flugfréttir

Framleiðsla á Boeing 737-800 líður undir lok

- Seinasta „Next Generation“ þotan var afhent til KLM í gær

19. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:16

Síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í nótt til KLM og var vélinni flogið til Schiphol-flugvallarins í Amsterdam

Boeing afhenti í gær síðasta eintakið sem smíðað hefur verið af Boeing 737-800 og hefur framleiðslan því runnið sitt skeið en síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í flota hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines.

Þar með lýkur framleiðslu á Boeing 737NG (Next Generation) þar sem engar fleiri pantanir eru í vélina en Boeing mun halda áfram að framleiða herútgáfuna sem nefnist Boeing P-8 Poseidon.

Héðan í frá verða eingöngu framleiddar Boeing 737 MAX þotur í Renton en hlé verður gert á framleiðslunni á þeim í janúar eftir áramót og verður því ekki mikið af verkefnum verksmiðjunni í Renton í byrjun ársins 2020.

Síðasta 737-800 þotan ber skráninguna PH-BCL og lenti þotan á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í morgun eftir 10 tíma áætlunarflug frá Boeing Field í Seattle með viðkomu í Glasgow.

PH-BCL skömmu eftir lendingu á Schiphol-flugvellinum í morgun

Framleiðsla á Boeing 737-800 hófst um miðjan tíunda áratuginn og var þýska flugfélagið Hapag-Lloyd fyrsta félagið til að taka í notkun Boeing 737-800 árið 1998.

Á rúmlega 20 árum hafa yfir 4.900 eintök af Boeing 737-800 runnið út af færibandinu í Renton og er þessi tegund af Boeing 737 langvinsælasta farþegaþota allra tíma og má hana finna í flugflota í öllum heimsálfum að undanskildu Suðurskautslandinu.

KLM hefur 31 Boeing 737-800 þotu í flotanum auk sextán flugvéla af gerðinni Boeing 737-700 og fimm 737-800 þotur en félagið hefur ekki lagt inn pöntun í arftakann, Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

25. nóvember 2019

|

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

MAX-vandinn mun kosta Boeing um 2.310.000.000.000 krónur

29. janúar 2020

|

Boeing telur að kostnaðurinn við kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum eigi eftir að kosta framleiðandann um 18.6 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar yfir 2 þúsundum og þrjú hundruð milljörðum kró

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.