flugfréttir

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

- Mál sem má rekja til ársins 2007 er farþega var meinað að fara um borð

5. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:04

Boeing 777 þota Emirates á Murtala Muhammed flugvellinum í Lagos

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð í flug á vegum félagsins fyrir 12 árum síðan.

Það var árið 2007 sem að kona, Promise Mekwunye að nafni, bókaði flug með Emirates frá Dallas í Bandaríkjunum til Lagos í Nígeríu með tengiflugi í Dubai og til baka en miðinn kostaði 361 þúsund krónur.

Mekvunye, sem stundaði nám við North Texas háskólann, var meinað að fara um borð í flugið í Houston án þess að fá neinar frekari útskýringar og bókaði hún nýtt flug til Lagos með American Airlines tveimur dögum síðar sem var flogið með tengiflugi í gegnum London.

Mekvunye fór fram á bætur sem markaði upphafið að dómsmáli þar sem hún vildi fá flugmiðann endurgreiddan frá Emirates. Málið var tekið fyrir þrisvar sinnum sem endaði með málaferli í réttarsal í Lagos árið 2010 og var niðurstaðan sú að Emirates hafði ekki rétt á því að hafa hafna henni um borð í flugvélina árið 2007.

Emirates áfrýjaði þeim dómi og þvertók fyrir að reglugerð í Montréal-sáttmálinn ætti við í þessu tilviki og endaði málið í hæstarétti landsins í febrúar fyrr á þessu ári þar sem áfrýjun Emirates var hafnað og dómur héraðsdóms sagður gildur.

Málið hefur nú náð hámarki eftir að yfirvöld í Nígeríu kyrrsettu eina af Boeing 777 þotum félagsins skömmu eftir komuna til Murtala Muhammed flugvallarins í Lagos og er krafist að Emirates greiði 2.719.000 krónur ef félagið vill fá þotuna sína aftur.

Í bréfi vegna málsins segir: „Farið er fram á í þessu bréfi, samkvæmt dómsúrskurði, að flugvél af gerðinni Boeing 777-300, með skráningu A6 á vegum Emirates, og allar aðrar flugvélar frá félaginu sem kunna að lenda á nígerískri grund, verða kyrrsettar uns sektin er greidd að fullu. Að 30 dögum liðnum, sé sektin enn ógreidd, verður flugvélin seld hæstbjóðanda á uppboði“.

Emirates hefur ekki tjáð sig varðandi málið en ein Boeing 777-300 þota er metin á 45 milljarða króna og nemur sektarupphæðin því 0.0059% af andvirði flugvélarinnar.  fréttir af handahófi

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00