flugfréttir

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

- Fáar pantanir á fyrsta degi sýningarinnar

18. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:01

Frá opnunaratriðinu á fyrsta degi Dubai Airshow í gær

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

Yfir 13 þúsund fyrirtæki í fluginu og sýningaraðilar taka þátt í sýningunni að þessu sinni sem stendur yfir til 21. nóvember og er búist við yfir 87.000 sýningargestum. Þá verða yfir 165 flugvélar og önnur loftför til sýnis á svæðinu.

Ekki var mikið um stórar pantanir í gær á fyrsta degi flugsýningarinnar sem er í samræmi við spár manna þar sem mörg af stærstu flugfélögum heims hafa nú þegar pantað mikið af flugvélum sl. ár sem verða afhentar á næstu árum.

Eina pöntunin sem gerð var í gær á fyrsta degi sýningarinnar var pöntun frá Biman Bangladesh sem tilkynnti um pöntun á tveimur Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.

Boeing fékk eina pöntun í gær frá Biman Bangladesh sem pantaði tvær Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9

Flugsérfræðingurinn Charles Forrester segir að nokkur breyting sé að verða í flugiðnaðinum þar sem mörg flugfélög eru að fara að snúa sér að minni flugvélum í stað breiðþotna og fljúga þá frekar fleiri ferðir fyrir lægri rekstrarkostnað.

Gert er hinsvegar ráð fyrir því að arabíska lágfargjaldafélagið Air Arabia muni tilkynna um risapöntun í allt að 100 flugvélar frá Airbus úr A320neo-fjölskyldunni og þá er einnig gert ráð fyrir að Emirates muni leggja inn pöntun í Airbus A350 þotuna og A330neo breiðþotuna.

Dubai Airshow fer fram á tveggja ára fresti en seinast, árið 2017, voru gerðar pantanir í nýjar flugvélar fyrir 113.8 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 14.044 milljörðum króna.  fréttir af handahófi

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Airbus mælir með „vökvafríu“ svæði í stjórnklefum á A350

6. febrúar 2020

|

Airbus hefur fyrirskipað öllum þeim flugfélögum sem hafa Airbus A350 þotuna í flota sínum að tilgreina sérstakt vökvafrítt svæði í stjórnklefanum í kjölfar tveggja tilfella sem hafa komið upp nýlega

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00