flugfréttir

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

- Kom auga á köttinn í ferðatöskunni á hótelherbergi í Sydney

15. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Vinur flugmannsins lét hann vita eftir að hann kom hvergi auga á hann þegar hann ætlaði að gefa honum að borða

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa húsið.

Þetta kemur fram í frétt á vefnum Paddley Your Own Kanoo sem greinir frá því að þetta fréttist eftir að skilaboðum var lekið sem starfsmenn í flugrekstrardeild félagsins höfðu sent sín á milli.

Flugmaðurinn starfar sem aðstoðarflugmaður á Airbus A380 risaþotu hjá Etihad Airways en talið er að kötturinn hafi farið ofan í farangurinn er hann var að pakka niður skömmu áður en hann hélt af stað út á flugvöllinn í Abu Dhabi.

Flugmaðurinn kom auga á köttinn sinn í ferðatöskunni á hótelherbergi í Sydney

Taskan var sett í farangurshólfið á risaþotunni og lifði kötturinn af 14 klukkutíma flug til Ástralíu en félagi flugmannsins hringdi í hann skömmu eftir að hann var lentur til að segja að hann hefði ekki komið auga á köttinn á heimilinu þegar hann ætlaði að gefa honum að borða.

Skömmu síðar þegar flugmaðurinn var að taka upp úr farangrinum á hótelherbergi kom hann auga á kisa í töskunni og og var hann því búinn að ferðast yfir 12.000 kílómetra leið frá heimilinu sínu yfir hálfan hnöttinn.

Það verður þó einhver tími þangað til að flugmaðurinn getur flutt köttinn sinn aftur heim þar sem lög um innflutning dýra eru mjög ströng í Ástralíu og þarf hann því að fara í sóttkví ásamt tilheyrandi bólusetningu og pappírsvinnu.

Risaþotan Airbus A380 frá Etihad Airways í lendingu á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney  fréttir af handahófi

Stefna á fyrsta flug Boeing 777X á fimmtudag

21. janúar 2020

|

Boeing hefur lýst því yfir að búið sé að ákveða jómfrúarflug Boeing 777X næstkomandi fimmtudag, þann 23. janúar, og mun arftaki Boeing 777 þotunnar fljúga þá sitt fyrsta flug ef veður leyfir.

22 milljarðar í nýja flugstöð á Trínidad og Tóbagó eyjum

4. febrúar 2020

|

Ríkisstjórnin á Trínidad og Tóbagó hefur samþykkt að verja 22 milljörðum króna í nýja flugstöð sem mun rísa á A.N.R Robinson flugvellinum í bænum Crown Point á Tóbagó-eyju í þeim tilgangi að efla ferð

Icelandair tekur á leigu Boeing 737-800 þotur

17. desember 2019

|

Icelandair hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 fyrir næsta sumar og er unnið að því að ganga frá leigu á þriðju þotu sömu gerðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00