flugfréttir

Bjartsýnir á að Boeing 737 MAX eigi eftir að ná sér á strik aftur

- Sjá fram á að sala á Boeing 737 MAX eigi eftir að glæðast á ný

18. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Randy Tinseth, varaforstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing á blaðamannafundi á Dubai Airshow flugsýningunni í gær

Randy Tinseth, varaforstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, segir að framleiðandinn sé bjartsýnn á að Boeing 737 MAX þotan eigi eftir að ná sér á strik þegar á líður og að pantanir eigi eftir að taka við sér einnig eftir að vélarnar fara að fljúga á ný.

Mjög fáar pantanir hafa borist í Boeing 737 MAX frá því að vélarnar voru kyrrsettar fyrir 8 mánuðum síðan í mars í vor en þess má geta að International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, gerði samkomulag um pöntun á 200 Boeing 737 MAX þotum á flugsýningunni í París í sumar.

Töluverður munur er á fjölda pantanna í Boeing 737 MAX og Airbus A320neo en flugvélaframleiðandinn evrópski er komin með pantanir í 7.022 eintök af þotum úr A320neo-fjölskyldunni á meðan flugfélög hafa pantað 4.930 eintök af Boeing 737 MAX.

„Það sem er algjörlega númer eitt í forgangi hjá okkur núna er að koma vélinni aftur í loftið með öruggum hætti. Um leið og það er búið og afhendingar hefjast að nýju þá höfum við fulla trú á því að staða okkar, og velgengni Boeing 737 MAX þotunnar, muni koma að sjálfu sér miðað við þá yfirburði sem hún hefur á markaðnum“, segir Tinseth.

Boeing stefnir á að 737 MAX verði komin með vottun frá flugmálayfirvöldum fyrir áramót og að vélarnar geti farið að fljúga á ný innan tveggja til þriggja mánaða.

„Við erum að vinna í nánu sambandi við flugmálayfirvöld og einnig að því að setja upp þjálfunarverkefni fyrir áhafnir svo við náum að halda okkur við tímarammann í janúar. Þetta fer samt sem áður allt eftir þróun mála hjá flugmálayfirvöldum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Kórónaveiran getur valdið röskun á afhendingum hjá Boeing

13. febrúar 2020

|

Boeing varaði við því í gær að áhrif útbreiðslu kórónaveirunnar gæti farið að hafa áhrif á afhendingar á nýjum farþegaþotum á fyrsta ársfjórðungi ársins og þá sérstaklega er kemur að afhendingum á fl

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00