flugfréttir

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

- Opnar 9 árum á eftir áætlun

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Hjólreiðamaður virðir fyrir sér flugstöðvarbygginguna á heimsins stærsta draugaflugvelli

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri Brandenburg-flugvallarins, tilkynnti þetta sl. föstudag og ef allt gengur upp mun flugvöllurinn því opna loksins 9 árum á eftir áætlun.

Fram kemur að tvær flugstöðvar munu opna 31. október, T1 og T2 og þann dag mun fyrsti hluti flutninga hefjast frá Schönefeld og Tegel-flugvöllunum yfir á Brandenburg-flugvöllinn og nafn flugstöðvarinnar á Schönefeld mun breytast í BER T5.

Gróður er farinn að vaxa á gangséttinni við flugstöðina

4. nóvember verður syðri flugbraut vallarins tekin í notkun og annar hluti flutninga hefst þann dag en þann 7. nóvember hefst þriðja og síðasta hollið í flutningum auk þess sem Tegel-flugvellinum verður lokað þann daginn.

Brandenburg-flugvölluinn verður heimastöð Eurowings, easyJet og Ryanair en alls eru 74 flugfélög sem í dag fljúga til Schönefeld og Tegel-flugvallanna og munu þau öll færa sig yfir á nýja Brandenburg-flugvöllinn á næsta ári.

Brandenburg-flugvöllurinn átti upphaflega að opna árið 2011 en sex sinnum var opnun hans frestað vegna fjölda vandamála sem má rekja til galla í reykræstikerfi, sprinkler-vatnsúðunarkerfi, brunahljóðkerfi auk þess sem sjálfvirkar hurðir á flugvellinum hafa ekki virkað sem skildi.

Kostnaður við Brandenburg hefur aukist um 4,1 milljarða evra sem samsvarar 575 milljörðum króna og er talið að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé að nálgast 930 milljarða og gæti hann hæglega farið í 1.000 milljarða þegar upp er staðið.

Flugstöðvarbyggingin á Brandenburg-flugvelli

Þess má geta að það kostar rekstraraðila flugvallarins 79 milljónir króna hver dagur sem Brandenburg-flugvöllur er ekki í notkun sem samsvarar 2 milljörðum á mánuði.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

330 farþegar í flugbanni fyrir að neita að nota grímur

19. ágúst 2020

|

Fjöldi þeirra flugfarþega vestanhafs sem hefur verið bannað að fljúga þar sem þeir neituðu að vera með andlitsgrímur á sér um borð í flugi telur nú yfir 300 manns.

Framlengja frjálsari kröfum um notkun á lendingarplássum

15. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að framlengja léttari kröfum varðandi notkun á lendingar- og þjónustuplássum á átta flugvöllum í Bandaríkjunum til að gera flugfélögum áfram auðveldara fyrir að

Bjóða farþegum að fljúga ótakmarkað fyrir fast verð

30. júlí 2020

|

Nokkur kínversk flugfélög eru farin að fara ýmsar leiðir til þess að laða að fleiri flugfarþega og hafa að minnsta kosti átta flugfélög í Kína auglýst sérstakt tilboð þar sem farþegum er boðið upp á

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00