flugfréttir

Flugnemi í sólóflugi missti hjól undan kennsluflugvél

- Einstaklega velheppnuð lending á tveimur hjólum

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Atvikið átti sér stað á Archerfield-flugvellinum í Brisbane í Ástralíu sl. laugardag

Flugnemi í Ástralíu náði giftusamlega að lenda kennsluflugvél síðastliðna helgi eftir að vinstra hjólið á vélinni losnaði af skömmu eftir flugtak.

Meðfylgjandi myndband náðist af lendingunni og má segja að lendingin hafi heppnast einstaklega vel hjá nemandanum sem lenti vélinni á tveimur hjólum með mikilli yfirvegun.

Atvikið átti sér stað á Archerfield-flugvellinum í Brisbane sl. laugardag en flugneminn var í sólóflugi á Piper Warrior kennsluflugvél. Skömmu eftir flugtak gaf flugumferðarstjóri því gaum að annað aðalhjólið reyndist vera laust og féll það til jarðar skömmu síðar.

Flugneminn hringsólaði í tvær klukkustundir í nágrenni flugvallarins til þess að brenna upp sem mestu eldsneyti og einnig til að gefa viðbragðsteymi tíma til að undirbúa nauðlendingu.

Flugneminn yfirgefur vélina eftir velheppnaða nauðlendingu

Einn flugmaður, Ian Caldwell-Smith, sem hefur flogið um Archerfield-flugvöllinn síðan árið 2002, segist hafa verið að hlusta á talstöðvarfjarskipti á turntíðninni þegar atvikið gerðist og segir hann að flugneminn hafi verið óvenju rólegur og efast hann um að hann hefði sjálfur hefði verið svona rólegur í þessum aðstæðum.

Mikil hætta er á að flugvél, sem lendir án annars aðahjólsins, snúist í hringi við lendingu sem getur farið illa en flugnemanum tókst að koma inn rétt yfir ofrishraða til að lágmarka hraðann í lendingarbruninu og hélt hann vélinni uppi eins lengi og hann mögulega gat.

Flugkennari nemandans var í flugturninum er vélin kom inn til lendingar og hafði hann undirbúið hann í gegnum ferlið. Rannsókn mun hefjast fljótlega á því með hvaða hætti hjólið losnaði af vélinni.

Myndband:  fréttir af handahófi

GE9x-hreyfill skemmdist í flutningi í harkalegri lendingu

8. nóvember 2019

|

Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri