flugfréttir

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

- Hafnaði í garði á einkalóð í bænum Milton

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:19

Rennibrautin kom niður í garði á einkalóð í bænum Milton í nágrenni flugvallarins í Boston

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem var í aðflugi að flugvellinum í Boston.

Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um háværan hvell er vélin var í aðfluginu eftir 7 tíma flug yfir Atlantshafið frá París en lögreglan í bænum Milton lét vita skömmu síðar að torkennilegur hlutur, sem reyndist vera rennibraut, hefði fundist í garði á einkalóð.

Stephanie Leguia, íbúi í húsinu, stóð út í garði þegar atvikið gerðist og segir hún að stór hlutur hafi skyndilega fallið niður af himnum ofan í aðeins nokkura metra fjarlægð frá henni.

„Ef hún hefði lent ofan á okkur þá værum við dauð. Hún er sennilega það þung“, segir Leguia sem lýsti hlutnum sem silfurlituðu risatjaldi.

Þegar Leguia og nágrannakona hennar fóru að skoða fyrirbærið nánar fundu þær merki á hlutnum sem virtist vera merki Boeing og hringdu þær þá í lögregluna sem kom á staðinn og báru lögregluþjónar kennsl á fyrirbærið sem neyðarrennibraut af farþegaþotu.

Lögreglumaður virðir fyrir sér rennibrautina

Um var að ræða rennibraut sem staðsett er við neyðarútganginn yfir vængnum en flugvélin lenti giftusamlega og hélt að flugstöðinni að lokinni lendingu.

Það var ekki hinsvegar fyrr en eftir að vélin var lent að flugvirkjar tóku eftir því að rennibraut hefði losnað úr hólfinu við hægri væng vélarinnar.

„Atvik sem þessi eru mjög sjaldgæf og við erum mjög þakklát að engin slasaðist“, segir talsmaður Delta Air Lines.

Boeing 767 þotan var frá Delta Air Lines og var að ljúka við 7 tíma flug frá París  fréttir af handahófi

Fékk háa sekt fyrir að lenda dróna á flugvellinum í Las Vegas

4. desember 2019

|

Drónaeigandi í Kaliforníu er ekki sáttur við að þurfa að greiða sekt upp á 2.4 milljónir króna eftir að dróni, sem hann stýrði yfir Las Vegas í fyrra, lenti á McCarran-flugvellinum í spilaborginni.

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

6. janúar 2020

|

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

Boeing sækir um lán upp á 10 milljarða bandaríkjadali

21. janúar 2020

|

Sagt er að Boeing sé að fara fram á að sækja um lán vegna þess taps sem framleiðandinn hefur orðið fyrir vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX þoturnar en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum á flugvélaris

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.