flugfréttir

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

- Fimmtán látnir í flugslysi við flugvöllinn í Almaty

27. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

96 farþegar voru um borð í þotunni og fimm manna áhöfn

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

Þotan, sem var frá flugfélaginu Bek Air, var í innanlandsflugi á leið til Nursultan Nazerbayev flugvallarins í borginni Nur-Sultan, sem áður hét Astana, með 96 farþega innanborðs og fimm manna áhöfn.

Flugvélin missti hæð skömmu eftir að hún hóf sig á loft en brotlenti og rann í gegnum steinvegg og staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi nálægt flugbrautarendanum.

35 manns var bjargað lifandi úr flaki vélarinnar en af þeim voru 22 mjög alvarlega slasaðir. Enginn eldur kom upp en þotan brotnaði í tvennt.

Þotan staðnæmdist á tveggja hæða íbúðarhúsi við enda flugbrautarinnar

Að sögn eins farþega, sem komst lífs af, þá virtist eins og flugvélin ætti í vandræðum með að hefja sig á loft þar sem hún skall tvisvar niður í brautina í flugbrautarbruninu og hrisstist og nötraði þegar hún hóf sig loksins á loft skömmu áður en hún brotlenti.

Kassym-Zhomart Tokayev, forseti Kazakhstan, hefur lýst því yfir að þeir sem bera ábyrgð á flugslysinu verður „refsað heiftarlega“ og dregnir fyrir dómstóla en flugstjóri vélarinnar lést í slysinu en hann var 58 ára.

Björgunarlið að störfum í rústunum

Bek Air er þó ekki meðal þeirra flugfélaga sem hafa verið á sérstökum lista hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) vegna annmarka er kemur að flugöryggi en ríkisstjórn landsins hefur lengi barist fyrir því að viðhalda flugörryggisstuðli félagsins.

Flugmálayfirvöld í Kazakhstan hafa kyrrsett allar Fokker 100 þotur í landinu í kjölfar slyssins en Bek Air hefur átta aðrar þotur sömu gerðar í flotanum sem eru frá 24 til 30 ára gamlar.

Þá hafa flugmálayfirvöld í landinu einnig svipt Bek Air flugrekstarleyfinu á meðan rannsókn á slysinu fer fram.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00