flugfréttir

FAA varar fólk við því að panta flugfar gegnum smáforrit

- Strangari kröfur en að þiggja ókeypis flugferð með vini

24. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Með tilkomu vinsælda deilihagkerfisins hafa nokkur fyrirtæki boðið upp á „fljúgandi“ útgáfu af Uber

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að nýta sér deilihagkerfi með smáforrittum til þess að þiggja flugfar sem virkar eins og Uber í háloftunum eða til að leigja sér flugvél án þess að vita nákvæmlega eftir hvaða reglugerðum viðkomandi fyrirtæki starfar eftir.

FAA segir að ferðin gæti ekki uppfyllt væntingar þeirra sem nýta sér slíka þjónustu og er tekið fram að þegar farþegi greiðir fyrir flugferð eða leiguflug gildi mun strangari kröfur er kemur að flugöryggi samanborið við kröfur sem gerðar eru fyrir einhvern sem þiggur boð um að fara í ókeypis flugferð með vini sinum.

Þá segir einnig að flugmenn, sem nýta sér deilihagkerfi á Netinu til þess að fljúga farþegum gegn greiðslu, verða samkvæmt lögum að hafa hlotið viðeigandi þjálfun og uppfylla aðrar kröfur auk þess sem þeir þurfa að gangast undir áfengispróf að handahófi.

Í framhaldi af þessu hefur FAA meðal annars sent bréf til fyrirtækis sem kallast BlackBird sem lét þróa fyrir sig smáforrit sem tengir saman flugmenn og farþega líkt og Uber en í bréfinu til fyrirtækisins eru tekin saman atriði yfir þær kröfur sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi.

Ekki nóg að flugmenn séu með atvinnuflugmannsskírteini

Þar kemur fram að flugmenn geta ekki þegið greiðslur frá farþegum þótt þeir séu með atvinnuflugmannsskírteini hvort sem um er að ræða CPL-skírteini eða ATPL-skírteini þar sem viðkomandi fyrirtæki verður að hafa gilt flugrekstarleyfi í samræmi við reglugerð bandarískra flugmálayfirvalda sem nefnist Part 119.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) fara fram á að BlackBird bíði með að taka við pöntunum í gegnum smáforrit þangað til fundað verður um framhaldið í janúar

„Flugmaður, sem býður upp á leiguflug án þess að fara eftir reglugerðinni Part 119 er með því að brjóta reglugerðir FAA - jafnvel þótt að þeir séu handhafar atvinnuflugmannsskírteinis“, segir í yfirlýsingu frá FAA.

BlackBird svarar bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) á vefsíðu sinni að fyrirtækið starfi ekki á sama sviði og flugfélög sem bóka farþega í viðkomandi sæti í gegnum bókunarkerfi en FAA er ekki að kaupa þá útskýringu og telur að BlackBird sé ekki að átta sig á því að fyrirmælin til fyrirtæksins snúa að flugöryggi fyrst og fremst.

Rudd Davis, talsmaður BlackBird, kom fram í viðtali á sjónvarpsstöðinni FOX nýlega þar sem hann furðaði sig á afskiptum FAA er varðar málið en BlackBird býður upp á að fljúga farþegum með flugvélum af gerðinni Cirrus SR22, Diamond DA-62 auk þess sem félagið hefur einnig Pilatus PC-12 í flota sínum.

„Svona hefur einkaþotubransinn virkað í marga áratugi og eina breytingin er að nú er hægt að panta flugvél með tilkomu tækninnar og smáforrita en FAA virðist ekki skilja nýju tæknina sem fólk er að nota“, segir Davis.

Davis segir að FAA hafi beðið þá um að gera hlé á því að nota smáforrit til þess að panta flugvél þangað til í janúar en þá mun fyrirtækið setjast niður með bandarískum flugmálayfirvöldum og fara yfir þann hluta.  fréttir af handahófi

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

20. mars 2020

|

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það

Airbus A220 og Embraer E2 til skoðunar hjá SAS

28. febrúar 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) undirbýr sig nú til þess að taka ákvörðun um nýja flugvélategund sem notuð verður til að endurnýja minni farþegavélar félagsins sem notaðar eru á styttri flugleiðum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00