flugfréttir

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:30

Þotan sem fórst í mars árið 2016 á flugvellinum í Rostov-on-Don var af gerðinni Boeing 737-800

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-800 þota félagsins brotlent á flugvellinum í rússnesku borginni Rostov-on-Don í mars árið 2016.

Lokaskýrsla varðandi slysið var birt nú í vikunni og er talið að orsökina megi rekja til mannlegra mistaka meðal flugstjórans sem er rakið til þess að hann missti getu til að skynja aðstæður þegar vélin var í sínu öðru fráhvarfsflugi á flugvellinum í slæmu veðri með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar.

Vélin fór með annan vænginn ofan í brautina, brotlenti og brotnaði í sundur og varð alelda þar sem hún staðnæmdist utan brautar og létust allir sem voru um borð.

Flydubai segir að fljótlega eftir slysið hafi verið ákveðið að taka upp strangari þjálfun flugmanna er kemur að fráhvarfsflugi og hafi þjálfunarkerfið verið „einfaldað“ í þeim tilgangi að flugmenn geti öðlast betri hæfni við að framkvæmda fráhvarfsflug með betri árangri.

Auk þess segir félagið að flugmenn hafa verið þjálfaðir í að öðlast skilning á sjónvillum sem geta gert vart við sig í myrkri þegar horft er út um glugga á stjórnklefanum í slæmu veðri er vélin er lágt yfir jörðu í lendingarham.

Rannsóknarnefndir flugslysa í Rússlandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þó ekki sammála um hversu mikið hlutverk sjónvilla flugmannanna hafi spilað inn í aðstæðurnar og er bent á nokkur atriði er varðar aðgerðir og stillingar á hæðarstýri sem hafi verið breytt nokkrum sekúndum fyrir slysið auk þess sem ekki er vitað hversu mikið þeir fylgdust með mælum í stað þess að styðjast við að horfa út um gluggann á umhverfið.  fréttir af handahófi

Framleiðslan hjá Airbus mun dragast saman um 40 prósent

30. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt um 40 prósenta samdrátt á framleiðslu og afhendingum á nýjum farþegaþotum á næstu tveimur árum og mögulega stefni í uppsagnir á tugþúsundum starfsmanna.

Stefna á að Lauda verði með þotur frá Boeing í stað Airbus

14. maí 2020

|

Ryanair er að íhuga að hætta við pöntun sem félagið gerði í Airbus-þotur sem til stóð að færu til nýja dótturfélagsins Lauda Air og segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri félagsins, að verið sé að

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00