flugfréttir

Ryanair tapar málinu og Bellew frjálst að hefja störf hjá easyJet

24. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:45

Peter Bellew, yfirgefur réttarsal í Dublin á Írlandi

Hæstiréttur á Írlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Peter Bellew, fyrrverandi rekstarstjóri Ryanair, er frjálst að færa sig yfir til easyJet og hafnaði með því beiðni Ryanair sem hefur reynt að koma í veg fyrir að Bellew gæti tekið við starfi hjá aðalsamkeppnisaðilanum.

Stjórn Ryanair fór með málið fyrir dómi á þeim forsendum að Bellew byggi yfir „of viðkvæmum“ innanhússupplýsingum úr herbúðum Ryanair til þess að fara yfir til samkeppnisaðilans en lögfræðingur Ryanair sagði að það þyrftu að líða að minnsta kosti tvö ár þar til hann gæti farið að starfa hjá öðru flugfélagi í sambærilegri stöðu.

Bellew flutti aftur til Írlands árið 2017 frá Malasíu þar sem hann hafði starfað sem framkvæmdarstjóri hjá Malaysian Airlines og gekk hann til liðs við Ryanair sem hann leit á sem „skyldu við þjóðina“ til þess að þjónu flugfélaginu í hans heimalandi.

Stærsta verkefnið fyrir Bellew var að leiða Ryanair aftur á beinu brautina eftir vandamál sem höfðu komið upp eftir að félagið ákvað að viðurkenna loksins rétt flugmanna og flugfreyja til þess að ganga í verkalýðsfélög.

Í sumar tilkynnti Bellew að hann ætlaði að yfirgefa Ryanair til þess að þiggja atvinnutilboð sem honum bauðst hjá easyJet en Ryanair reyndi að koma í veg fyrir það með því að fara með málið fyrir dómi.

Bellew sagði m.a. fyrir dómi að Michael O´Leary, framkvæmdarstjór Ryanair, hefði gert lítið úr störfum sínum hjá félaginu og sagt að frammistaða hans væri ekki í samræmi við væntingar og sérstaklega eftir að Bellew viðurkenndi kröfur flugmanna sem var stjórn Ryanair á móti skapi.

Þá kom í ljós við réttarhöldin að það viðgengst „hræðslustefna“ innan veggja Ryanair þar sem Michael
O´Leary er sagður vera harður húsbóndi sem hrópur á starfsmenn sína og er gjarn á að standa andspænis nálægt við þá aðila sem hann á í deilum við.

Bellew er frjálst að hefja störf hjá samkeppnisaðilanum um áramót en samkvæmt ráðningarsamningi mun hann byrja í nýju starfi hjá easyJet þann 1. janúar næstkomandi.  fréttir af handahófi

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Asni hljóp í veg fyrir flugvélina sem brotlenti í Sómalíu

15. júlí 2020

|

Talið er að asni sem hljóp yfir flugbraut hafi orsakað flugslysið sem átti sér stað í gær er de Havilland Dash 8-400 flugvél brotlenti í lendingu í borginni Beledweyne í Sómalíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00