flugfréttir

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

- Hafnaði í garði á einkalóð í bænum Milton

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:19

Rennibrautin kom niður í garði á einkalóð í bænum Milton í nágrenni flugvallarins í Boston

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem var í aðflugi að flugvellinum í Boston.

Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um háværan hvell er vélin var í aðfluginu eftir 7 tíma flug yfir Atlantshafið frá París en lögreglan í bænum Milton lét vita skömmu síðar að torkennilegur hlutur, sem reyndist vera rennibraut, hefði fundist í garði á einkalóð.

Stephanie Leguia, íbúi í húsinu, stóð út í garði þegar atvikið gerðist og segir hún að stór hlutur hafi skyndilega fallið niður af himnum ofan í aðeins nokkura metra fjarlægð frá henni.

„Ef hún hefði lent ofan á okkur þá værum við dauð. Hún er sennilega það þung“, segir Leguia sem lýsti hlutnum sem silfurlituðu risatjaldi.

Þegar Leguia og nágrannakona hennar fóru að skoða fyrirbærið nánar fundu þær merki á hlutnum sem virtist vera merki Boeing og hringdu þær þá í lögregluna sem kom á staðinn og báru lögregluþjónar kennsl á fyrirbærið sem neyðarrennibraut af farþegaþotu.

Lögreglumaður virðir fyrir sér rennibrautina

Um var að ræða rennibraut sem staðsett er við neyðarútganginn yfir vængnum en flugvélin lenti giftusamlega og hélt að flugstöðinni að lokinni lendingu.

Það var ekki hinsvegar fyrr en eftir að vélin var lent að flugvirkjar tóku eftir því að rennibraut hefði losnað úr hólfinu við hægri væng vélarinnar.

„Atvik sem þessi eru mjög sjaldgæf og við erum mjög þakklát að engin slasaðist“, segir talsmaður Delta Air Lines.

Boeing 767 þotan var frá Delta Air Lines og var að ljúka við 7 tíma flug frá París  fréttir af handahófi

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Gríðarlegt tap hjá þremur stærstu flugfélögunum í Kína

21. júlí 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína, Air China, China Southern Airlines og China Eastern Airlines, hafa lýst yfir gríðarlega miklu tapi eftir að flugfélögin þrjú birtu rekstaruppgjör eftir annan ársfjór

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00