flugfréttir

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

- Fimmtán látnir í flugslysi við flugvöllinn í Almaty

27. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

96 farþegar voru um borð í þotunni og fimm manna áhöfn

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

Þotan, sem var frá flugfélaginu Bek Air, var í innanlandsflugi á leið til Nursultan Nazerbayev flugvallarins í borginni Nur-Sultan, sem áður hét Astana, með 96 farþega innanborðs og fimm manna áhöfn.

Flugvélin missti hæð skömmu eftir að hún hóf sig á loft en brotlenti og rann í gegnum steinvegg og staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi nálægt flugbrautarendanum.

35 manns var bjargað lifandi úr flaki vélarinnar en af þeim voru 22 mjög alvarlega slasaðir. Enginn eldur kom upp en þotan brotnaði í tvennt.

Þotan staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi við enda flugbrautarinnar

Að sögn eins farþega, sem komst lífs af, þá virtist eins og flugvélin ætti í vandræðum með að hefja sig á loft þar sem hún skall tvisvar niður í brautina í flugbrautarbruninu og hrisstist og nötraði þegar hún hóf sig loksins á loft skömmu áður en hún brotlenti.

Kassym-Zhomart Tokayev, forseti Kazakhstan, hefur lýst því yfir að þeir sem bera ábyrgð á flugslysinu verður „refsað heiftarlega“ og dregnir fyrir dómstóla en flugstjóri vélarinnar lést í slysinu en hann var 58 ára.

Björgunarlið að störfum í rústunum

Bek Air er þó ekki meðal þeirra flugfélaga sem hafa verið á sérstökum lista hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) vegna annmarka er kemur að flugöryggi en ríkisstjórn landsins hefur lengi barist fyrir því að viðhalda flugörryggisstuðli félagsins.

Flugmálayfirvöld í Kazakhstan hafa kyrrsett allar Fokker 100 þotur í landinu í kjölfar slyssins en Bek Air hefur átta aðrar þotur sömu gerðar í flotanum sem eru frá 24 til 30 ára gamlar.

Þá hafa flugmálayfirvöld í landinu einnig svipt Bek Air flugrekstarleyfinu á meðan rannsókn á slysinu fer fram.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Helmingi minna fé varið í framleiðslu á SpaceJet-þotunni

13. maí 2020

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries (MH) hefur tilkynnt að helmingi minna fé verði varið til framleiðslu á SpaceJet farþegaþotunni sem upphaflega var kynnt til sögunnar undir

„Næstum kílómetra löng biðröð fyrir hverja júmbó-þotu“

4. maí 2020

|

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, hefur hvatt bresk stjórnvöld til þess að endurskoða reglugerðir um samfélagslega fjarlægð milli fólks í ljósi þess að slíkt geti engan veginn virk

Réttindi 143 flugmanna á A380 hjá Asiana að renna út á tíma

30. apríl 2020

|

Suður-Kóreskir risaþotuflugmenn, sem fljúga Airbus A380 þotum fyrir Asiana Airlines, gætu misst tegundaráritanir sína þar sem þeir hafa ekki flogið risaþotunum í töluverðan tíma vegna COVID-19 heim

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00