flugfréttir

FAA sviptir Boeing leyfi til að sjá um vottun á 737 MAX

- FAA mun framkvæma úttekt á hverri einustu 737 MAX þotu fyrir afhendingu

27. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Nýjar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent tilkynningu til Boeing þar sem stofnunin lætur flugvélaframleiðandann vita að héðan í frá mun FAA sjá alfarrið um allar vottanir sem gefnar verða út fyrir nýjar Boeing 737 MAX og verður það ekki lengur að hluta til í höndum Boeing.

Í kjölfar flugslysanna tveggja kom í ljós að FAA hafði falið Boeing að hluta til að sjá um að hafa eftirlit með öryggisferli og vottun á sinni eigin framleiðslu varðandi Boeing 737 MAX og vakti það mikla furðu að flugmálayfirvöld settu vottunarferlið í hendurnar á framleiðandanum sjálfum.

Þá hefur FAA tilkynnt að það sé ekki búið að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og hugbúnaði því tengdu auk viðeigandi þjálfunar.

„Það hefur verið ákveðið að það sé fyrir bestu bæði vegna almannahagsmuna og í ljósi flugöryggis að bandarísk flugmálayfirvöld taki aftur við hlutverki sínu sem eftirlitsaðili og hafi fulla stjórn sem eini aðilinn er kemur að útgáfu á endurvottun vegna flughæfis fyrir Boeing 737 MAX“, segir m.a. í bréfi sem FAA sendi Boeing í gær.

Í nýlegri heimildarmynd sem gerð var um Boeing 737 MAX er greint frá því að raunin hafi verið sú að umfang vinnunnar sem fór í að votta Boeing 737 MAX var orðin það umfangsmikil á sínum tíma auk tímapressu að koma vélinni á markað að FAA hafði ekki nægan mannafla með kunnáttu til þess að hafa eftirlit með öllu ferlinu og var Boeing því falið að framkvæma þá vinnu að mestu leyti.

Boeing vonast til þess að FAA muni gefa út flughæfisvottun að nýju fyrir Boeing 737 MAX um miðjan desember sem gætti þýtt að vélarnar gætu farið að fljúga á ný í janúar eftir áramót vestanhafs.  fréttir af handahófi

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sækja um flugrekstarleyfi í Furstadæmunum

9. mars 2020

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur formlega sótt um flugrekstarleyfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir nýju dótturflugfélagi sem verður með höfuðstöðvar þar í landi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00