flugfréttir

Flaug 11 tíma „fýluferð“ yfir hafið vegna eldgoss í Mexíkó

- Voru með hesta um borð í fraktinni og því ekki möguleiki að lenda í Ameríku

29. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Júmbó-þotan snéri við eftir að hafa flogið 11 klukkustunda flug fram og til baka yfir Atlantshafið í gær

Júmbó-þota frá KLM Royal Dutch Airlines þurfti í gær að snúa við til Amsterdam og fljúga alla leið til baka yfir Atlantshafið þegar hún var nýkomin yfir Norður-Ameríku vegna eldgoss í Mexíkó.

Flug KL685 fór í loftið frá Schiphol-flugvellinum kl. 15:06 að staðartíma áleiðis til Mexíkóborgar en þegar vélin var komin yfir Brunswick í Kanada tilkynnti náttúruhamfarastofnunin í Mexíkó um að eldfjallið Popocatepetl hefði byrjað að gjósa og væri mikil aska í loftinu í nágrenni fjallsins sem teygði sig enn frekar upp í andrúmsloftið.

Júmbó-þotan snéri við og hélt aftur til Amsterdam þar sem hún lenti klukkan 2 í nótt og hafði þotan því flogið í 11 klukkustundir með farþega fram og til baka yfir Atlantshafið.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

KLM afsakaði þessi óþægindi á Twitter-síðu sinni og tilkynnti að flugskilyrði hefðu verið mjög óhagstæð vegna eldvirkni í eldfjallinu Popocatepetl í Mexíkó.

KLM er annað tveggja flugfélaga sem flýgur á milli Mexíkóborgar og Amsterdam en mexíkóska ríkisflugfélagið, Aeromexico, flýgur einnig sömu leið. Mörg önnur flugfélög flugu hinsvegar til Mexíkóborgar í gær þrátt fyrir eldgosið og þar á meðal Lufthansa sem náði að lenda í borginni þrátt fyrir öskuskýið.

Þá kemur fram að þotan hafi verið að flytja nokkra hesta sem voru um borð í fraktinni og þar af leiðandi var ekki hægt að lenda á varaflugvelli í Ameríku sem er ein ástæða þess að ákveðið var að halda til baka yfir Atlantshafið og lenda aftur í Amsterdam.  fréttir af handahófi

Mitsubishi Aircraft missir pöntun í 50 SpaceJet-þotur

4. nóvember 2019

|

Mitsubishi Aircraft Corporation hefur misst risapöntun sem bandaríska fyrirtækið Trans States Holding lagði inn árið 2009 í 50 þotur af gerðinni Mitsubishi SpaceJet (áður MRJ).

Bjartsýnir á að Boeing 737 MAX eigi eftir að ná sér á strik aftur

18. nóvember 2019

|

Randy Tinseth, varaforstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, segir að framleiðandinn sé bjartsýnn á að Boeing 737 MAX þotan eigi eftir að ná sér á strik þegar á líður og að pantanir eigi eftir að taka v

Nýtt íslenskt flugfélag heitir Play

5. nóvember 2019

|

Forsvarsmenn nýs íslensks flugfélags kynntu rétt fyrir hádegi í dag fyrirhugaða starfsemi á félaginu sem hefur fengið nafnið „Play“ og er um að ræða nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri