flugfréttir

FAA sviptir Boeing leyfi til að sjá um vottun á 737 MAX

- FAA mun framkvæma úttekt á hverri einustu 737 MAX þotu fyrir afhendingu

27. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Nýjar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent tilkynningu til Boeing þar sem stofnunin lætur flugvélaframleiðandann vita að héðan í frá mun FAA sjá alfarrið um allar vottanir sem gefnar verða út fyrir nýjar Boeing 737 MAX og verður það ekki lengur að hluta til í höndum Boeing.

Í kjölfar flugslysanna tveggja kom í ljós að FAA hafði falið Boeing að hluta til að sjá um að hafa eftirlit með öryggisferli og vottun á sinni eigin framleiðslu varðandi Boeing 737 MAX og vakti það mikla furðu að flugmálayfirvöld settu vottunarferlið í hendurnar á framleiðandanum sjálfum.

Þá hefur FAA tilkynnt að það sé ekki búið að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og hugbúnaði því tengdu auk viðeigandi þjálfunar.

„Það hefur verið ákveðið að það sé fyrir bestu bæði vegna almannahagsmuna og í ljósi flugöryggis að bandarísk flugmálayfirvöld taki aftur við hlutverki sínu sem eftirlitsaðili og hafi fulla stjórn sem eini aðilinn er kemur að útgáfu á endurvottun vegna flughæfis fyrir Boeing 737 MAX“, segir m.a. í bréfi sem FAA sendi Boeing í gær.

Í nýlegri heimildarmynd sem gerð var um Boeing 737 MAX er greint frá því að raunin hafi verið sú að umfang vinnunnar sem fór í að votta Boeing 737 MAX var orðin það umfangsmikil á sínum tíma auk tímapressu að koma vélinni á markað að FAA hafði ekki nægan mannafla með kunnáttu til þess að hafa eftirlit með öllu ferlinu og var Boeing því falið að framkvæma þá vinnu að mestu leyti.

Boeing vonast til þess að FAA muni gefa út flughæfisvottun að nýju fyrir Boeing 737 MAX um miðjan desember sem gætti þýtt að vélarnar gætu farið að fljúga á ný í janúar eftir áramót vestanhafs.  fréttir af handahófi

Afhendingar á Boeing 737 MAX gætu hafist á ný í desember

12. nóvember 2019

|

Boeing tilkynnti í gær að afhendingar á Boeing 737 MAX þotunum gætu hafist að nýju í desember þar sem að framleiðandinn hefur náð þeim áfanga að uppfylla fyrsta skilyrðið af þeim fimm sem bandarísk f

Hong Kong Airlines býður flugmönnum að yfirgefa félagið

4. október 2019

|

Vegna áframhaldandi óeirða í kjölfar mótmæla í Hong Kong og mikillar spennu milli stjórnvalda í Hong Kong og Kína hefur flugfélagið Hong Kong Airlines ákveðið að bjóða flugmönnum starfslokasamninga þ

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri