flugfréttir

Piper Comanche brotlenti í garði á heimili hjá lækni í Litháen

- Talið að ísing og slæmt veður hafi orsakað flugslys í Litháen í gær

Kaunas, litháen

9. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:52

Piper Comanche flugvélin bar skráninguna LY-ARS

Tveir létu lífið í flugslysi í Litháen í gær er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-30 Twin Comanche brotlenti í garði í íbúðarhverfi í borginni Kaunas.

Tveir karlmenn voru um borð í vélinni en báðir mennirnir sem voru um borð voru flugmenn. Annar þeirra var mjög reyndur flugmaður, 65 ára að aldri, en hinn flugmaðurinn var um þrítugt.

Sá reyndari hét Victor Ramon og var hann vel þekktur meðal flugmanna í Litháaen. Talið er að flugmaðurinn hafi ekki gefið veðrinu nægilegan gaum fyrir brottför þar sem það var á mörkunum að það viðraði til flugs.

Mjög lágskýjað var yfir flugvellinum er hún fór í loftið og ísing í lágri flughæð og hitastig við frostmark og voru engar aðrar einkaflugvélar sem höfðu hafið sig til lofts frá flugvellinum á sama tíma.

Slæmt veður var til flugs er flugvélin hóf sig á loft í gær frá borginni Kaunas

Flugvélin brotlenti við einbýlishús en í húsinu bjó læknir sem kom hlaupandi út til að gera tilraun til þess að bjarga lífi mannanna en fann við nánari athugun að á hvorgum þeirra fannst neinn púls.

Fram kemur að vélin hafi farið í loftið frá S. Dariaus and S. Gireno flugvellinum í miðborg Kaunas og þykir margt benda til þess að ísing hafi orsakað flugslysið sem átti sér stað skömmu eftir flugtak.  fréttir af handahófi

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Kanada að hefja prófanir á Boeing 737 MAX

21. ágúst 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kanada munu á næstunni framkvæma prófanir með Boeing 737 MAX þotunum til að gera tilraunir með tilliti til þeirra breytinga sem Boeing hefur gert með uppfærslu á hugbúnaði á vélunu

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00