flugfréttir

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

- Qsuite-sætin á Business Class uppfylltu ekki kröfur Qatar Airways

28. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:12

Boeing 787-9 þotunum fjórum fyrir Qatar Airways var flogið í gær tómum aftur til Bandaríkjanna

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhendingarflug frá verksmiðjum Boeing í Everett.

Dreamliner-þoturnar fjórar eru þær fyrstu af þeim 30 sem félagið pantaði af Boeing 787-9 og lögðu þær af stað í afhendingarflugið sl. föstudag frá Everett til Doha sem spannar hálft norðurhvel jarðar.

Þoturnar dvöldu þó aðeins við í 10 klukkustundir í nýju heimkynnum á flugvellinum í Doha þar til stjórn félagsins ákvað að fljúga þeim aftur til baka til Bandaríkjanna.

Ástæðan er sögð vera sú að Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, sagði að „Qsuite“-sætin á Business Class farrýminu væri ekki „tilbúin“ samkvæmt kröfum félagsins og var ákveðið að fljúga þeim strax aftur til Bandaríkjanna.

Engir farþegar voru um borð í vélunum og hefur Qatar Airways og Boeing sætt gagnrýni meðal umhverfissinna fyrir að fljúga vélunum aftur tómum yfir hálfan hnöttinn.

Að þessu sinni var vélunum fjórum flogið til Victorville í Kaliforníu þar sem lokið verður við að koma fyrir Qsuite-sætunum svo farþegarýmið verði nákvæmlega í stíl við aðrar vélar félagsins.

Þoturnar fjórar eru þær fyrstu af þeim 30 sem Qatar Airways pantaði af gerðinni Boeing 787-9

Qatar Airways hefur nýlega kynnt nýja útgáfu af Qsuite-sætum sem hefur verið komið fyrir um borð nokkrum Boeing 777 þotum auk nýjustu Airbus A350 vélanna sem félagið hefur fengið en þar sem farþegarýmið um borð í Boeing 787-9 er ekki eins breitt þá þurfti að sérsníða Qsuite-sætin í Dreamliner-vélarnar sem félagið segir að sé ekki búið að gera við þessar fjórar sem afhentar voru fyrir helgi.

Ekki hefur komið fram hversvegna Boeing ákvað að afhenda vélarnar til Doha vitandi að sætin voru ekki nákvæmlega útfærð samkvæmt kröfum Qatar Airways en einn erlendur flugfréttamiðill telur að Boeing hafi verið mikið í mun að ná að afhenda þoturnar fyrir áramót til að listi yfir afhentar flugvélar árið 2019 myndi verða hærri.

Boeing 787-9 þoturnar fjórar í nótt yfir Grænlandsjökli á leið frá Doha til Victorville í Kaliforníu  fréttir af handahófi

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

13. mars 2020

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00