flugfréttir

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

- „EASA virðist vera að draga lappirnar“

11. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:26

Ryanair hefði átt að vera komið með yfir 30 Boeing 737 MAX þotur fyrir lok þessa árs

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að þar sem evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) ætla að framkvæma sína eigin úttekt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Boeing 737 MAX þotunum, óháð vottun bandarískra flugmálayfirvalda (FAA), þá muni það taka lengri tíma að koma vélunum í loftið í Evrópu.

O´Leary segir að vélarnar gætu verið kyrrsettar fram í apríl eða maí í Evrópu en að því loknu eiga evrópsk flugfélög eftir að koma vélunum í notkun sem tekur einhverjar vikur sem þýðir að háannatími sumarsins er hafinn.

„Við erum enn að bíða eftir því að hitta Boeing sem verður sennilega í janúar. Við teljum að MAX-vélarnar eigi eftir að fljúga á ný í Ameríku þessvegna í janúar. Við gerum ráð fyrir því að þetta verði eitthvað hægara ferli í Evrópu þar sem það lítur út fyrir að EASA er að draga lappirnar frekar mikið hvað þetta varðar“, segir O´Leary.

Ryanair átti að vera komið með yfir 30 eintök af Boeing 737 MAX 200 þotum núna fyrir lok ársins en lágfargjaldafélagið pantaði 200 slíkar þotur árið 2014. Til stóð að fyrsta eintækið yrði afhent í maí í vor en kyrrsetning vélanna í mars kom í veg fyrir það.

Ryanair pantaði 200 eintök af Boeing 737 MAX 200 árið 2014

„Kannski fáum við 10 þotur fyrir sumarið, kannski enga, kannski fimmtán. Það sem skipti mestu máli er að koma vélunum aftur í umferð“, segir O´Leary.

Talsmaður hjá EASA segir að stofnunin vilji sjá Boeing 737 MAX hefja sig til flugs á ný sem fyrst en það mun þó ekki gerast fyrr en búið er að ganga úr skugga um að flugvélarnar séu fullkomnlega öruggar og það verði ekki gert með þrýstingi frá rekstrarlegum eða pólitískum sjónarmiðum.

EASA hefur lýst yfir að stofnunin ætli sér að framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX og þá tók stofnunin það fram í haust að það vilji að prófanir verði gerðar bæði með MCAS-kerfið virkt og einnig án kerfsins. Hinsvegar hefur ekki verið ákveðin nein dagsetning hvenær þær prófanir munu fara fram.

Ryanair gerir ráð fyrir því að kostnaðurinn við kyrrsetningu vélanna fyrir flugfélagið miðað við eitt ár sé um 100 milljónir evra sem samsvarar 13.5 milljörðum króna.  fréttir af handahófi

Þyrla brotlenti eftir að farþegi fékk að prófa að stýra

20. mars 2020

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér lokaskýrslu varðandi þyrluslys sem átti sér stað árið 2018 er flugmaður þyrlu af gerðinni Hughes 269 leyfði farþega að spreyta sig á því

SAS: „Eftirspurn eftir flugsætum er gott sem horfin“

16. mars 2020

|

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt að félagið muni leggja niður að mestu allt áætlunarflug félagsins frá og með deginum í dag, 16. mars, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og einnig segja upp

Airbus A220 og Embraer E2 til skoðunar hjá SAS

28. febrúar 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) undirbýr sig nú til þess að taka ákvörðun um nýja flugvélategund sem notuð verður til að endurnýja minni farþegavélar félagsins sem notaðar eru á styttri flugleiðum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00