flugfréttir

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

- Var handtekinn á flugvellinum í Delí með falsaðan passa merktan Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:48

Uppátæki Rajan Mabhubani þykir svipa til gjörðir Frank Abegnale sem leikinn var af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Maðurinn, sem heitir Rajan Mahbubani og er 48 ára, var klæddur í flugmannsbúning er hann var stöðvaður og þóttist hann vera flugmaður hjá Lufthansa.

Mahbubani hefur viðurkennt að hafa 15 sinnum flogið með farþegaflugi og með því notið margs konar fríðinda á borð við að vera uppfærður upp í fyrsta farrými, sloppið við raðir í öryggisleit á flugvöllum og fengið að fara fyrstur um borð á undan öðrum farþegum.

Atvikið þykir minna óneitanlega á kvikmyndina „Catch Me If You Can“ sem byggir á sannsögulegum atburðum um Frank Abegnale sem ferðaðist frítt um allan heim, klæddur sem flugmaður hjá Pan American Airways en Abegnale var leikinn af Leonardo DiCaprio.

Mahbubani var mjög virðulegur í tauinu og ekki
furða að margir hafi haldið að hann væri
flugmaður

Mahbubani stærði sig af uppátækjum sínum með því að birta myndir og myndbönd sem hann sendi félögum sínum á samfélagsmiðlum en svo virðist sem að gamanið sé núna á enda.

Kynnti sig oftast sem þjálfunarflugstjóri hjá Lufthansa

Er Mahbubani var stöðvaður á flugvellinum í Delí var hann með starfsmannapassa utan um hálsinn sem var merktur Lufthansa en hann sagðist hafa keypt hann á markaði í Bangkok og hafi hann með þessu flogið nokkrum sinnum frá flugvöllunum í Delí og í Kalkútta.

Mahbubani sagðist hafa kynnt sig oft sem ráðgjafa og þjálfunarflugstjóra hjá Lufthansa en hann var stöðvaður á mánudaginn er starfsmaður á flugvellinum ákvað að hafa samband við Lufthansa til að athuga bakgrunn hans og deili á honum hjá flugfélaginu þýska.

Lufthansa sendi starfsmenn sína á vettvang til að hitta „flugstjórann“ við hlið nr. 52 þar sem hann ætlaði að fara um borð í flug hjá AirAsia India en fljótlega játaði Mahbubani að hann væri að þykjast að vera flugmaður.

Mahbubani var afhentur lögregluyfirvöldum og mun hefjast rannsókn á því hvernig honum tókst að fara framhjá öryggisleit og nýta sér 15 flugferðir auk fríðinda um borð og á flugvöllum. Hann verður bæði yfirheyrður af lögreglu og indversku leyniþjónustunni.

Fram kemur að Mahbubani hafi haldið úti sjónvarpsrás á YouTube þar sem hann hefur framleitt og klippt mörg myndbönd um flugvélar og er hann áhugamaður um flug.

Mahbubani leiddur í burtu af lögreglunni á Indira Gandhi flugvellinum í Delí sl. mánudag  fréttir af handahófi

SAS fær vilyrði fyrir láni upp á 49 milljarða

6. maí 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur náð samkomulagi um aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 3,3 milljarða sænskra króna frá fjórum bönkum á Norðurlöndunum sem á að tryggja rekstur félagsins til næstu þrig

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Fjórar flugvélategundir munu hverfa úr flota American

5. maí 2020

|

American Airlines hefur ákveðið að hætta með fjórar flugvélategundir vegna samdráttar í eftirspurn eftir flugi vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00