flugfréttir

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

- Starfsfólki tilkynnt um „tímabundna“ stöðvun á starfseminni í kvöld

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:37

Airbus A321 þota FlightGlobal á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

AtlasGlobal er 4. stærsta flugfélag Tyrklands er kemur að flugflota á eftir Turkish Airlines, Pegasus Airlines, SunExpress og Anadolujet.

Starfsmönnum félagsins var tilkynnt um þetta í tölvupósti nú undir kvöld og kemur fram að félagið muni stöðva starfsemina tímabundið vegna erfiðleika í rekstri en fjárhagsstaða félagsins er sögð vera mjög slæm.

Allri farmiðasölu hefur verið hætt og segir í tilkynningu að félagið sé að leita leiða til að fá fjármagn inn í reksturinn. Nokkrir starfsmenn verða við vinnu áfram en félagið mun segja upp flesti starfsfólki á næstu tímum og eiga margir von á símtali í kvöld og á morgun.

Síðustu flugferðir félagsins í bili á Flightradar24.com

Síðasta áætlunarflugið á vegum AtlasGlobal lenti í Istanbúl klukkan 16:31 UTC í dag sem var flug KK1291 frá borginni Arbil í Írak en það var flogið með þotu af gerðinni Airbus A320.

AtlasGlobal var stofnað þann 14. mars árið 2001 og hét félagið fyrst Atlas International Airlines en nafni félagsins var breytt síðar í Atlasjet og loks í AtlasGlobal árið 2015.

Flugfélagið hefur 18 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A319, A320 og Airbus A321 og hefur félagið flogið frá Istanbúl til 24 áfangastaða í Tyrklandi, Egyptalandi, Bahrain, Frakklandi, Kazakhstan, Hollandi, Þýskalandi, Íran, Írak, Ísrael, Rússlandi, Serbíu, Bretlands, Kýpur, Armeníu og til Líbanon.

AtlasGlobal var stofnað árið 2001  fréttir af handahófi

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

„Yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að flytja“

23. september 2019

|

„Þetta er yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að fara með“ - Svona byrjaði Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, yfirlýsingu sína er hann gekk út að loknum samningaviðræðu

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri