flugfréttir
Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney
- Qantas flaug sitt annað „Project Sunrise“ tilraunarflug í gær

Dreamliner-þotan lendir á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney í nótt að íslenskum tíma eftir 19:19 klst flug frá London Heathrow
Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mjög löngum flugleiðum með þægindi farþega að leiðarljósi.
Flugið er hluti að verkefninu „Project Sunrise“ og var flugið í gær flogið með Dreamliner-þotu af gerðinni
Boeing 787-9 en í október flaug félagið fyrsta tilraunarflugið sem var beint flug milli Sydney og New York og er það þriðja fyrirhugað í desember.
Flugtíminn frá London Heathrow til Sydney var 19 klukkustundir og 19 mínútur og myndi slíkt farþegaflug
stytta ferðatímannum um heilar 3 klukkustundir en þetta er aðeins í 3. skiptið sem að flogið er beint
flug á milli Sydney og London Heathrow eftir sögulegt flug sem Qantas flaug árið 1989 sem var í það skiptið
flogið með Boeing 747-400 júmbó-þotu.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, var meðal þeirra sem var um borð í fluginu en að öðru leyti voru flest sætin tóm
Um 1.000 starfsmenn Qantas tóku fagnandi á móti þotunni er hún lenti í Sydney klukkan 1:28 í nótt
að íslenskum tíma (kl. 12:28 að áströlskum tíma) og það degi fyrir 99 ára afmæli Qantas sem byrjar sitt
eitt hundraðasta starfsár á laugardag.
Boeing 787-9 þotan sem flaug flugið ber skráninguna VH-ZNJ en hún kemur splunkuný frá Boeing
og hefur aldrei áður lent á ástralskri grund.
Í stað þess að fljúga hefðbundið afheningarflug yfir Kyrrahafið var ákvaðið að nota þá þotu til þess að
fljúga tilraunarflugið og var henni flogið til London fyrir beina flugið til Sydney austur á bóginn.

Flogið var yfir ellefu lönd á leiðinni frá Bretlandi til Ástralíu
Hið 19 klukkustunda langa flug var flogið yfir 11 lönd sem eru ásamt Englandi, Holland, Þýskaland, Pólland,
Hvíta-Rússland, Rússland, Kazakhstan, Kína, Filippseyjar og Indónesía og kom þotan að strönd
Ástralíu nálægt Darwin.
Fram kemur að þotan hafi lent með 6.300 kíló af eldsneyti eftir í tönkunum sem samsvarar flugtíma upp á
eina klukkstund og 45 mínútur til viðbótar.
Flugferill vélarinnar á Flightradar24.com


27. september 2019
|
Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

4. nóvember 2019
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

21. nóvember 2019
|
Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.