flugfréttir

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

- Qsuite-sætin á Business Class uppfylltu ekki kröfur Qatar Airways

28. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:12

Boeing 787-9 þotunum fjórum fyrir Qatar Airways var flogið í gær tómum aftur til Bandaríkjanna

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhendingarflug frá verksmiðjum Boeing í Everett.

Dreamliner-þoturnar fjórar eru þær fyrstu af þeim 30 sem félagið pantaði af Boeing 787-9 og lögðu þær af stað í afhendingarflugið sl. föstudag frá Everett til Doha sem spannar hálft norðurhvel jarðar.

Þoturnar dvöldu þó aðeins við í 10 klukkustundir í nýju heimkynnum á flugvellinum í Doha þar til stjórn félagsins ákvað að fljúga þeim aftur til baka til Bandaríkjanna.

Ástæðan er sögð vera sú að Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, sagði að „Qsuite“-sætin á Business Class farrýminu væri ekki „tilbúin“ samkvæmt kröfum félagsins og var ákveðið að fljúga þeim strax aftur til Bandaríkjanna.

Engir farþegar voru um borð í vélunum og hefur Qatar Airways og Boeing sætt gagnrýni meðal umhverfissinna fyrir að fljúga vélunum aftur tómum yfir hálfan hnöttinn.

Að þessu sinni var vélunum fjórum flogið til Victorville í Kaliforníu þar sem lokið verður við að koma fyrir Qsuite-sætunum svo farþegarýmið verði nákvæmlega í stíl við aðrar vélar félagsins.

Þoturnar fjórar eru þær fyrstu af þeim 30 sem Qatar Airways pantaði af gerðinni Boeing 787-9

Qatar Airways hefur nýlega kynnt nýja útgáfu af Qsuite-sætum sem hefur verið komið fyrir um borð nokkrum Boeing 777 þotum auk nýjustu Airbus A350 vélanna sem félagið hefur fengið en þar sem farþegarýmið um borð í Boeing 787-9 er ekki eins breitt þá þurfti að sérsníða Qsuite-sætin í Dreamliner-vélarnar sem félagið segir að sé ekki búið að gera við þessar fjórar sem afhentar voru fyrir helgi.

Ekki hefur komið fram hversvegna Boeing ákvað að afhenda vélarnar til Doha vitandi að sætin voru ekki nákvæmlega útfærð samkvæmt kröfum Qatar Airways en einn erlendur flugfréttamiðill telur að Boeing hafi verið mikið í mun að ná að afhenda þoturnar fyrir áramót til að listi yfir afhentar flugvélar árið 2019 myndi verða hærri.

Boeing 787-9 þoturnar fjórar í nótt yfir Grænlandsjökli á leið frá Doha til Victorville í Kaliforníu  fréttir af handahófi

Yfir 800 starfsmönnum sagt upp hjá Textron Aviation

9. desember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Textron Aviation hefur sagt upp nokkur hundruð starfsmönnum í framleiðsludeildinni og í verksmiðjum fyrirtækisins auk þess sem til stendur að loka einhverjum vinnustöðum.

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

3. janúar 2020

|

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins f

Icelandair tekur á leigu Boeing 737-800 þotur

17. desember 2019

|

Icelandair hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 fyrir næsta sumar og er unnið að því að ganga frá leigu á þriðju þotu sömu gerðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.