flugfréttir

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

- Fimmtán látnir í flugslysi við flugvöllinn í Almaty

27. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

96 farþegar voru um borð í þotunni og fimm manna áhöfn

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

Þotan, sem var frá flugfélaginu Bek Air, var í innanlandsflugi á leið til Nursultan Nazerbayev flugvallarins í borginni Nur-Sultan, sem áður hét Astana, með 96 farþega innanborðs og fimm manna áhöfn.

Flugvélin missti hæð skömmu eftir að hún hóf sig á loft en brotlenti og rann í gegnum steinvegg og staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi nálægt flugbrautarendanum.

35 manns var bjargað lifandi úr flaki vélarinnar en af þeim voru 22 mjög alvarlega slasaðir. Enginn eldur kom upp en þotan brotnaði í tvennt.

Þotan staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi við enda flugbrautarinnar

Að sögn eins farþega, sem komst lífs af, þá virtist eins og flugvélin ætti í vandræðum með að hefja sig á loft þar sem hún skall tvisvar niður í brautina í flugbrautarbruninu og hrisstist og nötraði þegar hún hóf sig loksins á loft skömmu áður en hún brotlenti.

Kassym-Zhomart Tokayev, forseti Kazakhstan, hefur lýst því yfir að þeir sem bera ábyrgð á flugslysinu verður „refsað heiftarlega“ og dregnir fyrir dómstóla en flugstjóri vélarinnar lést í slysinu en hann var 58 ára.

Björgunarlið að störfum í rústunum

Bek Air er þó ekki meðal þeirra flugfélaga sem hafa verið á sérstökum lista hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) vegna annmarka er kemur að flugöryggi en ríkisstjórn landsins hefur lengi barist fyrir því að viðhalda flugörryggisstuðli félagsins.

Flugmálayfirvöld í Kazakhstan hafa kyrrsett allar Fokker 100 þotur í landinu í kjölfar slyssins en Bek Air hefur átta aðrar þotur sömu gerðar í flotanum sem eru frá 24 til 30 ára gamlar.

Þá hafa flugmálayfirvöld í landinu einnig svipt Bek Air flugrekstarleyfinu á meðan rannsókn á slysinu fer fram.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Dreamliner-þota frá Etihad í tilraunum í Montana

31. ágúst 2020

|

Nýrri Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 797-10, sem hefur verið afhent til flugfélagsins Etihad Airways, hefur verið flogið til Montana í Bandaríkjunum þar sem þotan mun gangast undir sérstakar gæða

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Fjárfestingarfyrirtæki kemur Piaggio Aerospace til bjargar

21. ágúst 2020

|

Rekstri ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hefur verið bjargað fyrir horn en fjárfestingarfyrirtæki eitt á Ítalíu hefur fallist á að fjárfesta í flugvélaverksmiðjunum fyrir 30 milljónir

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

Fyrsta flugið á milli Teesside og Heathrow í heilan áratug

15. september 2020

|

Í gær var flogið fyrsta áætlunarflugið í meira en áratug á milli Teesside-flugvallarins í Englandi og Heathrow-flugvallarins í London.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00