flugfréttir

Flugnemi í sólóflugi missti hjól undan kennsluflugvél

- Einstaklega velheppnuð lending á tveimur hjólum

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Atvikið átti sér stað á Archerfield-flugvellinum í Brisbane í Ástralíu sl. laugardag

Flugnemi í Ástralíu náði giftusamlega að lenda kennsluflugvél síðastliðna helgi eftir að vinstra hjólið á vélinni losnaði af skömmu eftir flugtak.

Meðfylgjandi myndband náðist af lendingunni og má segja að lendingin hafi heppnast einstaklega vel hjá nemandanum sem lenti vélinni á tveimur hjólum með mikilli yfirvegun.

Atvikið átti sér stað á Archerfield-flugvellinum í Brisbane sl. laugardag en flugneminn var í sólóflugi á Piper Warrior kennsluflugvél. Skömmu eftir flugtak gaf flugumferðarstjóri því gaum að annað aðalhjólið reyndist vera laust og féll það til jarðar skömmu síðar.

Flugneminn hringsólaði í tvær klukkustundir í nágrenni flugvallarins til þess að brenna upp sem mestu eldsneyti og einnig til að gefa viðbragðsteymi tíma til að undirbúa nauðlendingu.

Flugneminn yfirgefur vélina eftir velheppnaða nauðlendingu

Einn flugmaður, Ian Caldwell-Smith, sem hefur flogið um Archerfield-flugvöllinn síðan árið 2002, segist hafa verið að hlusta á talstöðvarfjarskipti á turntíðninni þegar atvikið gerðist og segir hann að flugneminn hafi verið óvenju rólegur og efast hann um að hann hefði sjálfur hefði verið svona rólegur í þessum aðstæðum.

Mikil hætta er á að flugvél, sem lendir án annars aðahjólsins, snúist í hringi við lendingu sem getur farið illa en flugnemanum tókst að koma inn rétt yfir ofrishraða til að lágmarka hraðann í lendingarbruninu og hélt hann vélinni uppi eins lengi og hann mögulega gat.

Flugkennari nemandans var í flugturninum er vélin kom inn til lendingar og hafði hann undirbúið hann í gegnum ferlið. Rannsókn mun hefjast fljótlega á því með hvaða hætti hjólið losnaði af vélinni.

Myndband:  fréttir af handahófi

Boeing stöðvar framleiðsluna

24. mars 2020

|

Boeing hefur tilkynnt að öll framleiðsla á flugvélum á Seattle-svæðinu verður stöðvuð vegna neyðarástands sem lýst hefur verið yfir í Washington-fylki vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

13. mars 2020

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00