flugfréttir

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

- Tókst að endurnýta 90% af þotunni í varahluti

21. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:40

Það tók Tarmac Aerosave alls 11 mánuði að rífa alla þá íhluti og einingar sem hægt var að endurnýta

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

Risaþotan er ein af þeim fjórum sem Singapore Airlines skilaði aftur til eigenda vélanna sem er þýska fyrirtækið Dr. Peters Group í Þýskalandi eftir að hafa haft vélarnar í flotanum frá árinu 2008 en ekki tókst á sínum tíma að leigja vélina aftur út þar sem markaður fyrir notaðar A380 risaþotur virðist mjög takmarkaður.

Risaþotunum var flogið til Tarbes í Frakklandi á sínum tíma þar sem fyrirtækið Tarmac Aerosave hefur séð um að rífa risaþoturnarnar til að endurnýta varahluti en alls tókst að endurnýta 90% af öllum þeim varahlutum og íhlutum sem hægt var að fjarlægja úr fyrstu A380 risaþotunni og fara varahlutirnir allir á markað með notaða varahluti fyrir aðrar A380 sem eru í umferð.

Tarmac hefur ekki notast við hefðbundnar aðferðir við að rífa A380 þotuna í sundur líkt og þekkist í flugvélakirkjugörðum í Ameríku þar sem skrokkurinn er rifinn í sundur með stórtækum vinnuvélum en þess í stað var um mjög vandvirkt ferli að ræða í þeim tilgangi að nýta fleiri einingar en vanalega er gert.

Með þeirri aðferð var hægt að endurnýta einingar úr búknum sjálfum, vökvakerfi, víra og rafmagnskapla, hluta úr vængnum á borð við vængenda og fleiri íhluti og er því eina sem eftir er skrokkurinn sjálfur og vængirnir og verður búkurinn færður í geymslu og varðveittur áfram.

Skrokkurinn sjálfur er það eina sem er eftir og verður hann færður til geymslu

Í fyrstu voru allir vökvar tæmdir af vélinni og því næst var byrjað að skrúfa alla þá hluta sem hreyfast af vélinni, gluggar fjarlægðir og sæti og allt það sem hægt er að selja sem fyrst til flugrekanda sem einnig hafa Airbus A380 í flota sínum.

Tarmace Aerosave býður einnig upp á geymsluþjónustu og eru núna nokkrar „hvítar“ Airbus A380 risaþotur í geymslu sem bíða örlaga sinna en fyrirtækið hefur geymslusvæði bæði á flugvellinum í Tarbes og einnig í Teruel á Spáni.

Verið er að undirbúa niðurrif á annarri A380 risaþotu sem var í flota Singapore Airlines en þess má geta að aðeins ein A380 risaþota í heiminum hefur verið seld á notuðum markaði sem fór til portúgölsku flugvélaleigunnar Hi Fly.

Risaþotan flaug í 10 ár fyrir Singapore Airlines sem skilaði henni aftur eftir að leigusamningurinn rann út  fréttir af handahófi

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

Air France mun hefja flug að nýju til 150 áfangastaða

12. júní 2020

|

Air France hefur gefið út yfirlýsingu varðandi fyrirhugaða flugáætlun fyrir sumarið 2020 og segir flugfélagið franska að byrjað verði að fljúga til 150 áfangastaða eftir nokkra daga.

Engir farþegar í miðjusætinu hjá easyJet þegar flug hefst að nýju

16. apríl 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið hafi orðið sér úti um lán til þess að tryggja reksturinn í heila 9 mánuði vegna heimsfaraldursins COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00