flugfréttir

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

- Starfsfólki tilkynnt um „tímabundna“ stöðvun á starfseminni í kvöld

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:37

Airbus A321 þota FlightGlobal á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

AtlasGlobal er 4. stærsta flugfélag Tyrklands er kemur að flugflota á eftir Turkish Airlines, Pegasus Airlines, SunExpress og Anadolujet.

Starfsmönnum félagsins var tilkynnt um þetta í tölvupósti nú undir kvöld og kemur fram að félagið muni stöðva starfsemina tímabundið vegna erfiðleika í rekstri en fjárhagsstaða félagsins er sögð vera mjög slæm.

Allri farmiðasölu hefur verið hætt og segir í tilkynningu að félagið sé að leita leiða til að fá fjármagn inn í reksturinn. Nokkrir starfsmenn verða við vinnu áfram en félagið mun segja upp flesti starfsfólki á næstu tímum og eiga margir von á símtali í kvöld og á morgun.

Síðustu flugferðir félagsins í bili á Flightradar24.com

Síðasta áætlunarflugið á vegum AtlasGlobal lenti í Istanbúl klukkan 16:31 UTC í dag sem var flug KK1291 frá borginni Arbil í Írak en það var flogið með þotu af gerðinni Airbus A320.

AtlasGlobal var stofnað þann 14. mars árið 2001 og hét félagið fyrst Atlas International Airlines en nafni félagsins var breytt síðar í Atlasjet og loks í AtlasGlobal árið 2015.

Flugfélagið hefur 18 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A319, A320 og Airbus A321 og hefur félagið flogið frá Istanbúl til 24 áfangastaða í Tyrklandi, Egyptalandi, Bahrain, Frakklandi, Kazakhstan, Hollandi, Þýskalandi, Íran, Írak, Ísrael, Rússlandi, Serbíu, Bretlands, Kýpur, Armeníu og til Líbanon.

AtlasGlobal var stofnað árið 2001  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Biðja 27.000 starfsmenn um að taka sér 3 vikna launalaust leyfi

5. febrúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific hefur beðið allt starfsfólk sitt um að taka sér þriggja vikna launalaust leyfi en 27.000 manns eru á launaskrá hjá félaginu.

NTSB mun taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran

10. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segja að nefndin muni taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ukraine International Airlines fórst

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00