flugfréttir

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

- Segja það hættulegt að reglur um vaktatíma gildi ekki fyrir fraktflugmenn

20. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Fraktflugmenn og formenn samtaka flugmanna í Bandaríkjunum krefjast þess að sömu reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugmenn

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir sömu reglugerðir og þær sem eiga við flugmenn sem fljúga farþegaflugvélum.

Nokkur samtök flugmann, þar á meðal Air Lines Pilots Association International (ALPA), Coatlition of Airlines Pilots Associations (CAPA), Independent Pilots Association (IPA) auk fleiri samtaka í fluginu bera nú undir bandaríska þingið tillögur um að sömu reglugerðir verði látnar gilda einnig í fraktflugi.

Allir flugmenn, sem fljúga atvinnuflug, mega aðeins vera við stjórnvölinn í tiltekin fjölda klukkustunda og eru strangar reglur í gildi um hvíldartíma og vaktir áhafna en flugmenn, sem fljúga eingöngu fraktflug í Bandaríkjunum, eru undanþegnir þessum reglum.

Í greinargerð kemur fram að reglugerðir eigi ekki við fraktflugmenn þrátt fyrir að þeir deili sömu lofthelgi með öðrum flugvélum, fljúgi sömu flugleiðir og til sömu flugvalla og farþegaflugvélar.

Fraktþota frá United Parcel Service (UPS)

Tillagan, sem nefnist „The Safe Skies Act“, gerir athugasemdir við hversvegna reglur um hvíldartíma eiga ekki við fraktflugmenn.

Joe DePete, flugstjóri og formaður ALPA, bendir á að tölfræðilega séð þá hefur komið í ljós að ef reglur um hvíldartíma væru til staðar í farþegafluginu, líkt og staðan er í fraktfluginu, þá myndu 277 flugslys til viðbótar eiga sér stað á næstu 10 árum sem væru rakin til þreytu meðal flugmanna.

Flugmenn hjá United Parcel Services (UPS) og Atlas Air styðja tillöguna sem verið er að bera undir bandaríska þingið en einn flugmaður hjá Atlas Air segir að núverandi reglur um hvíldartíma fyrir flugmenn séu mjög ruglandi fyrir þá flugmenn sem fljúga bæði fraktflug og farþegaflug.  fréttir af handahófi

South African mun heyra sögunni til í stað nýs flugfélags

4. maí 2020

|

Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur komist að samkomulagi um að stöðva starfsemi South African Airways og stofna þess í stað nýtt flugfélag fyrir landið en fram kemur að samkomulag þess efnis hafi náðst á

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Virgin keppist við að finna fjármagn upp á 154 milljarða

29. júní 2020

|

Virgin Atlantic Airways berst nú í bökkum og leitar flugfélagið breska nú að fjármagni með aðstoð frá einkafjárfestum til þess að styrkja reksturinn sem hefur verulega orðið fyrir barðinu á kórónavei

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00