flugfréttir

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

- Fáar pantanir á fyrsta degi sýningarinnar

18. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:01

Frá opnunaratriðinu á fyrsta degi Dubai Airshow í gær

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

Yfir 13 þúsund fyrirtæki í fluginu og sýningaraðilar taka þátt í sýningunni að þessu sinni sem stendur yfir til 21. nóvember og er búist við yfir 87.000 sýningargestum. Þá verða yfir 165 flugvélar og önnur loftför til sýnis á svæðinu.

Ekki var mikið um stórar pantanir í gær á fyrsta degi flugsýningarinnar sem er í samræmi við spár manna þar sem mörg af stærstu flugfélögum heims hafa nú þegar pantað mikið af flugvélum sl. ár sem verða afhentar á næstu árum.

Eina pöntunin sem gerð var í gær á fyrsta degi sýningarinnar var pöntun frá Biman Bangladesh sem tilkynnti um pöntun á tveimur Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.

Boeing fékk eina pöntun í gær frá Biman Bangladesh sem pantaði tvær Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9

Flugsérfræðingurinn Charles Forrester segir að nokkur breyting sé að verða í flugiðnaðinum þar sem mörg flugfélög eru að fara að snúa sér að minni flugvélum í stað breiðþotna og fljúga þá frekar fleiri ferðir fyrir lægri rekstrarkostnað.

Gert er hinsvegar ráð fyrir því að arabíska lágfargjaldafélagið Air Arabia muni tilkynna um risapöntun í allt að 100 flugvélar frá Airbus úr A320neo-fjölskyldunni og þá er einnig gert ráð fyrir að Emirates muni leggja inn pöntun í Airbus A350 þotuna og A330neo breiðþotuna.

Dubai Airshow fer fram á tveggja ára fresti en seinast, árið 2017, voru gerðar pantanir í nýjar flugvélar fyrir 113.8 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 14.044 milljörðum króna.  fréttir af handahófi

Nýtt íslenskt flugfélag heitir Play

5. nóvember 2019

|

Forsvarsmenn nýs íslensks flugfélags kynntu rétt fyrir hádegi í dag fyrirhugaða starfsemi á félaginu sem hefur fengið nafnið „Play“ og er um að ræða nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag.

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

25. september 2019

|

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugf

Gætu misst flugrekstarleyfið vegna seinkana á greiðslu launa

29. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong íhuga nú að svipta flugfélaginu Hong Kong Airlines flugrekstarleyfinu eftir að félagið tilkynnti að það muni seinka launagreiðslum til starfsmanna vegna slæmrar afkomu s

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri