flugfréttir

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

- Var á leið frá Chile til Suðurskautslandsins þegar samband rofnaði

chile

10. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

38 manns voru um borð í flugvélinni sem hvarf tæpri einni og hálfri klukkustund eftir brottför

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda Suður-Ameríku og Suðurskautlandsins.

Herflugvélin fór í loftið frá Chabunco-herstöðinni í Punta Arenas klukkan 19:55 í gærkvöldi að íslenskum tíma og var förinni heitið til President Eduardo Feri Montalva herflugvallarins sem er bækistöð á King George eyju á þeim hluta Suðurskautslandsins sem tilheyrir Chile.

Samband við vélina rofnaði hinsvegar tæpri einni og hálfri klukkustund síðar, klukkan 21:13 UTC í gærkvöldi, og er talið að vélin hafi farist yfir hafinu. Eduardo Mosqueira, yfirmaður innan flughersins í Chile, segir að að áhöfnin hafi gert tilraun til þess að lenda „einhversstaðar“ en ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni.

Flugvélin var hálfnuð yfir „Drake Passage“ er sambandið
rofnaði

Um borð í flugvélinni voru 17 áhafnarmeðlimir og 21 farþegi en tilgangur fararinnar var að sinna viðhaldsvinnu á fljótandi eldsneytisleiðslu sem hitar og kyndar upp starfsstöð fyrir þá sem þar dvelja hverju sinni á Presidente Eduardo Frei Montalva stöðinni.

Flugherinn í Chile hefur sent björgunar- og leitarflugvélar af stað til þess að finna flugvélina en talið er að hún hafi verið komin um 450 mílur áleiðis af flugleiðinni sem telur 770 mílur.

Því er talið að vélin hafi verið hálfnuð yfir Drake-sundið sem skilur að syðsta odda Chile og Antarktíku-skagann á Suðurskautslandinu en á þessu svæði geisa oft verstu óveður sem finna má á jörðinni sem tilheyrir „Furious Fifties“ svæðinu í kringum 50°S breiddargráðu á suðurhvelinu.

Herflutningaflugvél sömu gerðar og sú sem saknað er

Presidente Eduardo Frei Montalva stöðin hefur 1.300 metra langa flugbraut en stöðin er mjög mikilvæg fyrir flugsamgöngur milli Suður-Ameríku og Suðurskautsins og þá er King George eyjan einnig laus við allan ís, ólíkt meginlandi Suðurskautsins.

Dvalið er allan ársins hring á stöðinni og í þorpinu Villa Las Estrellas má meðal annars finna sjúkrahús, skóla, banka og lítla matvöruverslun. Um 80 manns dvelja í Villa Las Estrellas allan ársins en yfir sumartímann eru um 150 manns sem hafa þar viðdvöl og er stór hluti af þeim vísindamenn.  fréttir af handahófi

Kórónaveiran getur valdið röskun á afhendingum hjá Boeing

13. febrúar 2020

|

Boeing varaði við því í gær að áhrif útbreiðslu kórónaveirunnar gæti farið að hafa áhrif á afhendingar á nýjum farþegaþotum á fyrsta ársfjórðungi ársins og þá sérstaklega er kemur að afhendingum á fl

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

Lufthansa mun leggja öllum A380 risaþotunum

8. mars 2020

|

Lufthansa hefur ákveðið að taka allar Airbus A380 risaþoturnar úr notkun að minnsta kosti fram í maí í vor og skera niður flugáætlun allra dótturfélaga innan Lufthansa Group um 50 prósent á næstu dög

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00