flugfréttir

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

- Stefna á að hefja mjög langar flugferðir árið 2023

13. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:11

Tölvugerð mynd af Airbus A350-1000 í litum Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp á að ferðast til fjarlægra áfangastaða hinummegin á hnettinum í beinu flugi.

Valið stóð á milli Boeing 777X, arftaka Boeing 777 þotunnar, og Airbus A350 og hefur því Airbus orðið fyrir valinu en ekki er um staðfesta pöntun að ræða þrátt fyrir að félagið segist hafa tekið ákvörðun um að velja A350-1000.

Qantas hafði tilkynnt að til greina kæmi að panta á annan tug þotna af þeirri gerð sem verður fyrir valinu en endanleg ákvörðun um „Project Sunrise“ verður tekin í mars árið 2020.

Qantas stefnir á að hefja svokallaðar „últra-langar flugferðir“ árið 2023 og segir félagið að eftir mjög langt og strangt mat á þeim flugvélum sem standa til boða þá er Airbus A350-1000 hentugasti kosturinn og sé sú þota „fullkomnasta flugvélin“ fyrir verkefnið ef „Project Sunrise“ verður að veruleika.

Valið stóð á milli Boeing 777X þotunnar og Airbus A350-1000

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að Airbus A350-1000 búi yfir hagkvæmni og lágum rekstarkostnaði sem engin önnur farþegaþota býr yfir og þá bjóði hún upp á mjög mikil þægindi fyrir farþega.

Qantas hefur nú þegar flogið tvö tilraunarflug vegna Project Sunrise með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9 frá Sydney til New York og frá Sydney til London og verður þriðja flugið flogið þann 17. desember frá New York til Sydney.

Airbus mun auka hámarkflugtaksþunga A350-1000 vélanna fyrir Qantas svo hægt sé að bæta við viðbótareldsneytistönkum til þess að auka flugdrægi vélanna fyrir slík langflug.  fréttir af handahófi

Tryggja rekstur Finnair

20. mars 2020

|

Ríkisstjórn Finnlands hefur komið flugfélaginu Finnair til bjargar með því að veita félaginu ríkisábyrgð upp á 90 milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins.

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Danska og sænska ríkið koma SAS til bjargar

18. mars 2020

|

Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa tryggt rekstur SAS á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir með því að veita félaginu vilyrði fyrir láni upp á 3 milljarða sænskra króna sem samsv

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00