flugfréttir

Framleiðsla á Boeing 737-800 líður undir lok

- Seinasta „Next Generation“ þotan var afhent til KLM í gær

19. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:16

Síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í nótt til KLM og var vélinni flogið til Schiphol-flugvallarins í Amsterdam

Boeing afhenti í gær síðasta eintakið sem smíðað hefur verið af Boeing 737-800 og hefur framleiðslan því runnið sitt skeið en síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í flota hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines.

Þar með lýkur framleiðslu á Boeing 737NG (Next Generation) þar sem engar fleiri pantanir eru í vélina en Boeing mun halda áfram að framleiða herútgáfuna sem nefnist Boeing P-8 Poseidon.

Héðan í frá verða eingöngu framleiddar Boeing 737 MAX þotur í Renton en hlé verður gert á framleiðslunni á þeim í janúar eftir áramót og verður því ekki mikið af verkefnum verksmiðjunni í Renton í byrjun ársins 2020.

Síðasta 737-800 þotan ber skráninguna PH-BCL og lenti þotan á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í morgun eftir 10 tíma áætlunarflug frá Boeing Field í Seattle með viðkomu í Glasgow.

PH-BCL skömmu eftir lendingu á Schiphol-flugvellinum í morgun

Framleiðsla á Boeing 737-800 hófst um miðjan tíunda áratuginn og var þýska flugfélagið Hapag-Lloyd fyrsta félagið til að taka í notkun Boeing 737-800 árið 1998.

Á rúmlega 20 árum hafa yfir 4.900 eintök af Boeing 737-800 runnið út af færibandinu í Renton og er þessi tegund af Boeing 737 langvinsælasta farþegaþota allra tíma og má hana finna í flugflota í öllum heimsálfum að undanskildu Suðurskautslandinu.

KLM hefur 31 Boeing 737-800 þotu í flotanum auk sextán flugvéla af gerðinni Boeing 737-700 og fimm 737-800 þotur en félagið hefur ekki lagt inn pöntun í arftakann, Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Lítil Cessna-flugvél með fjóra um borð fórst í Sviss

27. júlí 2020

|

Fjórir létust í flugslysi er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 Skyhawk fórst í fjalllendi í svissnesku Ölpunum um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00