flugfréttir

Flaug 11 tíma „fýluferð“ yfir hafið vegna eldgoss í Mexíkó

- Voru með hesta um borð í fraktinni og því ekki möguleiki að lenda í Ameríku

29. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Júmbó-þotan snéri við eftir að hafa flogið 11 klukkustunda flug fram og til baka yfir Atlantshafið í gær

Júmbó-þota frá KLM Royal Dutch Airlines þurfti í gær að snúa við til Amsterdam og fljúga alla leið til baka yfir Atlantshafið þegar hún var nýkomin yfir Norður-Ameríku vegna eldgoss í Mexíkó.

Flug KL685 fór í loftið frá Schiphol-flugvellinum kl. 15:06 að staðartíma áleiðis til Mexíkóborgar en þegar vélin var komin yfir Brunswick í Kanada tilkynnti náttúruhamfarastofnunin í Mexíkó um að eldfjallið Popocatepetl hefði byrjað að gjósa og væri mikil aska í loftinu í nágrenni fjallsins sem teygði sig enn frekar upp í andrúmsloftið.

Júmbó-þotan snéri við og hélt aftur til Amsterdam þar sem hún lenti klukkan 2 í nótt og hafði þotan því flogið í 11 klukkustundir með farþega fram og til baka yfir Atlantshafið.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

KLM afsakaði þessi óþægindi á Twitter-síðu sinni og tilkynnti að flugskilyrði hefðu verið mjög óhagstæð vegna eldvirkni í eldfjallinu Popocatepetl í Mexíkó.

KLM er annað tveggja flugfélaga sem flýgur á milli Mexíkóborgar og Amsterdam en mexíkóska ríkisflugfélagið, Aeromexico, flýgur einnig sömu leið. Mörg önnur flugfélög flugu hinsvegar til Mexíkóborgar í gær þrátt fyrir eldgosið og þar á meðal Lufthansa sem náði að lenda í borginni þrátt fyrir öskuskýið.

Þá kemur fram að þotan hafi verið að flytja nokkra hesta sem voru um borð í fraktinni og þar af leiðandi var ekki hægt að lenda á varaflugvelli í Ameríku sem er ein ástæða þess að ákveðið var að halda til baka yfir Atlantshafið og lenda aftur í Amsterdam.  fréttir af handahófi

Hóta því að segja upp allt að 100 flugmönnum

16. desember 2019

|

Svo gæti farið að allt að 100 flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Jetstar eigi eftir að yfirgefa félagið vegna uppsagna og deilna um launakjör.

Hóta því að segja upp allt að 100 flugmönnum

16. desember 2019

|

Svo gæti farið að allt að 100 flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Jetstar eigi eftir að yfirgefa félagið vegna uppsagna og deilna um launakjör.

Isavia semur við Mace um uppbyggingu og stækkun á KEF

17. desember 2019

|

Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar.

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00