flugfréttir

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

- Tókst að endurnýta 90% af þotunni í varahluti

21. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:40

Það tók Tarmac Aerosave alls 11 mánuði að rífa alla þá íhluti og einingar sem hægt var að endurnýta

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

Risaþotan er ein af þeim fjórum sem Singapore Airlines skilaði aftur til eigenda vélanna sem er þýska fyrirtækið Dr. Peters Group í Þýskalandi eftir að hafa haft vélarnar í flotanum frá árinu 2008 en ekki tókst á sínum tíma að leigja vélina aftur út þar sem markaður fyrir notaðar A380 risaþotur virðist mjög takmarkaður.

Risaþotunum var flogið til Tarbes í Frakklandi á sínum tíma þar sem fyrirtækið Tarmac Aerosave hefur séð um að rífa risaþoturnarnar til að endurnýta varahluti en alls tókst að endurnýta 90% af öllum þeim varahlutum og íhlutum sem hægt var að fjarlægja úr fyrstu A380 risaþotunni og fara varahlutirnir allir á markað með notaða varahluti fyrir aðrar A380 sem eru í umferð.

Tarmac hefur ekki notast við hefðbundnar aðferðir við að rífa A380 þotuna í sundur líkt og þekkist í flugvélakirkjugörðum í Ameríku þar sem skrokkurinn er rifinn í sundur með stórtækum vinnuvélum en þess í stað var um mjög vandvirkt ferli að ræða í þeim tilgangi að nýta fleiri einingar en vanalega er gert.

Með þeirri aðferð var hægt að endurnýta einingar úr búknum sjálfum, vökvakerfi, víra og rafmagnskapla, hluta úr vængnum á borð við vængenda og fleiri íhluti og er því eina sem eftir er skrokkurinn sjálfur og vængirnir og verður búkurinn færður í geymslu og varðveittur áfram.

Skrokkurinn sjálfur er það eina sem er eftir og verður hann færður til geymslu

Í fyrstu voru allir vökvar tæmdir af vélinni og því næst var byrjað að skrúfa alla þá hluta sem hreyfast af vélinni, gluggar fjarlægðir og sæti og allt það sem hægt er að selja sem fyrst til flugrekanda sem einnig hafa Airbus A380 í flota sínum.

Tarmace Aerosave býður einnig upp á geymsluþjónustu og eru núna nokkrar „hvítar“ Airbus A380 risaþotur í geymslu sem bíða örlaga sinna en fyrirtækið hefur geymslusvæði bæði á flugvellinum í Tarbes og einnig í Teruel á Spáni.

Verið er að undirbúa niðurrif á annarri A380 risaþotu sem var í flota Singapore Airlines en þess má geta að aðeins ein A380 risaþota í heiminum hefur verið seld á notuðum markaði sem fór til portúgölsku flugvélaleigunnar Hi Fly.

Risaþotan flaug í 10 ár fyrir Singapore Airlines sem skilaði henni aftur eftir að leigusamningurinn rann út  fréttir af handahófi

Þotu snúið við eftir að farsími fannst um borð

23. október 2019

|

Breiðþotu af gerðinni Airbus A330 frá Air France var snúið við til Írlands á leið sinni til Bandaríkjanna um helgina eftir að í ljós kom að farsími fannst í vélinni sem enginn farþegi um borð né neinn

FAA lætur loka fyrirtæki sem seldi skynjara fyrir 737 MAX

11. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa látið loka fyrir starfsemi bandaríska fyrirtækisins Xtra Aviation, fyrirtækið sem seldi áfallshornsskynjara fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og þar á meðal til indó

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00