flugfréttir

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

- Flugstjórinn lenti þotunni í borginni Rostov-on-Don

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:37

Airbus A320 þota Aeroflot

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

Þotan fór í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu áleiðis til borgarinnar Anapa í Rússlandi. Þegar vélin var í 35.000 fetum í 120 mílna fjarlægð norður af Rostov-on-Don fór fór aðstoðarflugmaðurinn að finna fyrir vanlíðan og fór heilsu hans að hraka skyndilega.

Flugmaðurinn, sem var 49 ára gamall, missti meðvitund og var tekin ákvörðun um að lenda í Rostov. Áhöfnin reyndi að athuga hvort að læknir væri um borð meðal farþega en í ljós kom að enginn læknir var í vélinni.

Flugmaðurinn var enn meðvitundarlaus í aðfluginu að Rostov-on-Don og fóru læknar um borð í vélina eftir lendingu auk sjúkraliða en flugmaðurinn var þá úrskurðaður látinn.

Flugvélin var á jörðu niðri í 3:15 klukkustundir á meðan annar flugmaður var kallaður til og hélt flugvélin áfram för sinni til Anapa.

Rannsókn er hafin á atvikinu en fyrstu niðurstöður benda til þess að dánarorsök flugmannsins hafi verið segamyndun sem hafi valdið hjartaáfalli.

Atvik sem þessi, þar sem flugmaður veikist og andast í kjölfarið, eru mjög sjaldgæf en þau eru ein ástæða þess að flugmenn sem fljúga í atvinnuflugi fara reglulega í sérstaka fluglæknaskoðun minnst einu sinni á ári og á sex mánaða fresti eftir að þeir ná 40 ára aldri.

Af öryggisástæðum þá fara flugmálayfirvöld í flestum löndum í heiminum fram á að ávallt séu tveir flugmenn í áhöfn í farþegaflugi á þeim tegundum flugvéla sem krefjast tveggja flugmanna en þess má geta að Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, lýsti því yfir árið 2010 að hann vildi losa flugfélagið við aðstoðarflugmenn á styttri flugleiðum innan Evrópu í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.

"Í 25 ár höfum við flogið 10 milljón flugferðir og aðeins einu sinni kom upp atvik þar sem flugmaður fékk hjartaáfall og þrátt fyrir það þá lenti hann vélinni", sagði O´Leary á sínum tíma.  fréttir af handahófi

Greenpeace reynir að koma í veg fyrir ríkisaðstoð til KLM

14. september 2020

|

Umhverfissamtökin Greenpeace ætla að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir og stöðva af 540 milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hollenska ríkisstjórnin ætlar að veita KLM Royal Dutch Airlines á þe

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Jet Time í Danmörku sækir um gjaldþrotaskipti

22. júlí 2020

|

Danska leiguflugfélagið Jet Time er gjaldþrota og hefur félagið hætt starfsemi sinni en félagið óskaði í gær eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta fyrir dómstóli í Kaupmannahöfn.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00