flugfréttir

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

- Var handtekinn á flugvellinum í Delí með falsaðan passa merktan Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:48

Uppátæki Rajan Mabhubani þykir svipa til gjörðir Frank Abegnale sem leikinn var af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Maðurinn, sem heitir Rajan Mahbubani og er 48 ára, var klæddur í flugmannsbúning er hann var stöðvaður og þóttist hann vera flugmaður hjá Lufthansa.

Mahbubani hefur viðurkennt að hafa 15 sinnum flogið með farþegaflugi og með því notið margs konar fríðinda á borð við að vera uppfærður upp í fyrsta farrými, sloppið við raðir í öryggisleit á flugvöllum og fengið að fara fyrstur um borð á undan öðrum farþegum.

Atvikið þykir minna óneitanlega á kvikmyndina „Catch Me If You Can“ sem byggir á sannsögulegum atburðum um Frank Abegnale sem ferðaðist frítt um allan heim, klæddur sem flugmaður hjá Pan American Airways en Abegnale var leikinn af Leonardo DiCaprio.

Mahbubani var mjög virðulegur í tauinu og ekki
furða að margir hafi haldið að hann væri
flugmaður

Mahbubani stærði sig af uppátækjum sínum með því að birta myndir og myndbönd sem hann sendi félögum sínum á samfélagsmiðlum en svo virðist sem að gamanið sé núna á enda.

Kynnti sig oftast sem þjálfunarflugstjóri hjá Lufthansa

Er Mahbubani var stöðvaður á flugvellinum í Delí var hann með starfsmannapassa utan um hálsinn sem var merktur Lufthansa en hann sagðist hafa keypt hann á markaði í Bangkok og hafi hann með þessu flogið nokkrum sinnum frá flugvöllunum í Delí og í Kalkútta.

Mahbubani sagðist hafa kynnt sig oft sem ráðgjafa og þjálfunarflugstjóra hjá Lufthansa en hann var stöðvaður á mánudaginn er starfsmaður á flugvellinum ákvað að hafa samband við Lufthansa til að athuga bakgrunn hans og deili á honum hjá flugfélaginu þýska.

Lufthansa sendi starfsmenn sína á vettvang til að hitta „flugstjórann“ við hlið nr. 52 þar sem hann ætlaði að fara um borð í flug hjá AirAsia India en fljótlega játaði Mahbubani að hann væri að þykjast að vera flugmaður.

Mahbubani var afhentur lögregluyfirvöldum og mun hefjast rannsókn á því hvernig honum tókst að fara framhjá öryggisleit og nýta sér 15 flugferðir auk fríðinda um borð og á flugvöllum. Hann verður bæði yfirheyrður af lögreglu og indversku leyniþjónustunni.

Fram kemur að Mahbubani hafi haldið úti sjónvarpsrás á YouTube þar sem hann hefur framleitt og klippt mörg myndbönd um flugvélar og er hann áhugamaður um flug.

Mahbubani leiddur í burtu af lögreglunni á Indira Gandhi flugvellinum í Delí sl. mánudag  fréttir af handahófi

A350 þota British Airways skemmdist í málningu hjá Airbus

23. nóvember 2019

|

Nýjasta Airbus A350-1000 þota British Airways varð fyrir skemmdum í málningarvinnu hjá Airbus í Toulouse en vélin skemmdist þegar verið var að leggja lokahönd á að mála vélina í litum félagsins rétt

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

GE9x-hreyfill skemmdist í flutningi í harkalegri lendingu

8. nóvember 2019

|

Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri