flugfréttir

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

- Tókst að setja annan hreyfilinn í gang en klessti á kant við byggingu

19. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:57

King Air 200 flugvélin snérist í nokkra hringi eftir að stúlkan ræsti annan hreyfilinn og klessti á flugskýli

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og gert tilraun til þess að stela vélinni og fljúga á brott.

Stúlkunni tókst með einhverjum hætti að starta öðrum hreyfli vélarinnar en við það tók flugvélin á rás og snerist í hring þar til að vélin fór í gegnum grindverk og staðnæmdist við steypukant nálægt byggingu á flugvellinum.

Samkvæmt fréttum vestanhafs þá klifraði stúlkan yfir grindverk á Fresno Yosemite flugvellinum og gekk rakleiðis í átt að King Air 200 flugvél, fór um borð og náði að starta öðrum mótornum.

Stúlkan sat í öðru flugmannssætinu þegar lögreglan kom um borð og var hún með heyrnartól á höfðinu

Er lögreglan mætti á vettvang sat stúlkan enn í öðru flugmannssætinu í stjórnklefa vélarinnar og var hún með heyrnartólin á höfðinu. Stúlkan var töluvert ringluð og var ekki samvinnuþýð er lögregla fjarlægði hana frá borði.

Ekki er vitað hvað stúlkunni gekk til en fram kemur að hún sé ekki með flugmannsskírteini og hafi enga kunnáttu í að fljúga og er því ekki vitað hvernig henni tókst að setja hreyfilinn í gang.

Eins og sjá má er flugvélin töluvert illa farin en engan sakaði, hvorki stúlkuna né aðra á flugvallarsvæðinu

Einn aðili, sem segist þekkja til málsins sem skrifaði ummæli við erlenda frétt á Facebook í gær, segir að stúlkan hafi nokkrum sinnum verið farþegi í flugvél sömu gerðar og hafi hún líklega fylgst með ferlinu er mótornum er startað.

Móðir stúlkunnar, sagði í samtali við fjölmiðla í Kaliforníu, að stúlkan hefði flúið að heiman kvöldið áður og hafði hún ekkert heyrt í henni. Móðurin skilur ekki hvernig dóttirin tókst athæfið þar sem hún kann ekki einu sinni að keyra bíl

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Rússar vonast til að PIA í Pakistan panti Superjet-þotuna

16. desember 2019

|

Sukhoi gæti mögulega fengið nýja pöntun í Sukhoi Superjet SSJ100 farþegaþotuna á næstunni en pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) er sagt vera að íhuga að panta allt að sext

FAA varar fólk við því að panta flugfar gegnum smáforrit

24. desember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að nýta sér deilihagkerfi með smáforrittum til þess að þiggja flugfar sem virkar eins og Uber í háloftunum

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00