flugfréttir

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

- Flugstjórinn lenti þotunni í borginni Rostov-on-Don

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:37

Airbus A320 þota Aeroflot

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

Þotan fór í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu áleiðis til borgarinnar Anapa í Rússlandi. Þegar vélin var í 35.000 fetum í 120 mílna fjarlægð norður af Rostov-on-Don fór fór aðstoðarflugmaðurinn að finna fyrir vanlíðan og fór heilsu hans að hraka skyndilega.

Flugmaðurinn, sem var 49 ára gamall, missti meðvitund og var tekin ákvörðun um að lenda í Rostov. Áhöfnin reyndi að athuga hvort að læknir væri um borð meðal farþega en í ljós kom að enginn læknir var í vélinni.

Flugmaðurinn var enn meðvitundarlaus í aðfluginu að Rostov-on-Don og fóru læknar um borð í vélina eftir lendingu auk sjúkraliða en flugmaðurinn var þá úrskurðaður látinn.

Flugvélin var á jörðu niðri í 3:15 klukkustundir á meðan annar flugmaður var kallaður til og hélt flugvélin áfram för sinni til Anapa.

Rannsókn er hafin á atvikinu en fyrstu niðurstöður benda til þess að dánarorsök flugmannsins hafi verið segamyndun sem hafi valdið hjartaáfalli.

Atvik sem þessi, þar sem flugmaður veikist og andast í kjölfarið, eru mjög sjaldgæf en þau eru ein ástæða þess að flugmenn sem fljúga í atvinnuflugi fara reglulega í sérstaka fluglæknaskoðun minnst einu sinni á ári og á sex mánaða fresti eftir að þeir ná 40 ára aldri.

Af öryggisástæðum þá fara flugmálayfirvöld í flestum löndum í heiminum fram á að ávallt séu tveir flugmenn í áhöfn í farþegaflugi á þeim tegundum flugvéla sem krefjast tveggja flugmanna en þess má geta að Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, lýsti því yfir árið 2010 að hann vildi losa flugfélagið við aðstoðarflugmenn á styttri flugleiðum innan Evrópu í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.

"Í 25 ár höfum við flogið 10 milljón flugferðir og aðeins einu sinni kom upp atvik þar sem flugmaður fékk hjartaáfall og þrátt fyrir það þá lenti hann vélinni", sagði O´Leary á sínum tíma.  fréttir af handahófi

Tvö þyngdarmörk fyrir Airbus A220 þotuna verða hækkuð

3. febrúar 2020

|

Airbus hefur ákveðið að gera breytingar á Airbus A220 þotunni með því að hækka hámarksþyngd þotunnar án eldsneytis („maximum zero fuel weight“) og hækka einnig hámarks lendingarþyngd vélarinnar („maxi

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

21. nóvember 2019

|

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

5. febrúar 2020

|

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugv

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.