flugfréttir

737 MAX skrefi nær því að fljúga á ný eftir uppsögn Muilenburg

- Segja uppsögnina ekki koma á óvart en tímasetninguna þó undarlega

24. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Talið er að brotthvarf Dennis Muilenburg, sem var sagt upp í gær sem forstjóra Boeing, gæti mögulega þýtt að framleiðandinn sé að færast stóru skrefi nær því að fá flughæfnisvottun aftur útgefna fyrir Boeing 737 MAX vélarnar.

Markaðssérfræðingar í flugmálum telja að almennt séð sé uppsögn Muilenburg mjög jákvætt fyrir Boeing og telja ráðgjafar hjá fyrirtækinu Canaccord Genuity að nú getur Boeing farið að takast almennilega á við mörg vandamál innan herbúða fyrirtæksins í farþegaþotudeildinni og ætti vandamálið að minnka einnig er kemur að MAX vélunum.

David Calhoun verður nýr forstjóri Boeing en hann mun láta af embætti sem framkvæmdarstjóri hjá fyrirtækinu Blackstone Group til þess að taka við stjórn Boeing. Að sögn Canaccord er Calhoun mjög virtur sem stjórnandi og hefur hann viðtæka reynslu í flugiðnaðinum og sérstaka þekkingu eftir að hafa starfað hjá General Electric.

Ekki eru þó allir á sama máli en Richard Aboulafia, flugmálaráðgjafi hjá fyrirtækinu Teal Group, segir að Calhoun gæti verið góður stjórnandi til skamms tíma en telur að reynsla hans hjá Blackstone og General Electric sé þó ekki endilega næg til þess að taka við stjórnun á fyrirtæki eins og Boeing til lengri tíma litið.

Þá er gert ráð fyrir að Boeing eigi eftir að ráða fleiri starfsmenn bæði í lykilstöður og einnig sem ráðgjafa til að blása ferskum vindum í stjórnina í von um að laga þau vandamál sem upp eru komin en Boeing hefur einnig glímt við vandamál í framleiðslu á öðrum flugvélategundum fyrir utan Boeing 737 MAX.

„Að skipta um forstjóra var ekki eitthvað sem kom verulega á óvart en tímasetningin var það að vísu“, segir Aboulafia, sem tekur fram að flestir áttu von á að Muilenburg myndi vera allavega fram á vor eða þangað til að MAX vélarnar er komnar aftur í umferð.  fréttir af handahófi

Fly Jamaica sækir um gjaldþrotavernd

19. desember 2019

|

Flugfélagið Fly Jamaica Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd á meðan félagið reynir að endurskipuleggja reksturinn en félagið hefur ekki flogið neitt áætlunarflug frá því í mars á þessu ári.

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

27. desember 2019

|

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

Kórónaveiran getur valdið röskun á afhendingum hjá Boeing

13. febrúar 2020

|

Boeing varaði við því í gær að áhrif útbreiðslu kórónaveirunnar gæti farið að hafa áhrif á afhendingar á nýjum farþegaþotum á fyrsta ársfjórðungi ársins og þá sérstaklega er kemur að afhendingum á fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00