flugfréttir

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

- Verksmiðja sem framleiðir stórar einingar fyrir Boeing 747-8 lokar starfsemi

21. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

Boeing á eftir að setja saman 18 júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-8

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

Það er þó ekki stefna Boeing að hætta að framleiða júmbó-þotuna en vandamálið snýst um að Triumph Aerostructures, fyrirtækið sem hefur framleitt skrokkinn á jumbó-þotunni til margra ára auk fleiri eininga, ætlar að hætta starfsemi sinni í Kaliforníu þann 6. desember næstkomandi en þar hafa stærstu einingarnar fyrir Boeing 747 verið framleiddar.

Boeing stendur frammi fyrir því að taka erfiða ákvörðun varðandi hvort þeir ætla að halda framleiðslunni á Boeing 747-8 áfram og þá hvernig þeir fara að því án Triumph Aerostructures.

Boeing hefur í augnablikinu næga parta til þess að smíða næstu Boeing 747-8 þotur sem hafa verið pantaðar en á endanum verða þeir uppiskroppa með íhluti ef fleiri pantanir berast.

Uppboð mun fara fram á verksmiðjutækjum og á húsnæði Triumph Aerostructures í Hawthrone í Kaliforníu og verða því bæði smá áhöld og verkfærði seld hæstbjóðanda og allt upp í stórar róbóta sem hafa verið notaðir í að framleiða flugvélaparta.

Framhlutaeining af Boeing 747-8 í samsetningarsal Boeing í Everett

Boeing á eftir að smíða átján Boeing 747-8 júmbó-þotur sem pantaðar hafa verið en ef ekki koma fleiri pantanir mun hlé verða gert á framleiðslunni eða hún stöðvuð burt séð frá lokun verksmiðjunnar í Hawthorne.

Triumph vinnur nú að því að klára að smíða einingar fyrir þær 18 júmbó-þotur sem Boeing á eftir að framleiða en fyrirtækið ætlar einnig að loka verksmiðjum í Dallas þar sem stélhluti júmbó-þotunnar hefur verið smíðaður auk burðarbita í gólfi vélanna.

Að meðaltali hefur Boeing smíðað þrjár júmbó-þotur á ári en flestar af þeim hafa farið til vöruflutningarisans United Parcel Service (UPS) en engar farþegaútgáfur af júmbó-þotunni eru smíðum eins og er.

Boeing 747-8 fraktþota United Parcel Service (UPS) við samsetningarsal Boeing í Everett

Lufthansa er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 747-8 og hefur flugfélagið þýska 19 slíkar júmbó-þotur í flotanum á meðan Korean Air hefur tíu eintök af Boeing 747-8.

Stephen Perry, sérfræðingur í flugmálum hjá Janes Capital Partners, segir að Boeing muni sennilega ekki afskrifa júmbó-þotuna strax þar sem vel geti farið svo að pantanir eiga eftir að taka við sér á ný og vitnar hann í „magnaða endurkomu“ Boeing 767 sem hefur fengið fjölda pantanna frá fraktflugfélögum að undanförnu, bæði frá UPS og FedEx.  fréttir af handahófi

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

FAA sakar Lufthansa um að hafa flogið ólöglega til Bandaríkjanna

28. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) saka Lufthansa um að hafa flogið að minnsta kosti 900 flugferðir ólöglega til Bandaríkjanna án tilskilinna leyfa.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.