélar árið 2018.

Mooney M20 hefur selst í yfir 11.000 eintökum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mooney segir upp öllu starfsfólki en það gerðist einnig árið 2017 en þá hafði framleiðandinn ekki selt neina einustu flugvél í fimm ár á undan því en nýir eigendur, Soaring America Aircraft, tóku við rekstrinum fyrir tveimur árum síðan.

Mooney-flugvélar eiga þrjú heimsmet í flugsögunni

Sögu Mooney Aircraft má rekja heil 90 ár aftur í tímann en fyrirtækið var stofnað af bræðrunum Albert og Arthur Mooney árið 1929.

Móttaka gesta sem komu til að skoða verksmiðjurnar í Kerrville

Mooney hefur verið stórt merki í einkafluginu í Bandaríkjunum sl. áratugi og hafa Mooney-flugvélar verið á lista yfir bestu flugvélakaup fyrir einkaflugmenn með öðrum vélum frá framleiðendum á borð við Cessna, Piper, Beechcraft og Cirrus.

Mooney-flugvélarnar hafa slegið að minnsta kosti þrjú heimsmet í flugsögunni en Mooney framleiddi fyrstu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli sem kom með þrýstingsjöfnuðu rými sem var M22 Mustang vélin, hraðfleygustu einshreyfils flugvélina með bulluhreyfli en Mooney Acclaim Type S, flaggskip framleiðandans, sló það hraðamet árið 2009.

Nýjar Mooney-flugvélar í samsetningarsalnum

Þá sló Mooney M20K hraðamet er ein slík vél flaug frá Washington til San Francisco á aðeins 8 klukkustundum árið 1980 en engin einshreyfils flugvél hafði flogið eins fljótt yfir Bandaríkin á þeim tíma og hefur það met ekki enn verið slegið í sambærilegum flokki flugvéla.

Mooney-flugvélarnar hafa haldið útliti sínu að mestu frá árinu 1947 frá því Mooney Mite M-18 kom á markaðinn og einkennast vélarnar af framhallandi stéli. Vinsælasta Mooney-flugvélin, sem framleidd var í flestum eintökum, var Mooney M20 sem kom á markað árið 1955 en yfir 11.000 eintök voru smíðuð af þeirri vél.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga