flugfréttir

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

- Starfsfólki tilkynnt um „tímabundna“ stöðvun á starfseminni í kvöld

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:37

Airbus A321 þota FlightGlobal á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

AtlasGlobal er 4. stærsta flugfélag Tyrklands er kemur að flugflota á eftir Turkish Airlines, Pegasus Airlines, SunExpress og Anadolujet.

Starfsmönnum félagsins var tilkynnt um þetta í tölvupósti nú undir kvöld og kemur fram að félagið muni stöðva starfsemina tímabundið vegna erfiðleika í rekstri en fjárhagsstaða félagsins er sögð vera mjög slæm.

Allri farmiðasölu hefur verið hætt og segir í tilkynningu að félagið sé að leita leiða til að fá fjármagn inn í reksturinn. Nokkrir starfsmenn verða við vinnu áfram en félagið mun segja upp flesti starfsfólki á næstu tímum og eiga margir von á símtali í kvöld og á morgun.

Síðustu flugferðir félagsins í bili á Flightradar24.com

Síðasta áætlunarflugið á vegum AtlasGlobal lenti í Istanbúl klukkan 16:31 UTC í dag sem var flug KK1291 frá borginni Arbil í Írak en það var flogið með þotu af gerðinni Airbus A320.

AtlasGlobal var stofnað þann 14. mars árið 2001 og hét félagið fyrst Atlas International Airlines en nafni félagsins var breytt síðar í Atlasjet og loks í AtlasGlobal árið 2015.

Flugfélagið hefur 18 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A319, A320 og Airbus A321 og hefur félagið flogið frá Istanbúl til 24 áfangastaða í Tyrklandi, Egyptalandi, Bahrain, Frakklandi, Kazakhstan, Hollandi, Þýskalandi, Íran, Írak, Ísrael, Rússlandi, Serbíu, Bretlands, Kýpur, Armeníu og til Líbanon.

AtlasGlobal var stofnað árið 2001  fréttir af handahófi

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00