flugfréttir

Ryanair tapar málinu og Bellew frjálst að hefja störf hjá easyJet

24. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:45

Peter Bellew, yfirgefur réttarsal í Dublin á Írlandi

Hæstiréttur á Írlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Peter Bellew, fyrrverandi rekstarstjóri Ryanair, er frjálst að færa sig yfir til easyJet og hafnaði með því beiðni Ryanair sem hefur reynt að koma í veg fyrir að Bellew gæti tekið við starfi hjá aðalsamkeppnisaðilanum.

Stjórn Ryanair fór með málið fyrir dómi á þeim forsendum að Bellew byggi yfir „of viðkvæmum“ innanhússupplýsingum úr herbúðum Ryanair til þess að fara yfir til samkeppnisaðilans en lögfræðingur Ryanair sagði að það þyrftu að líða að minnsta kosti tvö ár þar til hann gæti farið að starfa hjá öðru flugfélagi í sambærilegri stöðu.

Bellew flutti aftur til Írlands árið 2017 frá Malasíu þar sem hann hafði starfað sem framkvæmdarstjóri hjá Malaysian Airlines og gekk hann til liðs við Ryanair sem hann leit á sem „skyldu við þjóðina“ til þess að þjónu flugfélaginu í hans heimalandi.

Stærsta verkefnið fyrir Bellew var að leiða Ryanair aftur á beinu brautina eftir vandamál sem höfðu komið upp eftir að félagið ákvað að viðurkenna loksins rétt flugmanna og flugfreyja til þess að ganga í verkalýðsfélög.

Í sumar tilkynnti Bellew að hann ætlaði að yfirgefa Ryanair til þess að þiggja atvinnutilboð sem honum bauðst hjá easyJet en Ryanair reyndi að koma í veg fyrir það með því að fara með málið fyrir dómi.

Bellew sagði m.a. fyrir dómi að Michael O´Leary, framkvæmdarstjór Ryanair, hefði gert lítið úr störfum sínum hjá félaginu og sagt að frammistaða hans væri ekki í samræmi við væntingar og sérstaklega eftir að Bellew viðurkenndi kröfur flugmanna sem var stjórn Ryanair á móti skapi.

Þá kom í ljós við réttarhöldin að það viðgengst „hræðslustefna“ innan veggja Ryanair þar sem Michael
O´Leary er sagður vera harður húsbóndi sem hrópur á starfsmenn sína og er gjarn á að standa andspænis nálægt við þá aðila sem hann á í deilum við.

Bellew er frjálst að hefja störf hjá samkeppnisaðilanum um áramót en samkvæmt ráðningarsamningi mun hann byrja í nýju starfi hjá easyJet þann 1. janúar næstkomandi.  fréttir af handahófi

Piper Comanche brotlenti í garði á heimili hjá lækni í Litháen

9. desember 2019

|

Tveir létu lífið í flugslysi í Litháen í gær er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper PA-30 Twin Comanche brotlenti í garði í íbúðarhverfi í borginni Kaunas.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Farþegaþota rann út á hraðbraut eftir lendingu í Íran

27. janúar 2020

|

Farþegaþota frá Caspian Airlines endaði út á miðri umferðargötu í Íran í morgun eftir að þotan rann út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í borginni Mahshahr í suðvesturhluta landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.