flugfréttir

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

- Mótmæltu innanlandsflugi á flugvellinum í Frankfurt

13. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:21

Mótmælendur fjölmenntu í flugstöðina á flugvellinum í Frankfurt þann 11. nóvember sl.

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

Það eru samtök sem nefna sig „Þýskaland: Ekki fljúga“ (á frummálinu: „Deutchland Fliegt Nicht“) sem stóðu fyrir mótmælunum en samtökin hvetja fólk til þess að sniðganga innanlandsflug í Þýskalandi eða lágmarkað það við að fljúga aðeins ef nauðsyn krefur.

Með því að sniðganga flugsamgöngur innanlands segja samtökin að það þýði að flugfélög muni fækka flugferðum sem þýðir minni mengun og minni hávaði frá flugvélum.

Samtökin hvetja til að mynda fólk til þess að fljúga ekki neitt í heila viku eftir áramót frá 10. febrúar til 16. febrúar og er skilaboðunum beint að almenningi, fyrirtækjum, samtökum og stjórnmálaflokkum í Þýskalandi.

Samtökin hvetja alla til þess að sniðganga allt innanlansdflug frá 10. til 16. febrúar á næsta ári í Þýskalandi

Farið er eftir hugmyndarfræði sem gengur út á að „gera ekki neitt“ sem talin er ein besta aðferðin við að mótmæla í stað þess að mótmæla harðlega í von um að reglugerðum verði breytt.

Samtökin ætla að skipuleggja friðsamleg mótmæli á fleiri flugvöllum í Þýskalandi næstu þrjá mánuðina en aðgerðirnar koma í kjölfar umræðna um „flugviskubit“ sem nefnist er flugfarþegar fá samviskubit yfir því að ferðast með flugvél vegna slæmra áhrifa sem umhverfissinnar vilja meina að flug hafi á umhverfið.

Fleiri myndir:Myndband:  fréttir af handahófi

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

Isavia tryggir fjármögnun hjá Evrópska fjárfestingabankanum

19. maí 2020

|

Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna en um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn

Framleiðslan hjá Airbus mun dragast saman um 40 prósent

30. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt um 40 prósenta samdrátt á framleiðslu og afhendingum á nýjum farþegaþotum á næstu tveimur árum og mögulega stefni í uppsagnir á tugþúsundum starfsmanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00