flugfréttir

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

- Segja það hættulegt að reglur um vaktatíma gildi ekki fyrir fraktflugmenn

20. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Fraktflugmenn og formenn samtaka flugmanna í Bandaríkjunum krefjast þess að sömu reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugmenn

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir sömu reglugerðir og þær sem eiga við flugmenn sem fljúga farþegaflugvélum.

Nokkur samtök flugmann, þar á meðal Air Lines Pilots Association International (ALPA), Coatlition of Airlines Pilots Associations (CAPA), Independent Pilots Association (IPA) auk fleiri samtaka í fluginu bera nú undir bandaríska þingið tillögur um að sömu reglugerðir verði látnar gilda einnig í fraktflugi.

Allir flugmenn, sem fljúga atvinnuflug, mega aðeins vera við stjórnvölinn í tiltekin fjölda klukkustunda og eru strangar reglur í gildi um hvíldartíma og vaktir áhafna en flugmenn, sem fljúga eingöngu fraktflug í Bandaríkjunum, eru undanþegnir þessum reglum.

Í greinargerð kemur fram að reglugerðir eigi ekki við fraktflugmenn þrátt fyrir að þeir deili sömu lofthelgi með öðrum flugvélum, fljúgi sömu flugleiðir og til sömu flugvalla og farþegaflugvélar.

Fraktþota frá United Parcel Service (UPS)

Tillagan, sem nefnist „The Safe Skies Act“, gerir athugasemdir við hversvegna reglur um hvíldartíma eiga ekki við fraktflugmenn.

Joe DePete, flugstjóri og formaður ALPA, bendir á að tölfræðilega séð þá hefur komið í ljós að ef reglur um hvíldartíma væru til staðar í farþegafluginu, líkt og staðan er í fraktfluginu, þá myndu 277 flugslys til viðbótar eiga sér stað á næstu 10 árum sem væru rakin til þreytu meðal flugmanna.

Flugmenn hjá United Parcel Services (UPS) og Atlas Air styðja tillöguna sem verið er að bera undir bandaríska þingið en einn flugmaður hjá Atlas Air segir að núverandi reglur um hvíldartíma fyrir flugmenn séu mjög ruglandi fyrir þá flugmenn sem fljúga bæði fraktflug og farþegaflug.  fréttir af handahófi

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

2. desember 2019

|

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir st

Flugnemi í sólóflugi missti hjól undan kennsluflugvél

28. nóvember 2019

|

Flugnemi í Ástralíu náði giftusamlega að lenda kennsluflugvél síðastliðna helgi eftir að vinstra hjólið á vélinni losnaði af skömmu eftir flugtak.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00