flugfréttir

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:30

Þotan sem fórst í mars árið 2016 á flugvellinum í Rostov-on-Don var af gerðinni Boeing 737-800

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-800 þota félagsins brotlent á flugvellinum í rússnesku borginni Rostov-on-Don í mars árið 2016.

Lokaskýrsla varðandi slysið var birt nú í vikunni og er talið að orsökina megi rekja til mannlegra mistaka meðal flugstjórans sem er rakið til þess að hann missti getu til að skynja aðstæður þegar vélin var í sínu öðru fráhvarfsflugi á flugvellinum í slæmu veðri með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar.

Vélin fór með annan vænginn ofan í brautina, brotlenti og brotnaði í sundur og varð alelda þar sem hún staðnæmdist utan brautar og létust allir sem voru um borð.

Flydubai segir að fljótlega eftir slysið hafi verið ákveðið að taka upp strangari þjálfun flugmanna er kemur að fráhvarfsflugi og hafi þjálfunarkerfið verið „einfaldað“ í þeim tilgangi að flugmenn geti öðlast betri hæfni við að framkvæmda fráhvarfsflug með betri árangri.

Auk þess segir félagið að flugmenn hafa verið þjálfaðir í að öðlast skilning á sjónvillum sem geta gert vart við sig í myrkri þegar horft er út um glugga á stjórnklefanum í slæmu veðri er vélin er lágt yfir jörðu í lendingarham.

Rannsóknarnefndir flugslysa í Rússlandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þó ekki sammála um hversu mikið hlutverk sjónvilla flugmannanna hafi spilað inn í aðstæðurnar og er bent á nokkur atriði er varðar aðgerðir og stillingar á hæðarstýri sem hafi verið breytt nokkrum sekúndum fyrir slysið auk þess sem ekki er vitað hversu mikið þeir fylgdust með mælum í stað þess að styðjast við að horfa út um gluggann á umhverfið.  fréttir af handahófi

Fyrrum WOW air breiðþota skemmdist í lendingu í Nígeríu

2. janúar 2020

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330, sem áður var í flota WOW air, varð fyrir skemmdum aðeins þremur dögum eftir að hún var tekin í notkun hjá flugfélaginu Turkish Airlines.

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Piper Comanche fórst í íbúðarhverfi í San Antonio

2. desember 2019

|

Þrír létust í flugslysi er lítil flugvél af gerðinni Piper PA-24 Comanche brotlenti í íbúðarhverfi í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00