flugfréttir

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

- Norwegian Air Argentina hefur aðeins verið í loftinu í 1 ár

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Boeing 737-800 þota Norwegian á flugvellinum í borginni Mendoza í Argentínu

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir starfsemi Norwegian Air Argentina.

Starfsemi Norwegian á suðurhveli jarðar hófst í janúar árið 2017 er félagið stofnaði Norwegian Air Argentina og fékk félagið argentínskt flugrekstrarleyfi í hendurnar árið 2018 og í október sama ár var fyrsta innanlandsflug félagsins flogið í Argentínu.

Norwegian hafði uppi stór áform í áætlunarflugi í Suður-Ameríku og stóð til að hefja einnig millilandaflug innan álfunnar en rekstur Norwegian í Evrópu hefur gengið brösulega að undanförnu og er sagt að félagið leiti nú að aðila til að taka yfir starfsemina í Argentínu.

Flugvélar Norwegian innan um suður-amerísk flugfélög

Geir Karlsen, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem tók við af Bjørn Kjos, tók fram í apríl á þessu ári, að ef frammistaða Norwegian Air Argentina myndi ekki standast væntingar þá yrði starfsemi félagsins endurskoðuð og rekstri þess hætt mögulega.

Raunin er hinsvegar sú að eftirspurn eftir flugsætum hjá Norwegian Air Argentina hefur verið dræm og þá hefur gengi argentínska pesóans gagnvart bandaríkjadollara verið mjög veik sem hefur haft áhrif á reksturinn.

Til stóð að Norwegian Air Argentina myndi hafa allt að 70 þotur í flota sem samanstæði af 50 Boeing 737 þotum og tuttugu Dreamliner-þotum eftir nokkur ár en flotinn hafði fjórar Boeing 737-800 þotur þegar þær voru flestar en eru í dag aðeins þrjár meðan félagið ætlaði sér að vera komið með 8 þotur.

Þá ætlaði Norwegian Air Argentina að fljúga 8 mismunandi áætlunarflugleiðir í dag en leiðarkerfið telur aðeins sex flugleiðir sem tengja saman borgirnar Bariloche, Iguazú, Ushuaia, Mendoza, Neuquén, Córdoba og Buenos Aires.

Orðrómur er uppi um að flugfélagið JetSmart Argentina muni taka yfir rekstur Norwegian Air Argenina en með því myndi það félag ná að koma starfsemi sinni inn á Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Aires og segja skilið við El Palomar flugvöllinn sem er háður ströngum næturflugstakmörkunum sem hafa hamlað starfsemi JetSmart.  fréttir af handahófi

Air India mun leggjast af ef ekki næst að einkavæða félagið

29. nóvember 2019

|

Air India mun neyðast til þess að hætta rekstri ef næstu tilraunir til þess að einkavæða ríkisflugfélagið ná ekki fram að ganga.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00