flugfréttir

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

- Mótmæltu innanlandsflugi á flugvellinum í Frankfurt

13. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:21

Mótmælendur fjölmenntu í flugstöðina á flugvellinum í Frankfurt þann 11. nóvember sl.

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

Það eru samtök sem nefna sig „Þýskaland: Ekki fljúga“ (á frummálinu: „Deutchland Fliegt Nicht“) sem stóðu fyrir mótmælunum en samtökin hvetja fólk til þess að sniðganga innanlandsflug í Þýskalandi eða lágmarkað það við að fljúga aðeins ef nauðsyn krefur.

Með því að sniðganga flugsamgöngur innanlands segja samtökin að það þýði að flugfélög muni fækka flugferðum sem þýðir minni mengun og minni hávaði frá flugvélum.

Samtökin hvetja til að mynda fólk til þess að fljúga ekki neitt í heila viku eftir áramót frá 10. febrúar til 16. febrúar og er skilaboðunum beint að almenningi, fyrirtækjum, samtökum og stjórnmálaflokkum í Þýskalandi.

Samtökin hvetja alla til þess að sniðganga allt innanlansdflug frá 10. til 16. febrúar á næsta ári í Þýskalandi

Farið er eftir hugmyndarfræði sem gengur út á að „gera ekki neitt“ sem talin er ein besta aðferðin við að mótmæla í stað þess að mótmæla harðlega í von um að reglugerðum verði breytt.

Samtökin ætla að skipuleggja friðsamleg mótmæli á fleiri flugvöllum í Þýskalandi næstu þrjá mánuðina en aðgerðirnar koma í kjölfar umræðna um „flugviskubit“ sem nefnist er flugfarþegar fá samviskubit yfir því að ferðast með flugvél vegna slæmra áhrifa sem umhverfissinnar vilja meina að flug hafi á umhverfið.

Fleiri myndir:Myndband:  fréttir af handahófi

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

Air India mun leggjast af ef ekki næst að einkavæða félagið

29. nóvember 2019

|

Air India mun neyðast til þess að hætta rekstri ef næstu tilraunir til þess að einkavæða ríkisflugfélagið ná ekki fram að ganga.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri