flugfréttir

Yfir 20 látnir í flugslysi í Kongó

- Flugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki í borginni Goma

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Dornier 228 flugvélin sem fórst í gær bar skráninguna 9S-GNH

Að minnsta kosti 29 létust í flugslysi í Kongó í Afríku í gær er farþegaflugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki skammt frá flugvellinum í borginni Goma í austurhluta landsins.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beni með sautján farþega um borð auk tveggja flugmanna og kemur fram að vélin hafi fallið til jarðar strax í flugtakinu með þeim afleiðingum að allir um borð, auk 12 manns á jörðu niðri, létu lífið. Meðal látinna eru níu manns í sömu fjölskyldunni sem voru heima í því húsi sem fór hvað verst út er flugvélin brotlenti ofan á því.

Flugvélin brotlenti í íbúðarhverfi skammt suður
af flugbrautarendanum

Slysið átti sér stað klukkan 9:10 á sunnudagsmorgni eða klukkan 7:10 að íslenskum tíma og brotlenti vélin í miðju íbúðarhverfi skammt suður af flugbraut vallarins.

Flugvélin var frá flugfélaginu Busy Bee Congo sem er lítið flugfélag með höfuðstöðvar í Goma en félagið markaðsetur sig sem „sérfræðingarnar í flugi í dýpstu Kongó“.

Einn sjónarvottur segist hafa séð vélina „snúast í nokkra hringi“ er hún féll til jarðar og lagði reyk frá henni. Flak vélarinnar varð alelda við brotlendinguna og steig mikill reykjarmökkur til himins.

Orsök slyssins liggur ekki fyrir en erlendir fjölmiðlar greina frá því að talið er að bilun hafi komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar strax eftir flugtak.

Flugvélin, sem bar skráninguna 9S-GNH, var 35 ára gömul og afhent fyrst til gríska flugfélagsins Olympic Airways árið 1984 en þaðan fór hún í flota Kaskasi Aviation árið 2007 en Busy Bee Congo fékk vélina í apríl árið 2017.

Flugfélagið sinnir innanlandsflugi í Kongó auk leiguflugs og sjúkraflugs. Félagið hefur haft þrjár Dornier 228 flugvélar í flota sínum og var vélin sem fórst ein af þeim þremur.

Veður var með besta móti er slysið átti sér stað, suðlæg átt upp á 8 hnúta, léttskýjað og um 22 stiga hiti.

Flugöryggi í Kongó er verulega ábótavant en flugslysið í gær er það fjórtánda á sl. 10 árum en flest flugslys í Kongó áttu sér stað árið 2007 en það árið urðu sjö flugslys í landinu.

Slysið er það fjórtánda á 10 árum sem á sér stað í Kongó

Mannskæðasta flugslysið í Kongó átti sér stað þann 8. janúar árið 1996 er flugvél af gerðinni Antonov An-32B frá Air Africa rann út af braut í flugtaksbruni í borginni Kinshasa og endaði inn á fjölmennum götumarkaði með þeim afleiðingum að fjórir af sex um borð létust en 225 létu lífið á jörðu niðri.

Orsök þess slyss var rakið til þess að flugvélin var ofhlaðin og reyndist hún 270 kílóum of þung sem olli því að flugmennirnir náðu ekki að lyfta nefi vélarinnar upp í tæka tíð áður en brautin var á enda.  fréttir af handahófi

Starfsmaður Boeing látinn eftir að hafa smitast af veirunni

23. mars 2020

|

Starfsmaður hjá Boeing-verksmiðjunum í Everett er látinn eftir veikindi í kjölfar COVID-19 en hann greindist fyrr í þessum mánuði með kórónaveiruna og er fyrsti starfsmaður Boeing sem lætur lífið í k

240 sagt upp hjá Icelandair

23. mars 2020

|

Icelandair hefur ákveðið að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hefur þar af leiðandi um 240 starfsmönnum verið sagt upp.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

  Nýjustu flugfréttirnar

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00