flugfréttir

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

- Opnar 9 árum á eftir áætlun

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Hjólreiðamaður virðir fyrir sér flugstöðvarbygginguna á heimsins stærsta draugaflugvelli

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri Brandenburg-flugvallarins, tilkynnti þetta sl. föstudag og ef allt gengur upp mun flugvöllurinn því opna loksins 9 árum á eftir áætlun.

Fram kemur að tvær flugstöðvar munu opna 31. október, T1 og T2 og þann dag mun fyrsti hluti flutninga hefjast frá Schönefeld og Tegel-flugvöllunum yfir á Brandenburg-flugvöllinn og nafn flugstöðvarinnar á Schönefeld mun breytast í BER T5.

Gróður er farinn að vaxa á gangséttinni við flugstöðina

4. nóvember verður syðri flugbraut vallarins tekin í notkun og annar hluti flutninga hefst þann dag en þann 7. nóvember hefst þriðja og síðasta hollið í flutningum auk þess sem Tegel-flugvellinum verður lokað þann daginn.

Brandenburg-flugvölluinn verður heimastöð Eurowings, easyJet og Ryanair en alls eru 74 flugfélög sem í dag fljúga til Schönefeld og Tegel-flugvallanna og munu þau öll færa sig yfir á nýja Brandenburg-flugvöllinn á næsta ári.

Brandenburg-flugvöllurinn átti upphaflega að opna árið 2011 en sex sinnum var opnun hans frestað vegna fjölda vandamála sem má rekja til galla í reykræstikerfi, sprinkler-vatnsúðunarkerfi, brunahljóðkerfi auk þess sem sjálfvirkar hurðir á flugvellinum hafa ekki virkað sem skildi.

Kostnaður við Brandenburg hefur aukist um 4,1 milljarða evra sem samsvarar 575 milljörðum króna og er talið að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé að nálgast 930 milljarða og gæti hann hæglega farið í 1.000 milljarða þegar upp er staðið.

Flugstöðvarbyggingin á Brandenburg-flugvelli

Þess má geta að það kostar rekstraraðila flugvallarins 79 milljónir króna hver dagur sem Brandenburg-flugvöllur er ekki í notkun sem samsvarar 2 milljörðum á mánuði.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Ernest svipt flugrekstarleyfinu

30. desember 2019

|

Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa tilkynnt að þau munu svipta lágfargjaldafélaginu Ernest airlines flugrekstarleyfinu strax í byrjun ársins 2020.

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.