flugfréttir
BelugaXL fær vottun frá EASA

BelugaXL í jómfrúarfluginu í fyrra
BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.
BelugaXL er ný kynslóð af Beluga-flugvélunum sem Airbus hefur notað til þess að ferja stóra
flugvélaíhluti á milli verksmiðja en BelugaXL byggir á Airbus A330 breiðþotunni.
Með vottun frá EASA mun Airbus geta farið að nota BelugaXL þoturnar á næsta ári en Airbus mun
framleiða alls sex slíkar þotur sem koma með Trent 700 hreyflum og verða þær notaðar
af dótturfyrirtækinu Airbus Transport International.
BelugaXL getur borið alls 51 tonn af frakt en flugvélin getur tekið fjóra farþega fyrir utan áhöfn sem sitja
fyrir aftan stjórnklefann.
Þoturnar koma ýmist með hámarksflugtaksþunga upp á 227 tonn og 205 tonn en allar vélarnar
koma með lendingarþunga upp á 187 tonn.


26. september 2019
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið varar flugmenn við þeim afleiðingum sem verkfallsaðgerðir geta haft en félagið

18. nóvember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

25. september 2019
|
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.