flugfréttir

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

- „EASA virðist vera að draga lappirnar“

11. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:26

Ryanair hefði átt að vera komið með yfir 30 Boeing 737 MAX þotur fyrir lok þessa árs

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að þar sem evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) ætla að framkvæma sína eigin úttekt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Boeing 737 MAX þotunum, óháð vottun bandarískra flugmálayfirvalda (FAA), þá muni það taka lengri tíma að koma vélunum í loftið í Evrópu.

O´Leary segir að vélarnar gætu verið kyrrsettar fram í apríl eða maí í Evrópu en að því loknu eiga evrópsk flugfélög eftir að koma vélunum í notkun sem tekur einhverjar vikur sem þýðir að háannatími sumarsins er hafinn.

„Við erum enn að bíða eftir því að hitta Boeing sem verður sennilega í janúar. Við teljum að MAX-vélarnar eigi eftir að fljúga á ný í Ameríku þessvegna í janúar. Við gerum ráð fyrir því að þetta verði eitthvað hægara ferli í Evrópu þar sem það lítur út fyrir að EASA er að draga lappirnar frekar mikið hvað þetta varðar“, segir O´Leary.

Ryanair átti að vera komið með yfir 30 eintök af Boeing 737 MAX 200 þotum núna fyrir lok ársins en lágfargjaldafélagið pantaði 200 slíkar þotur árið 2014. Til stóð að fyrsta eintækið yrði afhent í maí í vor en kyrrsetning vélanna í mars kom í veg fyrir það.

Ryanair pantaði 200 eintök af Boeing 737 MAX 200 árið 2014

„Kannski fáum við 10 þotur fyrir sumarið, kannski enga, kannski fimmtán. Það sem skipti mestu máli er að koma vélunum aftur í umferð“, segir O´Leary.

Talsmaður hjá EASA segir að stofnunin vilji sjá Boeing 737 MAX hefja sig til flugs á ný sem fyrst en það mun þó ekki gerast fyrr en búið er að ganga úr skugga um að flugvélarnar séu fullkomnlega öruggar og það verði ekki gert með þrýstingi frá rekstrarlegum eða pólitískum sjónarmiðum.

EASA hefur lýst yfir að stofnunin ætli sér að framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX og þá tók stofnunin það fram í haust að það vilji að prófanir verði gerðar bæði með MCAS-kerfið virkt og einnig án kerfsins. Hinsvegar hefur ekki verið ákveðin nein dagsetning hvenær þær prófanir munu fara fram.

Ryanair gerir ráð fyrir því að kostnaðurinn við kyrrsetningu vélanna fyrir flugfélagið miðað við eitt ár sé um 100 milljónir evra sem samsvarar 13.5 milljörðum króna.  fréttir af handahófi

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Hætt við áform um stofnun nýs flugfélags fyrir Slóveníu

19. desember 2019

|

Ríkisstjórnin í Slóveníu segist hafa gefist upp á því að reyna að koma á fót nýju flugfélagi til að fylla það skarð sem Adria Airways skildi eftir sig.

Aeroflot stundvísasta flugfélag heims árið 2019

2. janúar 2020

|

Aeroflot var stundvísasta flugfélag heims árið 2019 í hópi þeirra flugfélag sem teljast ekki til lágfargjaldafélaga samkvæmt skýrslu um stundvísi flugfélaganna sem fyrirtækið Cirium birti í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00