flugfréttir

Binter Canarias fær sína fyrstu E195-E2 þotu frá Embraer

- Fyrsta evrópska félagið til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Fyrsta Embraer E195-E2 þota Binter Canarias af þeim fimm sem félagið pantaði

Binter Canarias, flugfélag Kanaríeyja, hefur fengið afhenta sína fyrstu E2 þotu frá Embeaer.

Þotan er af gerðinni Embraer E195-E2 sem er arftaki E195 þotunnar sem kom á markaðinn árið 2004 en fyrsta E2-þotan var afhent í apríl í fyrra til Widerøe.

Í tilefni afhendingarinnar fór fram sérstök athöfn í verksmiðjum Embraer í São José dos Campos í Brasilíu um sl. helgi en Binter Canarias er fyrsta flugfélagið í Evrópu til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni sem kemur í þremur stærðum.

Embraer E195-E2 þotan er allt að 25% sparneytnari en fyrirrennari hennar, viðhaldskostnaður allt að 20 prósentum lægri og þá er þotan ein sú umhverfisvænasta og hljóðlátasta á markaðnum.

Binter lagði inn pöntun í fimm þotur af gerðinni Embraer E195-E2 sem koma með sætum fyrir 132 farþega en félagið mun nota þoturnar í leiðarkerfi félagsins sem samanstendur af áætlunarflugi milli Kanaríeyja, til Afríku og til meginlands Evrópu.

Meðal landa sem Binter Canarias flýgur til eru Grænhöfðaeyjar, Morokkó, Senegal, Gambía, Vestur-Sahara, Portúgal auk Mauritaníu.  fréttir af handahófi

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00