flugfréttir

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

- Verksmiðja sem framleiðir stórar einingar fyrir Boeing 747-8 lokar starfsemi

21. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

Boeing á eftir að setja saman 18 júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-8

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

Það er þó ekki stefna Boeing að hætta að framleiða júmbó-þotuna en vandamálið snýst um að Triumph Aerostructures, fyrirtækið sem hefur framleitt skrokkinn á jumbó-þotunni til margra ára auk fleiri eininga, ætlar að hætta starfsemi sinni í Kaliforníu þann 6. desember næstkomandi en þar hafa stærstu einingarnar fyrir Boeing 747 verið framleiddar.

Boeing stendur frammi fyrir því að taka erfiða ákvörðun varðandi hvort þeir ætla að halda framleiðslunni á Boeing 747-8 áfram og þá hvernig þeir fara að því án Triumph Aerostructures.

Boeing hefur í augnablikinu næga parta til þess að smíða næstu Boeing 747-8 þotur sem hafa verið pantaðar en á endanum verða þeir uppiskroppa með íhluti ef fleiri pantanir berast.

Uppboð mun fara fram á verksmiðjutækjum og á húsnæði Triumph Aerostructures í Hawthrone í Kaliforníu og verða því bæði smá áhöld og verkfærði seld hæstbjóðanda og allt upp í stórar róbóta sem hafa verið notaðir í að framleiða flugvélaparta.

Framhlutaeining af Boeing 747-8 í samsetningarsal Boeing í Everett

Boeing á eftir að smíða átján Boeing 747-8 júmbó-þotur sem pantaðar hafa verið en ef ekki koma fleiri pantanir mun hlé verða gert á framleiðslunni eða hún stöðvuð burt séð frá lokun verksmiðjunnar í Hawthorne.

Triumph vinnur nú að því að klára að smíða einingar fyrir þær 18 júmbó-þotur sem Boeing á eftir að framleiða en fyrirtækið ætlar einnig að loka verksmiðjum í Dallas þar sem stélhluti júmbó-þotunnar hefur verið smíðaður auk burðarbita í gólfi vélanna.

Að meðaltali hefur Boeing smíðað þrjár júmbó-þotur á ári en flestar af þeim hafa farið til vöruflutningarisans United Parcel Service (UPS) en engar farþegaútgáfur af júmbó-þotunni eru smíðum eins og er.

Boeing 747-8 fraktþota United Parcel Service (UPS) við samsetningarsal Boeing í Everett

Lufthansa er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 747-8 og hefur flugfélagið þýska 19 slíkar júmbó-þotur í flotanum á meðan Korean Air hefur tíu eintök af Boeing 747-8.

Stephen Perry, sérfræðingur í flugmálum hjá Janes Capital Partners, segir að Boeing muni sennilega ekki afskrifa júmbó-þotuna strax þar sem vel geti farið svo að pantanir eiga eftir að taka við sér á ný og vitnar hann í „magnaða endurkomu“ Boeing 767 sem hefur fengið fjölda pantanna frá fraktflugfélögum að undanförnu, bæði frá UPS og FedEx.  fréttir af handahófi

Skortur á geymsluplássi fyrir nýjar Dreamliner-þotur

20. júlí 2020

|

Boeing stendur nú frammi fyrir þeim vanda að vera uppiskroppa með pláss til að leggja öllum þeim Dreamliner-þotum sem koma út úr færibandinu í verksmiðjunum í Everett.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00