flugfréttir

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

- Var á leið frá Chile til Suðurskautslandsins þegar samband rofnaði

chile

10. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

38 manns voru um borð í flugvélinni sem hvarf tæpri einni og hálfri klukkustund eftir brottför

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda Suður-Ameríku og Suðurskautlandsins.

Herflugvélin fór í loftið frá Chabunco-herstöðinni í Punta Arenas klukkan 19:55 í gærkvöldi að íslenskum tíma og var förinni heitið til President Eduardo Feri Montalva herflugvallarins sem er bækistöð á King George eyju á þeim hluta Suðurskautslandsins sem tilheyrir Chile.

Samband við vélina rofnaði hinsvegar tæpri einni og hálfri klukkustund síðar, klukkan 21:13 UTC í gærkvöldi, og er talið að vélin hafi farist yfir hafinu. Eduardo Mosqueira, yfirmaður innan flughersins í Chile, segir að að áhöfnin hafi gert tilraun til þess að lenda „einhversstaðar“ en ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni.

Flugvélin var hálfnuð yfir „Drake Passage“ er sambandið
rofnaði

Um borð í flugvélinni voru 17 áhafnarmeðlimir og 21 farþegi en tilgangur fararinnar var að sinna viðhaldsvinnu á fljótandi eldsneytisleiðslu sem hitar og kyndar upp starfsstöð fyrir þá sem þar dvelja hverju sinni á Presidente Eduardo Frei Montalva stöðinni.

Flugherinn í Chile hefur sent björgunar- og leitarflugvélar af stað til þess að finna flugvélina en talið er að hún hafi verið komin um 450 mílur áleiðis af flugleiðinni sem telur 770 mílur.

Því er talið að vélin hafi verið hálfnuð yfir Drake-sundið sem skilur að syðsta odda Chile og Antarktíku-skagann á Suðurskautslandinu en á þessu svæði geisa oft verstu óveður sem finna má á jörðinni sem tilheyrir „Furious Fifties“ svæðinu í kringum 50°S breiddargráðu á suðurhvelinu.

Herflutningaflugvél sömu gerðar og sú sem saknað er

Presidente Eduardo Frei Montalva stöðin hefur 1.300 metra langa flugbraut en stöðin er mjög mikilvæg fyrir flugsamgöngur milli Suður-Ameríku og Suðurskautsins og þá er King George eyjan einnig laus við allan ís, ólíkt meginlandi Suðurskautsins.

Dvalið er allan ársins hring á stöðinni og í þorpinu Villa Las Estrellas má meðal annars finna sjúkrahús, skóla, banka og lítla matvöruverslun. Um 80 manns dvelja í Villa Las Estrellas allan ársins en yfir sumartímann eru um 150 manns sem hafa þar viðdvöl og er stór hluti af þeim vísindamenn.  fréttir af handahófi

Rannsaka starfsemi Silverstone Air í kjölfar fjölda atvika

29. október 2019

|

Flugmálayfirvöld í Kenýa hafa hafið rannsókn á starfsemi flugfélagsins Silverstone Air Service í kjölfar fjölda atvika sem hafa átt sér stað hjá félaginu í þessum mánuði.

Spirit Airlines pantar 100 þotur

24. október 2019

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi gert samkomulag við Airbus um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur.

Fyrsta tilraunaflugið flogið með Diamond DA50

5. nóvember 2019

|

Austurríski flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft flaug á dögunum fyrsta tilraunaflugið með Diamond DA50 flugvélinni sem kemur með hreyfanlegu hjólastelli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00