flugfréttir

Yfir 20 látnir í flugslysi í Kongó

- Flugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki í borginni Goma

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Dornier 228 flugvélin sem fórst í gær bar skráninguna 9S-GNH

Að minnsta kosti 29 létust í flugslysi í Kongó í Afríku í gær er farþegaflugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki skammt frá flugvellinum í borginni Goma í austurhluta landsins.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beni með sautján farþega um borð auk tveggja flugmanna og kemur fram að vélin hafi fallið til jarðar strax í flugtakinu með þeim afleiðingum að allir um borð, auk 12 manns á jörðu niðri, létu lífið. Meðal látinna eru níu manns í sömu fjölskyldunni sem voru heima í því húsi sem fór hvað verst út er flugvélin brotlenti ofan á því.

Flugvélin brotlenti í íbúðarhverfi skammt suður
af flugbrautarendanum

Slysið átti sér stað klukkan 9:10 á sunnudagsmorgni eða klukkan 7:10 að íslenskum tíma og brotlenti vélin í miðju íbúðarhverfi skammt suður af flugbraut vallarins.

Flugvélin var frá flugfélaginu Busy Bee Congo sem er lítið flugfélag með höfuðstöðvar í Goma en félagið markaðsetur sig sem „sérfræðingarnar í flugi í dýpstu Kongó“.

Einn sjónarvottur segist hafa séð vélina „snúast í nokkra hringi“ er hún féll til jarðar og lagði reyk frá henni. Flak vélarinnar varð alelda við brotlendinguna og steig mikill reykjarmökkur til himins.

Orsök slyssins liggur ekki fyrir en erlendir fjölmiðlar greina frá því að talið er að bilun hafi komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar strax eftir flugtak.

Flugvélin, sem bar skráninguna 9S-GNH, var 35 ára gömul og afhent fyrst til gríska flugfélagsins Olympic Airways árið 1984 en þaðan fór hún í flota Kaskasi Aviation árið 2007 en Busy Bee Congo fékk vélina í apríl árið 2017.

Flugfélagið sinnir innanlandsflugi í Kongó auk leiguflugs og sjúkraflugs. Félagið hefur haft þrjár Dornier 228 flugvélar í flota sínum og var vélin sem fórst ein af þeim þremur.

Veður var með besta móti er slysið átti sér stað, suðlæg átt upp á 8 hnúta, léttskýjað og um 22 stiga hiti.

Flugöryggi í Kongó er verulega ábótavant en flugslysið í gær er það fjórtánda á sl. 10 árum en flest flugslys í Kongó áttu sér stað árið 2007 en það árið urðu sjö flugslys í landinu.

Slysið er það fjórtánda á 10 árum sem á sér stað í Kongó

Mannskæðasta flugslysið í Kongó átti sér stað þann 8. janúar árið 1996 er flugvél af gerðinni Antonov An-32B frá Air Africa rann út af braut í flugtaksbruni í borginni Kinshasa og endaði inn á fjölmennum götumarkaði með þeim afleiðingum að fjórir af sex um borð létust en 225 létu lífið á jörðu niðri.

Orsök þess slyss var rakið til þess að flugvélin var ofhlaðin og reyndist hún 270 kílóum of þung sem olli því að flugmennirnir náðu ekki að lyfta nefi vélarinnar upp í tæka tíð áður en brautin var á enda.  fréttir af handahófi

Um 2.000 manns sagt upp hjá Icelandair

28. apríl 2020

|

Icelandair hefur tilkynnt um uppsögn á um 2.000 starfsmönnum félagsins sem er liður í hagræðingu vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

6. maí 2020

|

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hill

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00