flugfréttir

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

- Kom auga á köttinn í ferðatöskunni á hótelherbergi í Sydney

15. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Vinur flugmannsins lét hann vita eftir að hann kom hvergi auga á hann þegar hann ætlaði að gefa honum að borða

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa húsið.

Þetta kemur fram í frétt á vefnum Paddley Your Own Kanoo sem greinir frá því að þetta fréttist eftir að skilaboðum var lekið sem starfsmenn í flugrekstrardeild félagsins höfðu sent sín á milli.

Flugmaðurinn starfar sem aðstoðarflugmaður á Airbus A380 risaþotu hjá Etihad Airways en talið er að kötturinn hafi farið ofan í farangurinn er hann var að pakka niður skömmu áður en hann hélt af stað út á flugvöllinn í Abu Dhabi.

Flugmaðurinn kom auga á köttinn sinn í ferðatöskunni á hótelherbergi í Sydney

Taskan var sett í farangurshólfið á risaþotunni og lifði kötturinn af 14 klukkutíma flug til Ástralíu en félagi flugmannsins hringdi í hann skömmu eftir að hann var lentur til að segja að hann hefði ekki komið auga á köttinn á heimilinu þegar hann ætlaði að gefa honum að borða.

Skömmu síðar þegar flugmaðurinn var að taka upp úr farangrinum á hótelherbergi kom hann auga á kisa í töskunni og og var hann því búinn að ferðast yfir 12.000 kílómetra leið frá heimilinu sínu yfir hálfan hnöttinn.

Það verður þó einhver tími þangað til að flugmaðurinn getur flutt köttinn sinn aftur heim þar sem lög um innflutning dýra eru mjög ströng í Ástralíu og þarf hann því að fara í sóttkví ásamt tilheyrandi bólusetningu og pappírsvinnu.

Risaþotan Airbus A380 frá Etihad Airways í lendingu á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney  fréttir af handahófi

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

JetSMART kaupir dótturfélag Norwegian í Argentínu

5. desember 2019

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur selt alla starfsemina sína í Argentínu til samkeppnisflugfélagsins JetSMART sem hefur því tekið yfir rekstri dótturfélagsins Norwegian Air Argentina, aðeins 14 mánu

Nýr framkvæmdarstjóri yfir stefnumótun hjá Isavia

3. nóvember 2019

|

Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri