flugfréttir

Ná sáttum um 12/30 brautina í Köben sem fær að vera áfram

- Verður þó stytt um 200 metra og færð aðeins til suðurs

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

12/30 flugbrautin fær að vera áfram en verður stytt um 400 metra og færð aðeins sunnar svo pláss verði fyrir framlengingu á nýrri flugstöðvarálmu

Allt bendir til þess að áralangar deilur milli flugfélaganna SAS, Norwegian og Danish Air Transport (DAT) og flugvallarins í Kaupmannahöfn varðandi lokun flugbrautarinnar 12/30 sé á lokið.

12/30 brautin á flugvellinum í Kaupmannahöfn þverar aðalbrautirnar 4L/22R og 4R/22L en sú braut er sjaldan notuð og yfirleitt í notkun í stífri austanátt og vestanátt þegar of mikill hliðarvindur er á hinar brautunum tveimur.

Copenhagen Airport, rekstaraðili flugvallarins, hefur komið með lausn sem flugfélögin þrjú hafa sæst á sem er að sleppa því að leggja niður 12/30 brautina en stytta hana samt og færa hana aðeins til.

Boeing 737 þota KLM á leið í flugtak af braut 04R í janúar árið 2011

Copenhagen Airport kynnti nýtt masterplan um framtíð flugvallarins árið 2016 en þá voru kynnt áform um að loka 12/30 brautinni þar sem framlenging og viðbót á einni flugstöðvarálmunni á að teygja sig til suðurs yfir þá staðsetningu þar sem 12/30 brautin liggur í dag.

Þau áform féllu í grýttan jarðveg hjá SAS og fleiri flugfélögum sem höfðu áhyggjur af því að þetta ætti að raska um 500 flugferðum á ári þegar hvassviðri gengur yfir Kaupmannahöfn með vindstyrk sem fer yfir hliðarvindsstuðul þeirra flugvéla sem flugfélögin hafa í flota sínum.

SAS skoraði meðal annars á samgönguráðuneyti Danmerkur til þess að blanda sér í málið og láta gera sérstaka úttekt á þau áhrif sem lokun 12/30 brautarinnar mun hafa í för með sér.

Gert er ráð fyrir nýrri flugstöð sem mun koma til með að verða staðsett á þeim stað þar sem 12/30 brautin liggur í dag

Vorið 2017 kom Copenhagen Airport með tillögu um að stytta 12/30 brautina úr 2.400 metrum niður í 1.600 metra en flugfélögin sögðu að þá væri of mikið verið að taka af brautinni sem myndi aðeins duga minni flugvélum sem þau hafa ekki í rekstri.

Því næst var skoðaður möguleiki á því að stytta brautina á „12 endanum“ í norðvestri og lengja 30-endann með þeim hætti að brautin gæti verið að minnsta kosti 2.200 metrar á lengd.

12/30 brautin þverar hinar flugbrautirnar tvær. 04R/22L er lárétt að ofan á myndinni og brautarendinn á 22R sést í hægri jaðar myndarinnar

Sátt hefur náðst um þessa tillögu sem hefur nú verið uppfærð inn í nýjustu útgáfu af masterplani flugvallarins sem gefið hefur verið út og er gert ráð fyrir að 12/30 brautin bjóði upp á 2.200 metra brautarlengd fyrir flugtök og 2.000 metra fyrir lendingar.

Með þessu geta farþegaflugvélar á borð við Boeing 737 og Airbus A320 lent á 12/30 en ekki Boeing 777 og Boeing 787 eins og hægt er í dag nema þá með töluverðum takmörkunum.

Frekar sjaldgæft er að farþegar fái útsýni yfir alla Kaupmannahöfn, miðborgina og Amager en slíkt gerist þegar 12/30 brautin er í notkun í hvassri austanátt

Hinsvegar verða flugtök og lendingar aðeins leyfðar yfir Eyrarsundið og verður ekki gert ráð fyrir að 30-brautin verði notuð fyrir lendingar með aðflugi yfir Amager og Kaupmannahöfn.

Um 2% af öllum flugtökum og lendingum á flugvellinum í Kaupmannahöfn eiga sér stað á 12/30 brautinni og í 80 prósent tilvika er um að ræða flugtök og lendingar yfir sundið á meðan 20 prósent fer yfir borgina.

Troels Karlskov, talsmaður SAS, segir að menn séu mjög sáttir hjá félaginu með þessa lausn og þá segir að nýja tillagan njóti einnig stuðnings hjá Norwegian og DAT.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Piper Comanche brotlenti í garði á heimili hjá lækni í Litháen

9. desember 2019

|

Tveir létu lífið í flugslysi í Litháen í gær er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-30 Twin Comanche brotlenti í garði í íbúðarhverfi í borginni Kaunas.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00